Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 7

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 7
lielzt marka að galdrar væru nú útdauðir á þessu landi dultrúar- innar. Bréf ykkar, þitt og þessa göldrótta um daginn, benda heldur til að svo sé ekki. Skriftin er mjög fín og pen og gefur til kynna næmt tilfinninga- líf. Enn um umskurn í USA Reykjavík, 24. júlí 1970. Kæri Póstur! í sambandi við svar yðar til „einnar sem á sveinbarn“, fyrir nokkrum vikum, vil ég taka það fram að hún hefur rétt fyrir sér, það er algjör undantekning ef sveinbörn í Bandaríkjunum eru ekki umskorin og er það gert vegna þrifnaðar, hins vegar er það rétt hjá Póstinum að Gyð- ingar eru þeir einu sem ég veit um, sem láta umskera syni sína vegna trúar. Um að hið fyrrnefnda geti valdið krabbameini veit ég ekki. Önnur sem á sveinbarn. Alve? ofsalega hrifin Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áð- ur og vonast þess vegna eftir góðu svari. Þannig er mál með vexti að ég er ofsalega hrifin af strák, sem á heima í Reykjavík. Ég veit hvað hann heitir og í hvaða götu hann á heima en ekki götunúmerið. Hvernig get ég náð sambandi við hann? Getur þú komizt að því, ef svo er segðu mér það, því þá skrifa ég þér aftur og segi þér nafn hans. — Hvernig eiga saman dreki og krabbi eða hvaða makar eiga bezt við kvendreka? Svo þakka ég þér fyrir. Milla. Skelfileg ráfa geturðu verið, manneskja, fyrst þú veizt hvað hann heitir og í hvaða götu hann á heima, þá má mikið vera ef þú getur ekki náð því sem á vantar. Ólíkt er til dæmis ann- að en þið eigið einhverja sam- eiginlega kunningja, sem gætu frætt þig um þetta. Nú, og ef svo færi að þú næðir tali af drengnum, þá væri engin goð- gá að spyrja hann að því sjálf. Krabbi og sporðdreki eru báð- ir mjög tilfinningaríkir og eiga því yfirleitt frekar vel saman. Samband þeirra verður oft inni- legt og traust, en ekki sársauka- laust. „Varaðu þig þegar ég elska!“ sagði Carmen við Don José. — Sumir segja að þetta geti verið kjörorð fyrir kvendreka al- mennt; þær séu að vísu oft stór- fenglegar ástmeyjar, en jafn- framt í háskalegra lagi. Drekum kvað heppilegast að leita sér maka í fiskamerki, en þvínæst í krabba, tvíbura, jómfrú og stein- bukk. Vantreystir skoðanakönnunum Heiðraði Póstur! Ég er að heita má fastalesandi Vikunnar og finn oftast í henni eitthvað efni mér til fróðleiks og ánægju. En fyrir kemur að mér gremst hitt og þetta, og er ég þó heldur umburðarlyndur. En það var skoðanakönnunin hjá ykkur um daginn, sem ég ætlaði að minnast dálítið á. Þessar skoðanakannanir virð- ast vera eitt af mörgum tízku- fyrirbærum nútímans, sem fara eins og logar yfir akur svo úr verður eins konar æði. Hins vegar hefur margsýnt sig að mjög hæpið er að taka mikið mark á þeim. Frægasta og nýj- asta dæmið urri það er frá Bret- landi, er Wilson treysti einni skoðanakönnun eins og nýju neti og kollsteyptist. Vísir hefur einnig verið með skoðanakann- anir, en sýnt hefur verið fram á það með gildum rökum, meðal annars í blaði sem er sama flokks og Vísir, að hæpið er að taka á þeim mikið mark. Án þess að mig langi til að móðga Vikuna er ég hræddur um að eitthvað svipað sé uppi á teningnum með hennar skoð- anakönnun. Svörin við einni spurningunni virtust þannig benda til að æskan hefði að miklum meirihluta vantraust á stjórnendum landsins. Hvernig má það vera að þessir sömu valdhafar eru kosnir í lýðræðis- legum kosningum? Þeir eru að vísu kosnir af fólki, sem flest er eldra en það sem spurt var, en það er þó af sömu þjóð og miðlar skoðunum sínum til yngri kynslóðarinnar. Það er því hætt við að æskufólk það sem var svona gagnrýnið á vald- hafana verði flest búið að breyta afstöðu sinni, þegar það er kom- ið á kosningaaldur, ef það hefur þá ekki langflest svarað bara upp á grín, sem mér finnst lang- Hklegast. Hræddur er ég um — eða rétt- rra saet ég vona — að svipað eigi við um svörin við mörgum fleiri spurninganna, en eftir svörunum við nokkrum þeirra að dæma mætti ætla að megin- hluti æskunnar væri hundheið- inn. Vonandi er ekki svo illa komið. Ef æskan er búin að kasta frá sér kristninni, sem hef- ur verið menningarleg kjölfesta þjóðarinnar í næstum þúsund ár. hvers má þá vænta af þessari æsku, þegar völdin og áhrifin í bjóðfélaeinu verða hennar? Nei, hvað skoðanakannanir snertir, Vika sæl. þá held ég þú meair læra betur, ekki síður en Vísir og Bretinn . Með fyrirfram þökk fyrir birtingu. Þinn S.K. ARO-LADY brjósta- stækkunartækið ásamt fullkomnum nuddáhöldum ARO-LADY gefur brjóstum yðar nýjan lífsþrótt og er einstaklega áhrifamikið fyrir lítil og slök brjóst. Hinn einstæði fíngerði útbúnaður ARO-LADY tækjanna gerir yður kleift að nota þau hvar og hvenær sem er, enda eru þau knúin raf- hlöðum og tryggja þess vegna áhættulausa og þægilega notkun. ARO-LADY starfar sjálfvirkt að fegurð yðar á meðan þér hvílist frá önnum dagsins. ARO-LADY sér ekki eingöngu um velferð brjósa yðar, það hjálpar yður einnig til að halda æskufeg- urð, frískleika og reisn frá hvirfli til ilja. SKILATRYGGING Skilyrðislaus trygging yður til handa fylgir kaupunum á ARO- LADY tækjunum þ. e. a. s. ef þér teljið að tækin standist ekki aug- lýst notkunargildi, þá mun Heima- val endurgreiða yður tækin um- yrðalaust, innan 14 daga eftir að þér móttakið þau. PÓSTLEGGIÐ AFKLIPPINGINN Látið ekki hjá líða að klippa út af- klippinginn hér að neðan og senda hann til HEIMAVALS og munum við senda yður um hæl nánari upplýsingar um ARO-LADY í venjulegu sendibréfi um leið og hann berst okkur í hendur. KLIPPIÐ HÉR _ Vinsamlegast sendið mér nánari upplýsingar um ARO-LADY-brjóst- stækkunar- og nuddtækin mér að kostnaðarlausu og án skuldbindingar frá minni hálfu. Nafn: ................................... Heimilisfang: ........................... Skrifiö með prentstöfum HEIMAVAL KÓPAVOGI 34. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.