Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 19

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 19
hveiti, olía 1 fíntsaxaður laukur 2 dl hvítvín 6 stórir tómatar (afhýddir í sjóðandi vatni) 2 lárviðarlauf 1 fíntsaxaður hvítlauksbátur rifið hýði af V2 sítrónu steinselja Kjötbitunum velt úr hveiti/salti/ pipar blöndu og brúnað í olíu. Kjötið sett í pott og laukurinn brún- aður og settur yfir ásamt tómötun- um og kryddinu. Vín og vatn sett á og látið sjóða í ca. 1V2 klst. Krydd- ið betur ef vill og klippið steinselju yfir. Berið hrísgrjón með. Ef sósan er of bunn að yðar smekk má jafna hana örlítið. ftalskur kálfakjötsréttur 6 sneiðar úr kálfalæri (ca. 3—5 þykkir bitar) salt, pipar Svínakótelettur í potti 4 svínakótelettur 4—6 tómatar 2 laukar 2 súputeningar salt, pipar Kóteletturnar brúnaðar og þær settar á botninn í pctti, sem réttur- inn verður síðan borinn fram í. Laukur og tómatar skornir í sneiðar og raðað yfir. Súputeningarnir leyst- ir upp í vatni og sett á kóteletturnar og soðið við vægan hita í ca. 1 klst. Hrísgrjón eða kartöflur bornar með. Kjöt með dillsósu 1 kg framhryggur (kinda) 2 gulrætur 1 púrra 8—10 hvít piparkorn vatn 2 tsk. salt/vatn sósa: 2 msk smjörlíki 2—3 msk. hveiti 6 dl kjötsoð safi úr V2—I sítrónu 1 eggjarauða dill eftir smekk Kjötið hreinsað og sett í pott og það mikið vatn að það rétt hylji bitana. Látið suðuna koma upp og veiðið þá froðuna af og saltið. Pip- arkornin sett í, gulræturnar og púrr- an og allt látið sjóða þar til kjötið er meyrt. Smjörlíkið brætt og hveit- ið hrært útí og þynnt með soðinu. Sósan á að vera þunn. Bragðbætið með sítrónu og kryddið (sykur ef vill) og sé sósan þá súrsæt. Eggja- rauðan hrærð með örlitlu af köldu vatni og sett útí sósuna, sem má ekki sjóða eftir að eggjarauðan er komin útí. 34. tbi. vikiAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.