Vikan


Vikan - 20.08.1970, Qupperneq 9

Vikan - 20.08.1970, Qupperneq 9
4 ítölsku mcistararnir Cagliari. Aftari röð frá vinstri: Nene, Albertosi, Gui- seppe Xomasini, Cesare Poli, Angelo Uomenghini, Luigi Riva. Fremri röð frá vinstri: Cera, Sergio Gori, Eraldo Mancin, Mario Brugnera, Mario Mar- tiradonna. Wembley leikvanginum í London árið 1972 og skera úr um hvert þeirra hljóti bikarinn. Það hefur vakið nokkra undrun hér heima að ísland skyldi ekki til- kynna þátttöku að þessu sinni, en íslenzka landsliðið stóð sig með mestu prýði í þessari keppni árið 1962 þegar það mætti írum og fóru leikar þannig að írar unnu fyrri leikinn 4-2 ytra, en sá síðari endaði með jafntefli 1-1 hér heima. Vakti þessi góða frammistaða ísl. liðsins því meiri athygli fyrir það að megin uppistaðan í liði íra voru frægar stjörnur úr enskum liðum, m.a. frá Arsenal og Manchester Unifed. Að KSÍ skyldi ekki saekja um þátt- töku nú hefur ráðið miklu að for- keppni Olympíulei'kanna hefst á næsta ári og hefur verið ákveðið að Island verði með í henni að bessu sinni. Þetta er mun vænlegri keppni til afreka fyrir ísl. 'knáftspyrnumenn, því ekki er hægt að leggja það að jöfnu að etja kappi við áhugamenn og hátt launaða atvinnumenn. Þegar litið er yfir lista þeirra liða, sem nú taka þátt í Evrópubikar- keppni meistaraliða, saknar maður margra liða sem sett hafa hvað mest- an svip á þessa keppni frá upphafi, m.a. Real Madrid, Benefica, Man- chester United og Mílanóliðanna AC Milan og Inter Milan. I fyrsta sinn frá þvi að keppnin hófst árið 1955 er Real Madrid ekki meðal þátttö'kuliðanna. Liðinu tókst aðeins að ná sjötta sæti í l.-deildinni á Spáni, en hana hefur Real Madrid unnið í átta s'kipti á síðustu tíu ár- um. Hinsvegar sigraði félagið í bik- arkeppninni og tékur því þátt í Ev- rópubikarkeppnl bíkarmeistara. Síðastliðið keppnistfmabil var eitthvað það erfiðasta sem Benefica -qp- Þessi mynd er af núverandi Evrópumeisturum meistaraliða, hol- lenzka liðinu Feyenoord. Liðiö á að lcika gegn argentíska liðinu Estudi- antcs um heimsmeistaratitál félags- liða í Argentínu 28. ágúst og 9. sept- ember í Hollandi. hefur nokkru sinni lent í. Euse- bio, maðurinn sem svo mikið hafði verið byggt upp á undanfarin ár átti við brá lát meiðsli að stríða. Augusto, Coluna og Torres voru teknir að eldast nokkuð og höfðu ekki t:l að bera sama hraða og áður og við þetta bættist svo að ungu leikmennirnir, sem settir voru í liðið, virtust ekki falla vel í það. Það kom því fljótt að því að liðið fór að tapa st'gum og skipaði ekki efsta sætið í deildinni eins og það var vant. Áhangendur liðsins undu þessu illa og fór mjög að ókyrrast í röðum þeirra. Upp úr sauð svo í heimaleik gegn Belenenses. Áhorfendur þustu inn á völlinn og áttu leikmenn beggja liða fótum fjör að launa. Litlu munaði að dómari leiksins yrði illa úti í þessum látum og slapp hann við illan leik með hjálp eins af leik- mönnum Benefica. Vegna þessa atviks var Benefica dæmd þyngsta refsing sem portú- galska knattspyrnusambandið hefur nokkru sinni dæmt nokkurt lið. Hljóðaði dómurinn þannig að félag- ið yrði að leika átta næstu heima- leiki sína á útivelli og var auk þess dæmt í háa fjársekt. Þá var Torres, hinn hái miðframherji liðsins, dæmd- ur í átta leikja bann. Þetta varð til þess að hinn dáði framkvæmdastjóri félagsins Otto Gloria sagði starfi sínu lausu og urðu miklar bollaleggingar um hver yrði eftirmaður hans. Komu m.a. til greina ekki færri en sjö spánskir fram- kvæmdastjórar með Di Stefano í broddi fylkingar. Þá voru og nefndir nokkrir enskir. Mestan áhuga hafði Benefica fyrir að fá Sir Alf Ramsey í starfið og var hringt til hans og honum boðið það. Það vakti sérstaka athygli hversu stutt símtal þetta var, því Sir Alf svaraði aðeins: ,,Nei" og var þannig lokið þessu 40 sekúndna símtali. Hinsvegar réði Benefica annan enskan mann í starfið að nafni Jimmy Hagan, en hann hafði getið sér gott orð hjá West Brom- wich Albion fyrir nokkrum árum. Framhald á bls. 48. HRÆ-ÐIST EKKI EVERTON Friðrik Ragnarsson, vinstri útherji í liffi Keflvíkinga hefur vakið mikla athygli í l.