Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 46

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 46
um — og hún var berfætt. Hún hallaði sér upp að dyrastafnum og leit niður fyrir sig, og ég sá hve ótrúlega löng augnahárin voru. Hún var Ijómandi fögur kona. Hvernig átti manni að detta þetta í hug, þegar hún hafði alltaf verið klædd þessum poka- kjól, án andlitsfarða og með hár- ið strengt frá andlitinu. — Eg ætla að vera hér um stund, ég er dálítið einmana, þreytt á því að vera ein. Hún var ákaflega liðug, þegar hún smokraði sér inn í herbergi, en alls ekki stöðug á fótunum. Svo settist hún í stól og spennti greipar á hnakkanum. Ég tók eft- ir því að sjáöldrin voru óeðlilega stór og skínandi... — Þér eruð þá ekki trúlofuð Stuart Kimberley ... sagði hún með silkimjúkri rödd. — Það er nú samt fótur fyrir því, sagði ég og fór að bisa við skúffu, til að þurfa ekki að horfa framan í hana. — Hann bað mín og ég bað um umhugsunarfrest. Hún rétti höndina snöggt út og greip um úlnlið minn, og ég varð undrandi yfir hve þessir grönnu fingur voru sterkir. , — Setjist svo ég geti séð fram- an í yður! Ég varð fjúkandi vond og sett- ist á rúmið. « — Hve lengi haldið þér að þér getið haldið þessu áfram, Serena mín góð? spurði hún. — Nákvæmlega svo lengi, sem tengdamóðir yðar þarf á mér að halda. — Alice? Það var ótrúleg fyr- irlitning í þessu eina orði. — Hún er eins og Nicholas, hún hefir ekki þörf fyrir neinn. Þau hafa nóg hvort í öðru! Hlátur hennar var óhugnanlegur. — Það hefur hún alltaf viljað, enda lét hún ekki hjá líða að hafa áhrif á Nicholas, þegar Cheryl dó. Cher- yl var dásamlegt barn — ég ósk- aði mér dóttur. Hún hallaði sér fram í stólnum og starði á mig. — Þér þekkið ekki Nicholas. Hann eyðilagði allt sem ég hafði yndi af. Hann rak í burtu alla, sem ég hafði ánægju af að um- gangast. Hann gerði mig að fanga. Hingað kom aldrei nokkur sál og ekki heldur þegar við bjuggum í London. — Hversvegna viljið þér þá búa hiá honum? spurði ég og var orðin hrædd við hana. — Aha, yður kæmi það líka vel éf ég hyrfi á brott, er það ekki? Þér haldið að hann verði ekki þreyttur á yður? Serena litla, svöl og mild eins og apríl- regn! Jú, jú, hann getur verið ánægður um stund, — hrifinn . .. Nú fann ég sterkan koníaksþef af henni og ég varð frekar reið en hrædd. — Þér eruð drukkin, sagði ég með fyrirlitningu. Ég hélt að hún ætlaði að slá mig, en hún greip í hár mitt, báð- um megin við andlitið og togaði í svo höfuð mitt reigðist aftur á bak og ég fékk tár í augun af sársauka. Ég reyndi að losa tak hennar, en fingurnir voru eins og stálklær. Andlit hennar var svo nálægt að ég fann hvernig kon- íakslyktin blandaðist saman við ilmvatnslyktina. En þann dag í dag þoli ég ekki'að finna þessa lykt... — Já, þér þykist vera hug- rökk! sagði hún hæðnislega. — Nú getið þér kjaftað í Nicholas. „Herra Mede, konan yðar drekk- ur!