Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 48

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 48
Hvað fá þeir beztu í laun? Framhald af bls. 8. I Breflandi er áaetlað að sex leik- menn hafi yfir 20.000 pund á ári (4.220.000). En í flestum öðrum löndum hafa leikmennirnir meiri laun óbeint fremur en beint af knattspyrnu. Margir stjörnuleikmenn fá háar peningaupphæðir fyrir að koma fram í sjónvarpsþáttum og auglýs- ingum. Þá reka margir þeirra arð- vænleg fyrirtæki. Þénusta þeirra knattspyrnumanna í Bretlandi, sem eingöngu byggja afkomu sína á knattspyrnunni, er sögð mun minni en hinna. Hinn brasilíski Pele getur státað sig af að vera hæstlaunaði knatt- spyrnumaður heims. Hann er sagður fá greidd rúmlega 60.000 pund á ári (12.660.000 kr.) fyrir þátttöku í knattspyrnu einni saman, eftir því sem áreiðanlegar heimildir í Rio de Janeiro herma. Pele, sem nú er 29 ára gamall, „skilur trúlega ekki sjálfur hversu mikils virði hann er", er haft eftir góðum vini hans. Segja má að hann sé í eigin persónu sjálfstætt fyrir- tæki. Hann fær greiðslur fyrir að koma fram í sjónvarpsþáttum, aug- lýsingum og þá hefur hann getið sér gott orð sem tónskáld. Hann á það einnig til að spila á gítar og hefur hann hrifið marga með gítar- leik sínum, engu síður en er hann leikur listir sínar á knattspyrnuvell- inum. Ekki langt að baki Pele í laun- um koma þeir Tostao, Gerson og Rivelino, allir frá Brasilíu. Sagt er að Pele, Tostao og Gerson gætu nú þegar lagt skóna á hilluna og þyrftu aldrei að vinna framar á æv1- inni, en gætu samt lifað konunglegu lífi, það sem eftir er. Jairzinho, fimmti bezt borgaði knattspyrnumaður Brasilíu, er sagð- ur fá greidd um 10.000 pund á ári. Forsvarsmenn íþróttafélaganna eru sagðir tregir að birta nákvæmar töl- ur um greiðslur einstakra leikmanna. Á Italíu er talið að 10 leikmenn hafi milli 26.000 og 33.000 pund á ári (5.486.000-6.963.000 kr.). Þetta eru þeir Helmut Haller, Roberto Vi- eri og Pietro Anastasi (Juventus), Gianni Rivere (AC Milan), Giacinto Facchetti, Luis Suarez og Sandro Mazzola (Inter Milan), Jose Altafini og Antonio Juliano (Napoli) og Luigi Riva (Cagliari). í Bretlandi er talið að George Best og Bobby Moore þéni um 25.000 pund á ári hvor (5.275.000 kr.). Best rekur eigin verzlanir og er auk þess tízkumódel. Moore hefur hins- vegar tekjur af auglýsingum og ýmsu öðru. Svipaða sögu er að segja af þeim Bobby Charlton og Geoff Hurst. Jimmy Greaves er sagður hafa yfir 20.000 pund á ári, en hann rek- ur m.a. sportvörufyrirtæki. Af öðrum atvinnumönnum er svipaða sögu að segja. í Portúgal fær t.d. Eusebio um 20.000 pund á ári, Robert Perfumofrá Argentínu um 1 7.000 og í Colombíu fær Amadeo Carrizo um 10.000 pund á ári. Franskir knattspyrnumenn eru frekar tregir að segja hversu há laun þeirra eru, en álitið er að leikmenn St. Etienne sem unnu frönsku I. deildina s.l. keppnistímabil fái milli 750 og 900 pund á mánuði. Vestur-þýzkar knattspyrnustjörnur eins og t.d. hægri útherjinn í lands- liði þeirra, Reinhard Libuda o.fl., eru sagðir hafa milli 340 og 450 pund á mánuði. Við þessa upphæð bætast svo 28 pund fyrir hvern leik og ef vel gengur fá þeir kaupuppbót einu sinni á ári sem getur verið 1130 til 2800 pund (238.430-590.800 kr.). ☆ Real Madrid ... Framhald af bls. 9. Jimmy Hagan tók ekki strax við, eftir að Otto Gloria fór, heldur var Jose Augusto ráðinn fyrst til bráðabirgða. Honum tókst á mjög stuttum tíma að koma á ýmsum já- kvæðum breytingum og fór hagur liðsins fljótt mjög batnandi, þóttekki tækist þeim að ná Sporting Lisbon sem vann l-deildina, en Benefica lenti í öðru sæti og vann auk þess bikarkeppnina. Erfitt er að spá nokkru um það hvaða lið kemur til með að sigra í meistaraliðakeppninni nú, en að flestra áliti verða hollensku liðin Feyjenoord og Ajax sterk nú eins og undanfarin tvö ár, en þetta er í fyrsta sinn sem Hollendingar hafa tveim liðum á að skipa í þessari keppni. Þá koma og sterklega til greina Atletico Madrid, sem vann bikarmeistarakeppnina 1962, Glas- gow Celtic, sem vann meistaraliða- keppnina 1967, Everton, sem nú tekur þátt í þessari keppni öðru sinni og ítölsku meistararnir Cagliari, með fjóra silfurmenn frá Mexico í liðinu, Albertosi í markinu, mið- vörðinn