Vikan


Vikan - 20.08.1970, Síða 3

Vikan - 20.08.1970, Síða 3
34. tölublað - 20. ágúst 1970 - 32. árgangur „Ég varð gripinn heimskulegri, ástríðu- þrunginni ást til hennar. Hin ólýsanlega dulúð, sem umlukti hana, æsti forvitni mína eins og áfengt vin. Ég bað hana leyfis að mega koma í heimsókn til hennar. Hún hikaði snöggvast við, en sagði síðan: — Á morgun, þegar klukkuna vantar fimmtán mínútur í fimm . . ." Þetta er brot úr smásögu eftir Oscar Wilde, sem er í þessari Viku, Sýningarflokkur Þjóðdansafélags Reykjavikur lagði land undir fót nú i sumar og ferðaðist víða um Evrópu. Í upphafi ferðalagsins tók flokkurinn þátt í samnor- rænu þjóðdansamóti í Stokkhólmi. I þessu blaði birtum við myndir af íslenzkum þjóðdönsurum i trjágarði konungsins í höfuðborg Svíaveldis. Myndirnar voru teknar af Sigurgeiri Sigurjónssyni, sem stundar nú nám í Stokkhólmi. Það munaði ekki miklu að Mia Farrow kæmi til íslands á Listahátíðina í sumar i fylgd með hljómsveitarstjóranum André Prévin. í þessu blaði birtist ítarleg grein um Miu Farrow með fyrir- sögninni „Flagð undir fögru skinni". í næsta blaði verða einnig myndir af börnum sem eru við nám í Höfðaskóla i Reykjavik. Myndunum fylgir viðtal við skólastjórann, Magnús Magnússon. í ÞESSARI VIKU í NÆSTU VIKU Einn af kunnustu mönnum aldarinnar og þekktustu og umdeildustu læknum allra tíma er svissneski prófessorinn Paul Niehans, „yngingardoktorinn" svokallaði, sem meðhöndlaði Píus páfa tólfta, Winston Churchill og ótal aðrar frægustu manneskjur. /Etterni hans hefur lengi verið mikill leyndardómur, en nú hefur hann loksins látið það uppi . . . Nýjungar i sambandi við frjósemi og timgun mannkindarinnar eru sifellt að skjóta upp kollinum og í Indlandi hefur nýlega i fyrsta sinn tekist að flytja eggjastokka úr einni konu í aðra. Um þetta og fleira því líkt er fjallað í næstu Viku i viðtali við norskan lækni og kvensjúkdómafræðing, dr. Arne Strand. FORSfÐAN Forsíðumynd þessa blaðs er af þeirri frægu manneskju Miu Farrow, fylgikonu André Previns hljómsveitarstjóra. Grein um hana er inni í blaðinu. í FULLRI ALVÖRU HIN DANSK-AMERÍSKA KEFLAVÍK Oft er deilt á íslensk blöð fyrir að þau sjái les- endum sinum fyrir ónógum og jafnvel villandi upplýsingum, og þarf varla nokkurn að undra að þannig sé farið blöðum, sem ýmist opinber- lega eða í reynd eru rekin af stjórnmálaflokkum, er líta á blöðin fremur sem áróðurstæki en fréttamiðla. En víðar er pottur brotinn, mikil ósköp, meira að segja þar sem síst skyldi. Það sem af er þessu ári hafa óvenjumargir atburðir orðið til að vekja athygli umheimsins á íslandi, og ætti varla að þurfa að minna á þá suma. Sá síðasti var hvarf sovésku risaflugvélar- innar á ieið til Perú með hjálparvarning, en talið er að, hún hafi steypst i sjó skömmu eftir að hún tók sig upp frá Keflavík. Rússar eru sem kunnugt er á Vesturlöndum álitnir heldur vafasamir menn, enda hefur sjaldan staðið á þeim að gefa ástæð- ur til viðhalds þeim orðstír. Nú er hermt að þeir noti hjálparflug sitt til Perú sem átyllu til að spíónera á Keflavíkurflugvelii og viðar. Hið stórvirðulega bandaríska vikurit Time er eitt þeirra blaða sem lætur í Ijós grunsemdir um þetta. Það er út af fyrir sig ekki merkilegt, en islenskir lesendur ritsins munu hinsvegar hafa hrokkið við er þeir sáu að i fréttinni er talað um Keflavikurflugvöll sem „jointly operated US- Danish airfield", bandarisk-danskan flugvöll, rek- inn í félagi af báðum þessum þjóðum. Nú hefði verið ástæðulaust að hneykslast ef þetta hefði staðið í einhverju hreppablaði út- gefnu vestur í Texas eða Montana, en til tímarits, sem lesið er af upplýstasta hluta bandarísku þjóð- arinnar og tekið alvarlega víðast hvar utan Banda- rikjanna, verður að gera þær kröfur að það byggi fróðleik sinn um hvert ríki heims á ein- hverju öðru en heimildum frá því fyrir 1918. Jafnframt er eðlilegt að ætlast til þess af íslenzk- um lesendum blaðsins, sem til þessa hafa verið margir, að þeir taki varlega mark á því meðan ritstjórn þess er ekki betur upplýst um Island en svo að hún telur það ennþá danska nýlendu. Til annars ættum við að mega ætlast af Bandaríkj- unum, eins þjálir fylgifiskar þeirra á alþjóðavett- vangi og við höfum verið í aldarfjórðung. Eða skyldum við þurfa að vekja á okkur athygli með eitthvað svipuðum hætti og Kúbumenn, önnur smáþjóð við Atlantshaf, hafa verið að gera stð- ustu árin, til að þeir sem valdið hafa í forustu- stórveldi Vesturlanda nenni að muna eftir að við séum til? dþ. VIKAN Útgefandl: Hllmir hf. Ritstjóri: Gylfl Gröndal. Blaöamenn: Dagur Þorlelfsson, Matthlldur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjóri: Slgriöur Ól- afsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð i lausasölu kr. 50,00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöö ársfjóröungslega, 900 kr. fyrlr 26 tölublöð misserislega. — Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjaldd. eru: Nóv., febrúar, mai og ágúst. 34. tbi. VlKlAN 3

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.