“ rétt eins og þér sögðuð hon- um að frú Danby vildi ekki gera neitt fyrir yður! Hún er hér til að þjóna mér, engum öðrum! Ser- ena, ég gæti gert yður mein! Hún brosti. Það var eitthvað óhugnanlegt við það, en ég reyndi ekki að finna nokkra skýringu. En eitt vissi ég, hún var vond kona. Og þó, það gat verið að hún væri aðeins óham- ingjusöm kona, sem drakk til að gleyma sorgum sínum. Hún sleppti takinu með ann- arri hendinni og renndi fii^ri niður kinn mína, fingri með mjög langri og beittri nögl. Ég lokaði augunum og hún sagði stríðnis- lega. — Vesalings Serena! Það er engin ástæða til að vera hrædd. Ég er ekki hættuleg, nema mér sé gert eitthvað. Ég gat rifið mig lausa og þaut út úr herberginu. Hlátur hennar fylgdi mér eftir. Jafnvel hlátrin- um gat hún breytt. Nú hló hún glettnislega ... Ég hljóp niður í eldhúsið og fór að hella upp á te. Það gat verið að ég þekkti ekki lífið, hefði aldrei lifað því. Það gat verið að sumt fólk yrði svona undir áhrif- um áfengis. Ég sat lengi og hugs- aði um Savalle og Nicholas ... Ég heyrði ekki að bíllinn rann upp að húsinu. Þótt svo heitt væri í veðri, skalf ég og sat í hnipri. Ég heyrði í þeim rétt áð- ur en frú Mede sagði eitthvað um te og á næsta augnabliki hrópaði hún upp: — Hvað í ósköpunum eruð þér að gera hér, barn? — Ekkert, stamaði ég. Nicholas kom inn i gættina um leið og hún. — Hvað gengur á? spurði hann snöggt. — Eruð þér veik? Ég hristi höfuðið og stóð upp. Þá kom afturkastið. Ég fann tár- in á kinnum mér, áður en mér var ljóst að ég var að gráta. Frú Mede leiddi mig inn í stof- una og lét mig setjast í hæginda- stólinn sinn. Nicholas kom með koníaksglas. Það varð mér of- raun. Þegar ég fann lyktina, ýtti ég því frá mér. — Aha! sagði hann. — Savalle! Segið mér .. . Smátt og smátt lokkaði hann allt upp úr mér. Þótt þetta hafi verið að hlaupa með slúður, þá létti mér stórum. En ég lét hjá líða að segia að Savalle ákærði mig fyrir að vera ástfangin af honum, það gat ekkert vald á jörðinni fengið mig til að segja. Ég vissi ekki hvernig Nicholas tæki þessu. Hann stóð með hend- urnar í buxnavösunum og hrukk- aði ennið. — Þetta er ekki staður fyrir stúlku á yðar aldri! sagði hann stuttaralega. — Ég er ekkert smábarn! fauk út úr mér. — Ég veit allt mögu- legt um drykkju, óhamingjusöm hjónaband og ýmislegt annað! Mér til undrunar ýfði hann upp í hárinu á mér og brosti þreytulega. -— Þér hefðuð aldrei átt að koma hingað! sagði hann. — Ég bað hana um það, sagði Alice biturlega, en rólega. — Og Nicholas sleppir henni aldrei, tengdamamma, sagði Sa- valle, sem hafði komið í dyrnar . . Framhald í næsta blaði. Endalok Jacks London Framhald af bls. 15. og askan send til „Beauty Ranch“. Hálfum mánuði fyrir andlát sitt hafði Jack London stöðvað hest sinn á fögrum hól í landar- eigninni og sagt: „Eliza, hérna ætla ég að biðja þig um að grafa öskuna mína, þegar ég er dauð- ur.