og fyrirliðann Cera og fram- línumennina Domenghini og „gull- drenginn" Riva, sem var markahæsti maður ítölsku l-deildarinnar á s.l. keppnistímabili (gerði 21 mark, fjórum fleiri en næsti maður), auk þess sem hann var kiörinn knatt- spyrnumaður ársins á Ítalíu. Trúlega verður fylgst með Evrópu- bikarkeponi bikarmeistara af meiri eftirvæntingu nú en löngum fyrr. Ræður þar mestu um, að nú taka þátt í henni mun frægari lið en oft- ast áður. Eins og fvrr var sagt verða Real Madrid oa Benefica meðal þátttöku- liðanna. En auk þeirra má nefna m.a. lið eins og Manchester Citv, núver- andi meistara og Chelsea frá Eng- landi, Roloona frá ítalfu, PS Eind- hoven frá Hollandi, Aberdeen frá Skotlandi og Cardiff frá Wales. ☆ Þríburar Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða eftirfarandi draum fyrir mig: Ég var stödd úti á hlaði og ætlaði að fara að fæða barn. Allt í kring var fullt af fólki sem fylgdist með, en móðir mín ætlaði að taka á móti barninu, en það reyndust þá vera þríbur- ar sem ég fæddi. Mér fannst þeir geysilega fallegir, og hélt ég á þeim í fanginu, en það voru allt drengir. Svo fór ég að hugsa um nafn á drengina og ákvað að sá fyrsti skyldi heita Snorri, en það er ekki í höfuðið á neinum sem ég þekki. Þetta fannst mér gerast á fimmtugsafmæli mömmu, en hún verður fimmtug eftir þrjú ár. Sjálf er ég tólf ára. Jóna. Þó sú tilhugsun að vera að ala þríbura úti á hlaði sé allt annað en þægileg, þá boðar þessi draumur þér ekkert annað en hamingju og gleði, en þó viljum við taka þér vara fyrir að ætla að lifa drauminn upp — fyrr en eftir svona 8—10 ár. Mig dreymdi að ég væri með stórt egg í maganum. Þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Sveitakona. Einhvers konar frjóvgun eða fjölgun er það. Blóðhlaupnir fingur Kæri draumráðandi! Mig dreymdi að ég væri trú- lofuð manninum sem ég er gift núna, og fannst mér hann hafa verið í burtu. Þegar hann kom heim varð ég hrædd við hann og tók til fótanna — heim til móður minnar. Þegar ég kom þar inn og var farin að tala við hana kom hann þar líka og fór að tala við okkur, en ég man ekki um hvað. Þá var mér litið á höndina á mér og var þá fingurinn, þar sem ég ber giftingarhringinn, allur blóðhlaupinn. Því næst leit ég á höndina á honum og var baugfingur hans alveg eins. Var ég að furða mig á þessu þegar ég vakna. Mig langar til að fá ráðningu á þessum draumi, því hann leggst ekki vel í mig. Inga. Draumur þessi er ábending til ykkar beggja um að fara var- lega, því ekki megi mikið út af bera svo alvarlegir hnökrar koma á hjónabandið. Það verð- ur þá ykkur báðum að kenna, og þó ekki, því áður en illt hlýzt af munuð þið bæði fara að hugsa ykkur um hvers vegna, og þá sjáið þið að rimman hefur í raun og veru staðið út af engu. Einbaugur með snúru Kæri þáttur! Viltu gjöra svo vel að ráða draum sem mig dreymdi fyrir stuttu síðan, en hann er svona: Maður, sem við getum kallað X, gaf mér hring, einbaug með snúrum báðum megin. Með kæru þakklæti fyrir ráðn- inguna og allt annað. Vertu sæll. Ein fimmtug. Til að geta ráðið drauminn til fullnustu þyrftum við gjarnan að vita eitthvað meira um þig, en að hljóta hring að gjöf boðar yfirleitt nýjan vin og trygga vin- áttu. Því viljum við ráða draum þinn þannig að vinátta þín og X eigi eftir að verða töluvert meiri og innilegri en hún er nú. Með egg í maganum Kæri draumráðandi! Ég er á fimmtugsaldri og mig dreymir yfirleitt mikið. En nú nýlega dreymdi mig draum sem mig langar að fá ráðningu á. Svar til „Búbbúlínu“ á Akureyri Draumurinn táknar ekki nokk- urn skapaðan hlut, nema ef til vill að þú ert „skotin“ í aðal- hetjunni. Við höfum komið kveðjunni áleiðis, og þá sérstak- lega til hans „vins þíns“ eins og þú kallar það. Glerbrot Kæri draumráðandi! Eina nóttina, ekki alls fyrir löngu, dreymdi mig að ég sæi glerbrot undir rúminu mínu og umhverfis það. Ég varð mjög undrandi og beygði mig niður til að athuga þetta nánar. Ég man þetta greinilega, og þetta var svo skýrt í huga mér, að ég bjóst hálfvegis við að skera mig í fæturna þegar ég steig fram úr rúminu. G.S. Draumur þessi er aðvörun til þín um að fara varlega, því einhver hætta steðjar að. 48 VIKAN u- tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.