-deildar keppninni í sum- ar. Hefur Friðrik leikið marga af- bragðs leiki og verið duglegastur allra leikmanna deildarinnar að gera mörk, eða sex í sjö leikjum, er þetta er skrifað. Friðrik hitti ég sem snöggvast að máli er hann var á æfingu fyrir skömmu, en hann hafði mætt nokkru fyrr en aðrir og var að æfa skot á mark, eina af sínum veikustu hlið- um eftir því sem hann sjálfur segir, þó markverðir fyrstudeildarfélag- anna séu honum kannski ekki fylli- lega sammála í því efni. — Hvaða mark mér hefur þótt skemmtilegast að gera? Ja, það er erfitt að gera upp á milli, því flest beirra hafa verið nokkuð svipuð. Fað \-æri þá helzt annað markið sem ég gerði á móti Víking. Annars finnst mér mikilvægast að gera mark sem færir okkur stig, það er mark sem verulegt gildi hefur. — Nú hefur þér tekizt að gera mörk hjá öllum 1 ,-deildarfélögun- um nema tveim á þessu keppnis- tímabili, þ.e. Vestmannaeying- um og KR.-ingum. Finnst þér þessi lið hafa sterkustu varnirnar í 1.- deild? — Nei, þessi lið eiga að vísu góða einstaklinga, en bezta vörnin fyrir utan okkar eigin, er Framvörn- in. i henni er vart að finna veikan hlekk. En af einstökum varnarmönn- um í l.-deild finnst mér erfiðast að leika á móti Jóhannesi Atlasyni úr Fram og Olafi Sigurvinssyni frá Vest- mannaeyjum. Þeir eru báðir mjög sterkir bakverðir og er mikið vit í því sem þeir gera. — Fyrir tveim árum þurfti Kefla- víkurliðið að leika aukaleik um til- verurétt sinn í l.-deild, sem liðið vann og ári síðar vinnur það deild- arkeppnina. Hvað kom til að svona skjót breyting varð á liðinu? — Að mínu áliti var helzta breyt- ingin sú að liðið var yngt upp á skynsamlegan hátt. Ungir ogefnileg- ir strákar fengu að reyna sig, en bess var vel gætt að yngja ekki lið- ið um of. Það hefur nefnilega mikið að segja þegar maður er að byrja að leika í meistaraflkki að hafa með sér í liðinu menn með mikla leikreynslu. T.d. álít ég að ég eigi engum iafn mikið að þakka og Sig- urði Albertssyni. Hann var ætíð reiðubú nn að leiðbeina mér úr hverjum vanda og var sífellt að hvetja mig áfram. — Nú styttist óðum í hina marg- umtöluðu leiki við Everton. Hvernig líst þér á að fara að kljást við vörn þeirra, sem skipuð er ekki færri en fjórum enskum landsliðsmönnum? — Því er ekki að leyna að mig er farið að hlakka til þessara leikia, en hinsvegar setur ekki að mér neinn ótta við að mæta þessum frægu köppum. Ég álit að við vitum hvað við séum að fara út í, þar sem flestir okkar hafa verið hjá atvinnu- mannaliðum um tíma, ýmist í Þýzka- landi eða Englandi. Þá stöndum við einnig ágætlega að vígi í sambandi við það að við höfum ágæt flóðljós hér í Keflavík og ætti það því ekki að valda okkur teljandi erfiðleikum að leika við þær aðstæður þegar við mætum Everton á Goodison Park. Því miður gat spjall okkar Friðriks ekki verið lengra í þetta skipti þar sem æfingin var nú að komast í full- an ganq undir öruggri stjórn Hólm- berts Friðjónssonar, þjálfara þeirra Keflvíkinga. En um leið og við kvöddum Friðrik „þrykkti" hann einum í netið eins og sagt er í dag oq hver veit nema hann eigi eftir að gera það sama hjá Gordon West, markverði Everton, þegar þeir mæt- ast. ☆ 34. tbi. VIKAN í)

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.