“ Eliza setti öskuna í kassa, tók litla gröf uppi á hólnum, í skugga „madrona-“ og manzan- itatrjáa, og þar gróf hún öskuna og setti sementshellu yfir. Ofan á hana lét hún svo setja stóra, rauða steininn, sem Jack Lond- on hafði skírt „steininn, sem múrararnir gátu ekki notað." Það er ekki grafið neitt á þennan stein, sem er yfir ösku Jacks London. En ef þar væri áletrun fyndist mér vel við eiga, að hún hljóðaði svo: „Hér hvílir víkingur“. fslenzkir þjóðdansar.. Framhald af bls. 13. bílnum. Þar tók austuriskur þjóðdansaflokkur þátt í sýn- ingunni, og sýndi meðal annars nokkra af hinum frægu Týróladönsum, sem við Islendingarnir kölluðum „klappdansa“. Keyrt var í gegnum Þýzka- land til Kaupmannahafnar, þar sem menn hvíldu sig eft- ir erilsama ferð, en frá því að komið var til Malmö í Sviþjóð, daginn sem lagt var af stað frá íslandi, fór lióp- urinn um 5000 kilómetra leið — í rútu! Þeir siðustu úr hópnum komu svo heim þann 23. júlí síðastliðinn. Það er oft og mikið talað um landkynningarstarfsemi, en þá gleymist yfirleitt, og jafnvel alltaf, að tala um þá gífurlegu og góðu landkynn- ingu sem Þjóðdansafélag Reykjavíkur hefur staðið fyrir á ferðuin sínum um Evrópu. Auk þess hefur fé- lagið staðið fyrir merkri kvnningarstarfsemi hér heima á íslenzkum dönsum, þjóðlögum og búningum; starfsemi félagsins er vel þess virði að hún sé studd og henni sé veitt sú athygli sem hún á skilið. Eg læt mig ekki... Framhald af bls. 28. segja að hann hafi snöggt um fleiri líf en kötturinn og þar að auki stáltaugar, að hann skuli ekki fyrir löngu vera hættur að nenna þessu og strokinn úr landi með ríkissjóðinn til Sviss eða Rivíerunnar. Fimm þessara til- ræða voru gerð 1958, en það sama ár drap Kassem herfor- ingi frænda Hússeins Feisal, sem var konungur í írak, og var svo til ætlazt af hálfu uppreisnar- gjarnari Araba að Jórdaníukon- ungur færi sömu för. Þá réðust eitt sinn tvær sýrlenzkar þotur af gerðinni Mig 17 á einkaflugvél konungs, tveggja hreyfla og af gerðinni Havilland. En þar eð hann var miklu betri flugmaður en Sýrlendingarnir slapp hann skrámulaus úr þeim leik. 1960 var einn þjónanna i kon- ungshöllinni staðinn að verki er hann var að hella baneitraðri sýru saman við nefdropa, sem hátignin átti að taka við kvefi, sem hrjáði hann í augnablikinu. Fáum vikum síðar tættist for- sætisráðherra landsins í smátt er hann varð fyrir sprengju, sem konungi var reyndar ætluð. Auk þess hafa leyniskyttur hvað eftir annað skotið á konung, en aldrei hitt, þótt oft hafi legið nærri. Dauðinn er sem sagt fyrir löngu orðinn daglegur kunningi konungs. Barn að aldri sá hann með eigin augum afa sinn, Ab- dúlla konung, myrtan í Al-Aksa- moskunni í Jerúsalem, þeirri sem var brennd í fyrra. f hitteð- fyrra urðu bráðdauðir nokkrir kettir, sem höfðu verið að þvæl- ast í garði konungshallarinnar í Amman. Málið var athugað og kom í ljós að þeir höfðu komizt í mat í eldhúsi konungs. Á síð- ustu stundu tókst lífvörðunum að hindra að fæðan væri borin inn fyrir konung, og sjálfsagt hafa kokkarnir fengið eitthvað fyrir ferðina. „Ég kæri mig kollóttan hvern- ig ég dey,“ sagði Hússein kon- ungur nýlega, kotroskinn eins og alltaf. „Meðan ég geri það rétta og vinn fólki minu allt það bezta er ég má. þá er enginn hætta á öðru en Alla verði mér innan- handar.“ dþ. 46 VIKAN 34. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.