Vikan


Vikan - 20.08.1970, Side 45

Vikan - 20.08.1970, Side 45
Loksins. Loksins efttr allt tekkið: Pira- System gefur yður kost i að Iffga uppá híbýli yðar. Ljósar viðartegundir eru sem óðast að komast í tízku. Framúr- skarandi í barnaherbergi. Skrifborð úr Ijósri eik. Uppistöðurnar svartar eða Ijósgráar eftir vali. Smekklegt, nýtt, margir uppröðunarmöguleikar. Hvorki skrúfa né nagli í vegg. Ekkert annað hillukerfi hefur þessa kosti. Því ekki að velja ódýrustu lausnina, þegar hún er um leið sú fallegasta. Lífgið uppá skammdegisdrungann með Ijósum viði. Skiptið stofunni með Pira- vegg. Frístandandi. Eða upp við vegg. Bezta lausnin i skrifstofuna. Höfum skápa, sem falla inní. Bæði i dökku og Ijósu. Komið og skoðið úrvalið og möguleikana hjá okkur. Pira faast ekki annarsstaðar. RIRA Frábær lausn í húsbóndaherbergið EINKAUMBOÐ FYRIR PIRA-SYSTEM A ISLANDI / HUS OflSKIP Armúla 5 - Sími 84415—84416 En það greip mig einhver ó- skiljanlegur hrollur og ég losaði mig úr faðmi hans. Stuart hló og sagði: — Þú hef- ir samt trúað Savalle fyrir því að við værum trúlofuð! — Vegna þess að hún sakaði mig um að vera ástfangin af eig- inmanni sínum! sagði ég, án þess að hugsa mig um. — Aha, svo ég er bara þægileg afsökun, er það ekki? — Nei, Stuart, nei, nei! Þú manzt að ég bað þig um frest, og ég þarf þess ennþá. Eftir tvo til þrjá mánuði kem ég heim aftur, og þá verður High Trees minn- ingin ein. — Og á meðan ætlarðu að hafa það notalegt með Nicholas Mede! sagði hann snöggt. — Það er hlægilegt að segja annað eins! svaraði ég. — Ég er ekki hrifin af þeim manni. Hann fer skammarlega með konu sína, lætur hana afskiptalausa, eins og hún sé ekki til. En hún hefir fengið þá flugu í höfuðið að ég sé ástfangin af honum, guð má vita hversvegna! — Hún sagði mér það, sagði Stuart. — Hún settist hjá mér fyrir utan klúbbinn og tók mig tali, eins og hún væri í þörf fyrir að tala við einhvern. Hún hefir miklar áhyggjur af þér. Þú eN ung, sagði hún, og auðveld bráð fyrir Nicholas. Hún sagði Hka að það væri tilgangslaust fyrir sig að vara þig við, þú myndir ekki trúa henni. Hún sagði mér líka að þú hefðir setið heilt kvöld á veröndinni með honum, og þið hefðuð hlegið og verið kát. Annað skipti sagðist hún hafa séð þig á náttfötunum á veröndinni. Ég spurði sjálfa mig hvað ég ætti nú að gera. Átti ég að reyna að gefa honum skýringu á þess- um samfundum okkar; það yrði einungis hlægilegt. Ég sagði því einfaldlega: — Savalle hefir haft nóg að segja. Ég hafði hallað mér upp að honum, en allt í einu fann ég að hann dró sig í hié, færði sig und- an. Ég var í svo mikilli þörf fyrir félagsskap og skilning. — Þér er ekkert vel til Savalle, sagði hann. — Það er mesti misskilningur. Mér likar vel við hana, en það er eins og hún sé með flís í auganu. Sagðirðu henni að við værum ekki trúlofuð? — Já. viðurkenndi hann. Þá vissi Savalle að ég hafði ekki sagt satt. Leit hún á það sem skálkaskiól. sem ég notaði til breiða yfir að ég væri ástfang- in af Nicholas? Ég átti ekki ann- arra kosta völ en að fara frá High Trees, en ég varð hissa, begar ég fann að mig langaði ekki til þess. — En ég sagði henni ekki hver þú ert í raun og veru, bætti hann við. — Hættu nú við þetta. Serena. Hann starði niður í vatnið. — Það er eitthvað einkennilegt við