Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 40

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 40
þegar annirnar eru mestar er gott aö hafa Malta viö hendina Það er fátt eins hressandi og góður svaladrykkur og Malta súkkulaðikex. Annars mælir Malta með sér sjálft. Bragðið er svo miklu betra. H.F. SÚKKULAÐIVERKSMIÐJAN SÍRÍUS un. Við verðum að liafa okk- ur á brott. En það var gam- an að hitta yður! Ég veifaði til þeirra þegar þeir tóku sig á loft í stóru þyrlunum sínum. Þetta var stytzta heimsókn sem ég hafði fengið til þessa. Hún 40 VIKAN tbi. stóð yfir í hálftíma aðeins! Fjórtán mánuðir liðu áður en ég fékk heimsókn næst. Ég var rétt búinn með morg- unsnyrtinguna þegar ég heyrði skip flauta. Það var að lieyra að þar væri „Tiare Taporo“, hátur Andys, bezta vinar míns. Ég þaut til strandar, og það stóð heima, það var Andy! Áhöfnin sótti mig i land, og ég sá Andy á afturþilfar- inu. — Tom, sagði hann. — Guði sé lof að þú ert lifandi. — Hvers vegna skyldi ég ekki vera það? spurði ég undrandi. — Hefurðu þá ekki frétt það? spurði hann hægt. — Það var fullyrt að þú værir dáinn. Yfir rommglasi frétti ég af orðrómnum sem borizt hafði til Rarotonga. Japansk- ur fiskibátur átti að hafa fundið mig dauðan. — Ég kom hingað til að veita þér kristilega greftrun, sagði Andy dapurlega. Við röbbuðum í tvo klukkutíma um það, sem skeð hafði í heiminum upp á síðkastið og um fólkið á Raro. En svo varð Andy að halda áfram. Kveðjurommskálina drakk ég meðan „Tiare Taporo“ var að hverfa við sjóndeild- arhring. Þetta var í eina skiptið sem ég drakk um miðjan dag, og líka í eina skiptið sem ég fann hjá mér þörf fyrir það. Ég vissi vel hve óútreikn- anlegt Kyrrahafið er. Ég fór aldrei út í bátnum ef loft- vogin sýndi minnstu merki þess að hún væri að falla. Stormur og hrakningar. Morgun einn í júlí 1961 stóð loftvogin hátt. Ég hafði skroppið út í Fuglahólma og var á heimleið. Allt í einu kom vindsveipur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Að fáeinum sekúndum liðnum var allt umhverfið gerbreytt. Sólin livarf. Stór, svört ský hrúguðust upp. Vindurinn fór að ýlfra. Ég náði ekki einu sinni að draga niður seglin. Þrátt fyr- ir allt leizt mér ekkert illa á þetta allt saman, og lét reka. En þegar hvessti meira hætti mér að litast á blikuna. öldurnar stækkuðu stöð- ugt. Ég vandaði mig sem hezt við að taka niður seglið þegar ég festi bómuna við mastrið. En það tolldi ekki! Vindurinn sleit það frá og það sló mig í andlitið. Það var ekkert hægt að gera. — Bátnum hvolfdi og ég fór í sjóinn. Ein aldan skall á mér. Ég lenti undir yfirborðið, komst upp úr aftur, spýtti og frís- aði. Mig sársveið í augun af seltunni. Ég kom auga á bát- inn. Hann var á livolfi. Bylgjurnar skullu á mér án afláts. Smám saman fór að birta til. Það jók mér kjark. Mér tókst að ná taki á bátnum og slíta mastrið laust. Þá fylgdi seglið með, og báturinn fór sjálfur á réttan kjöl. Eg dreif mig um borð og byrjaði að ausa með berum höndunum. Þá sást í sólina milli skýjabólstranna! Skipbrotsmenn. Næstu mánuðina var ég alltof upptekinn og ánægður með lífið til að hugsa um heimsóknir. Garðurinn gaf af sér þrjár tómatuppskerur um árið, feiknin öll af mel- ónum, gúrkum, svampi og kartöflum, og meira af ban- önum og brauðaldinum en ég gat í mig látið. Egg vant- aði ekki heldur. I stuttu máli sagt, ég hafði allt sem ég þurfti til lífsins. Um kvöldið þann þritug- asta ágúst 1963 sat ég úti á verönd og skrifaði. Eitthvað fékk mig til að lita upp. Frammi fyrir mér stóð mað- ur í havaiskri skyrtu. Hann sagði ekkert. Mér dauðbrá. Svo sagði ég gramur: — Hvern fjandann eruð þér að gera hér? — Ég hafði ekki hug- mynd um, stamaði hann, að eyjan væri byggð. Hann hét Ed Vessey og var Bandarikjamaður. Hann var á leið til Honolulu með — Já, ég heyri líka raddir!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.