Vikan


Vikan - 20.08.1970, Qupperneq 15

Vikan - 20.08.1970, Qupperneq 15
varð honum í fyrsta skipti ljóst, að menn vinna sér ekki alltaf frægð á því, sem þeir vildu lifa og deyja fyrir. Ungri stúlku, sem skrifaði Jack og bað hann um uppörfun, svaraði hann á þessa leið: „Ég er orðinn fullorðinn maður og það er sannfæring mín, að lifið sé þess vert, að því sé lifað. Ég hef lifað hamingjusömu lífi, ég hef verið hamingjusamari en mörg hundruð milljónir annarra manna á minni tíð, og þótt ég hafi þjáðst mikið hef ég líka notið lífsins ríkulega og öðlast það, sem ekki hefur fallið hvers- dagsmanninum í skaut. Já, lifið hefur sannarlega verið mikils vert. Vinir mínir sanna það með því að segja, að ég sé farinn að gildna. Og það er í sjálfu sér augljóst merki um andlegan sig- ur.“ En honum fannst heiminum vera farið aftur. „Heimur ævin- týranna er að hverfa. Jafnvel hinar blóðrauðu hafnir í höfn- unum sjö eru orðnar hversdags- legar. Undir lokin átti þessi hrörn- andi maður eftir að sýna risa- átök. Hann samdi „Eins og Ar- go fyrr á tímum“, sem er ein bezta Alaskasaga hans, og „Prin- sessuna", eina af ágætustu um- renningasögunum, þar sem hann endurlífgar minninguna um æv- intýri æsku sinnar og fyrstu sigra. Hann gaf Forna skipanir um að byggja nýja steinhlöðu. Hann ætlaði að senda úrvals J.L.- mjólk, -smjör og -ost til San Francisco. Hann fór með Elizu til Sacramento, til þess að taka þátt í markaðinum mikla. Hann pantaði bækur frá New York um kynþáttafræði og hjónabands- hamingju, „Snillinginn“ eftir Dreiser og „Kongo“ eftir Stan- ley, og margar bækur um grasa- fræði, þróunarkenninguna, kali- forniskar jurtir, apa og hol- lenzku nýlenduna í New York. Hann ákvað að ferðast til Austurlanda og pantaði farseðla, en afþakkaði þá svo aftur. Hann ákvað að fara einn til New York, en málið út af vatnsréttindunum neyddi hann til að vera kyrran í Glen Ellen. Síðasta daginn, sem málið var fyrir réttinum, varð hann að bera vitni í fjórar klukkustundir. Forni skýrði frá því, að þegar þeir hafi yfirgefið réttarsalinn hafi Jack verið veik- ur af þvageitrun og liðið mjög illa. Nokkrum dögum síðar bauð hann til borðhalds öllum nábú- unum. sem höfðu skrifað undir áskorunina um að höfðað yrði mál gegn honum. Þá var allt annað hlióð í strokknum, og því haldið fram, að aldrei hefði ver- ið ætlunin að banna honum vatnsafnotin. Þriðjudaginn 21. nóvember ákvað hann loks að fara til New York daginn eftir. Hann sat hinn rólegasti hjá Elizu þangað til klukkan níu um kvöldið og ræddi við hana ýmis áhugamál, m. a. um skepnur, sem hann ætlaði að festa kaup á í ferð- inni. Hann sagði, að hver vinnu- mannsfjölskylda ætti að fá svo- lítinn landskika og byggja skyldi hús handa þeim. Svo átti hún að velja byggingarlóð fyrir skóla handa þessu litla þjóðfélagi þeirra og útvega kennara að honum. Hún átti líka að sjá út lóð fyrir mikla geymslubygg ingu. Það var eitt af hans höfuð- markmiðum, að ræktunin á bú- garðinum yrði svo fjölbreytt, að ekkert þyrfti að kaupa nema mjöl og sykur. Eliza lofaði þessu öllu saman og sagði: „Svo sækjum við um til stjórnarinnar að hafa hér pósthús og ég set upp flaggstöng og þá höfum við okkar eigin bæ hérna og skýrum hann „Frels- ið“. Jack lagði handlegginn um öxl henni, þrýsti henni að sér og sagði alvarlega: „Jæja, gamla mín, nú yfirgef ég þig.“ Svo fór hann í gegnum vinnustofuna og inn í svefnherbergið. Og Eliza fór að hátta. Klukkan sjö morguninn eftir kom Sekins, japanski þjónninn, sem tekið hafði við starfi Na- kata, hlaupandi inn í herbergi Elizu dauðhræddur og sagði: „Frú Shepard, flýtið yður! Hús- bóndinn er svo undarlegur. Það er alveg eins og hann sé drukk- inn.“ Eliza sá strax, að Jack var meðvitundarlaus og hringdi í skyndi til Sanoma eftir lækni. Þegar Allan Thomson kom lá Jack í dái. Á gólfinu voru tvær tómar meðalaflöskur, sem báru áletrunina: ..Morfinsulphat og Atropinsulphat". Á náttborðinu fann hann skrifbók með útreikn- ingum um, hve skammturinn þyrfti að vera stór til þess að vera banvænn. Læknirinn símaði til lyfsalans í Sonoma og bað hann um að út- búa móteitur gegn morfíneitrun og sendi aðstoðarlækni sínum, Hayes, boð um að koma með það. Þessir tveir læknar gerðu nú allt, sem hægt var til að reyna að lífga Jack við. Aðeins einu sinni gaf hann frá sér lífs- mark. Hann opnaði augun og muldraði eitthvað, sem þeim skildist helzt vera „halló“. Svo varp hann öndinni og var alveg meðvitundarlaus. Thomson læknir segir frá því, að veslings Eliza hafi stundað hann, „en frú Charmian London hafi sagt við sig um daginn, áð- ur en Jack andaðist, að það væri mjög áríðandi, að ekki yrði ann- ars getið en hann hefði látizt af þvageitrun. Ég sýndi henni fram á að slíkt myndi erfitt vegna símtalanna um morguninn og sérhver tilkynning frá lyfsalan- um, sem setti saman móteitrið mundi benda í þá átt, að um morfineitrun væri að ræða.“ Jack London dó klukkan rúm- lega sjö þetta kvöld. Daginn eft- ir var farið með líkið til Oak- land og þar voru Flóra, Bessie og dætur hans viðstaddar guðs- þjónustuna. í Evrópu var skrif- að meira um hann heldur en Franz Joseph keisara Austurrík- is, sem dó daginn áður. Um kvöldið var líkið brennt Framhald á bls. 46 Þessi mynd er tekln r.f Jack London nokkrum dögum áður en hann dó, 22. nóvember 1916. H~.nn hafði alltaf haldið því fram, að hann vildi lifa stuttu en hamingjusömu ií i, og r.5 hann vildi vera leiftrandi stiarna á himni samtíðar sinnar. 34. tw. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.