Sa- valle, bætti hann svo hugsandi við. — Hún dylur eitthvað undir þessu yfirborði. Hann stóð snögglega á fætur. — Komdu, við skulum fara inn, það er farið að kólna. Við gengum gegnum garðinn, hlið við hlið, án þess að segja nokkurt orð, og ég vissi að Stuart var að hugsa um Saville. Ég átti frí síðdegis á sunnudag og Tessa stakk upp á því að ég kæmi með henni og Lucindu til eftirlætisstaðar þeirra. Það vildi ég gjarnan. Nicholas ætlaði í bíl- túr með móður sinni, en enginn vissi hvert Savalle hafði farið, eða sýndi því nokkurn áhuga. Ég fór með Tessu og Lucindu nokkra kílómetra frá bátahöfn- inni og þar höfðum við svolítið strandsvæði alveg út af fyrir okkur. Rétt fyrir ofan ströndina voru nokkur hús, frekar illa farin og við trébryggju voru bundnir nokkrir bátar. Það voru bæði róðrarbátar og vélbátar. Maður var að fást eitthvað við bátana, ég kannaðist ekkert við hann, en ég sá að hann gaf okkur auga. Hann var dökkur á brún og brá, eins og Liam og Nicholas, en ekkert likur þeim að öðru leyti. Þessi maður var þrekin og frekiulegur á svipinn. Þykkt og strítt hárið var ógreitt og hann hafði greinilega ekki rakað sig nýlega. Það var eitthvað gróft við hann, en eitthvað samt, sem margar konur kynnu að meta. Ég fór að íhuga hvort hann ætti þessa báta og spurði Tessu að því. Hún kinkaði kolli. — Þetta er Joel Weir. Hann er skrítin skrúfa, býr einn í einum kofanum þarna upp frá. Hann er frændi frú Danby. — Mér lízt illa á hann, sagði Lucinda. Hann talar oft við kon- una, sem hringdi dyrabjöllunni hjá okkur í gærkvöldi. Tessa hrukkaði ennið. — Eina manneskjan sem kom eftir heim- sóknartíma, var unga frú Mede. — Savalle? sagði ég undrandi. — Já, hún ætlaði að fá lyf- seðil hiá Roake lækni. Segðu mér, Lucinda, hvenær sástu hana með Joel? — f gær, þegar ég var að gefa svönunum. Frú Mede var líka að gefa þeim og hann talaði lengi við hana. Við áttum friðsælan eftirmið- dag. Tessa talaði um Liam Mede. Hún lét sandinn renna gegnum greiparnar — og sagði að Liam hefði sagt sér atburðinn með leir- krúsina. — Hann gerir aðra handa þér, er það ekki? Hvernig líkar þér við hann? — Prýðilega! Hún var undarlega iðin við sandinn og ég hugsaði með mér, hvort hún væri hrifin af Liam. Það var dauðaþögn í húsinu, þegar ég kom heim, svo frú Mede og Nicholas voru líklega ekki komin heim. Ég opnaði fyrir út- varpið, meðan ég hafði fataskipti. Mamma yrði þó ánægð yfir einu, ég var neydd til að klæða mig þokkalega á High Trees, ég gekk ekki lengur í gallabuxum allan daginn. Savalle hlýtur að hafa læðst niður stigann. Ég heyrði ekki í henni, heyrði heldur ekki þegar hún opnaði dyrnar á herberginu mínu. Ég varð ekki vör við hana, fyrr en það small í lásnum. — Sælar verið þér, Serena góð! Rödd hennar var eitthvað grautaxleg og óskýr. — Nick hringdi og sagði að þau myndu ekki koma heim í kvöldmat, því að veðrið væri svo gott. Þeim láðist að bjóða mér með sér i bíltúrinn! Hún var í einhverju gegnsæju fati, náttkjól eða slopp. Það fór vel við sólbrúna limi hennar og síða hárið. Hún hafði málað sig um augun og ég held að ég hafi aldrei séð svo falleg augu, stór og geislandi. Varaliturinn náði út yfir varirnar. Hún var með hringi á fingrunum og arm- bandið, með viðhengishlutun- 34. tbl. VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.