Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 36

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 36
 f't-rJteMéiAL Eg vildi börga milljón fyrirl T .Sg skal að í’á traust og öruggt / I s iá um gifs—sem þeir gætu 'it>að. frystu Rcllórnér er fugla'búr og sérstaklega lagað gifs— •^befjjt frá Hjúston i Texasí "Va--'1_ Spánný (uppf inningí^ Við byrium á aö láta ÍUglaburið yfir. .. . .á meöan við sklptum tvarlega um / fötu.' ) var „Batasi’s Cannon“, og þar lék á móti henni náungi sem síðar varð mjög góður vinur hennar, John Leyton. Léku þau meðal annars eina ástarsenu, sem þótti það djörf tveimur ár- um síðar, að hún var klippt í burtu er myndin var sýnd í sjón- Varpi. Nokkrum mánuðum síðar, eft- ir að þeirri mynd var lokið, fór Mia til Ítalíu til að hitta elsk- huga sinn, Leyton, en hann vann þá við myndina „Von Ryan’s Ex- press“, sem hefur meðal annars verið sýnd hér á landi. Leyton kynnti Miu fyrir stjörnu mynd- arinnar, Frank Sinatra. Fjórtán dögum síðar hafði Sinatra tek- ið við elskhugahlutverkinu af Leyton — í fúlustu alvöru. Pressan komst fljótlega að því, og það var aldeilis blásið upp að „söngvarinn með hárkolluna" (eins og það var orðað) vaeri með kvenmanni sem væri 30 ár- um yngri en hann sjálfur. Lá við að allt færi á annan endann út af samdrætti — og síðar hjónabandi — Miu og Franks; bréfunum rigndi yfir þau per- sónulega, sjónvarps- og útvarps- stöðvar og blaðamenn, og allir voru yfir sig hneykslaðir. „Frankie Boy“ varð meira að segja fyrir því að nokkrir vina hans, sem eru sagðir hafa nokkuð sterk ítök í undirheimum stór- borganna, sneru við honum bak- inu — fyrir að fleka smákrakka! Það var nefnilega aldursmun- urinn sem olli öllu fjaðrafokinu. — flg drekk ekki viský nema það sé eins og 10 árum eldra en Mia, sagði söngvarinn og leik- arinn Dean Martin — sem í rauninni drekkur yfirleitt ekki annað en te. Og fyrrverandi kona Sinatra, leikkonan Ava Gardner, sagði: — Eg vissi að það kæmi að því að Frank færi í rúmið með strák. Meira að segja móðir Miu, Maureen 0‘ Sullivan var ekki allskostar ánægð með ráðahaginn fyrir sömu ástæðu: — f rauninni er það ég en ekki Mia, sem FVank hefði átt að giftast! En þá var Mia búin að fá nóg. — Það kemur hreint engum við hvernig ég haga lífi mínu, sagði hún. — Eg hef alls engan áhuga á að vera einhver fyrirmyndar- stúlka; við Frank viljum fá að vera í friði. Vígslan fór fram þann 19. júlí árið 1966, í Las Vegas. Viðstadd- ir voru sex vinir þeirra, sjö blaðamenn og 16 ljósmyndarar. — Elsku litli drengurinn minn, sagði Frank og kyssti brúði sína á kinnina. Þetta var rétt eftir að hún hafði látið skera hár sitt, eins og frægt er, og það leið ekki á löngu þar til Farrow-greiðslan var svo til allsráðandi um allan heim. Og um leið og hin nýbök- uðu Sinatra-hjón héldu í brúð- kaupsferð á einkaflugvél Franks, veifaði Mia hendinni svo glamp- aði á demantshringinn, sem hafði kostað um 7 milljónir ís- lenzkra króna. Hjónabandið var misheppnað alveg frá byrjun, og næstu tvö árin voru þau álíka lítið saman og þau höfðu verið mikið sam- an fyrstu dagana. Aðalástæðan fyrir því að hjónabandið var svo mislukkað var „kynslóðagjáin“. Vinir Miu og vinir Franks áttu mjög erfitt með að láta sér koma saman og smátt og smátt var sama sagan sögð af þeirra eigin hjónabandi. í ágúst 1968 flaug Mia til Mexico til að fá skilnað, og var það ferðalag farið á Franks kostnað. Hann hafði fallizt á skilnað, eftir að hún hafði neit- að að leika á móti honum í kvik- myndinni „The Detective", því hún vildi heldur taka hlutverki sem henni hafði boðizt í „Rose- mary's Baby“, en henni var stjórnað, eins og kunnugt er, af Roman Polanski. Mia gaf ástæðu fyrir skilnað- inum: — Hann var reiður yfir því að hann var orðinn gamall, og honum fannst allt vera að hverfa frá honum. Þegar vinir mínir komu í heimsókn, berfætt- ir og gáfu honum blóm, fékk hann þunglyndiskast og fannst hann vera utan við allt og alla. Síðar sagði hún að henni hefði þótt mjög miður að hafa þurft að skilja við Frank, en það jafn- aði sig eftir að „Rosemary's Baby“ fór að ganga svo vel sem raun varð á. Myndin greinir frá ungri stúlku (Miu) sem kemst undir áhrif djöfulsins, og þótti leikur hennar með slíkum af- brigðum að hún varð þegar ein eftirsóttasta leikkona í heimi. Kaþólska kirkjan fordæmdi myndina fyrir að hafa haft að spotti grundvallaratriði krist- innar trúar, og Mia lét í ljósi skoðun sína á ummælum páfa með orðum sem ekki er hægt að hafa eftir á prenti. Eftir að ungfrú Farrow hafði verið um skeið í Indlandi með brezku Bítlunum, þar sem þau lögðu stund á hugleiðslu, gjör- breyttist hún. Hún varð sú sem hún er nú sögð vera, „flagð und- ir fögru skinni“. Hún notaði nær eingöngu gróft orðbragð, hagaði sér mjög ósæmilega á almanna- færi og notaði hvert tækifæri til að hneyksla og „sjokkera“ vini sína -— jafnt sem almenning. Og nú hafði hún betur efni á því en áður; hún þurfti ekki eins mikið verndar við. Við kvik- myndatöku í hollenzka bænum Noordwijk, fór hún eitt sinn ásamt mótleikara sínum, Robert Mitchum, út að borða á lítið veit- ingahús. Þar var þá fyrir fullur Hollendingur, sem lét óspart í ljósi vanþóknun sína á banda- rískum kvikmyndum og hóf að æpa formælingar að þeim. Fyrst bað Mia hann að láta þau í friði, en þegar það gekk ekki henti hún salatskál á eftir honum. Maðurinn galt í sömu mynt, en Miu tókst að beygja sig, og er hann kom vaðandi að henni sparkaði hún í helgidóm hans, svo hann kútveltist eftir gólfinu. Mitchum hefur leikið nokkrum sinnum slagsmálahunda í kvik- 36 VIKAN 34 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.