Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 25

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 25
Hoffman og flissaði eins og skólastelpa: — Við megum þakka fyrir ef við forkelumst ekki á þessu stripli. — Þetta var flott hjá þér, sagði leikstjórinn við Miu, um leið og hún lét sig fallast niður í stól. — Þakka þér fyrir, sagði hún. —• Ég hefði aldrei trúað að það væri svona þreytandi ag fara í rúmið með Dustin Hoffman. í raun og veru, það er að segja í einkalífinu, er Mia Farrow járnhörð og helköld atvinnu- leikkona, sem á ekkert skylt við ungu, blíðlyndu stúlkuna, sem hún er á hvíta tjaldinu. í dag gefur Mia skít í allt; hún veður um eins og liðþjálfi í út- lendingahersveitinni, treður fólki um tær og nýtur þess í ríkum mæli að hún er stóra númerið í kvikmyndunum. Þetta undarlega sambland af Miu Farrow raunveruleikans og þeirri sem við sjáum á tjaldinu hefur orðið til þess að í Holly- wood hefur hún hlotið viður- nefnið „Stálfiðrildið". Fallegt andlit hennar og hríf- andi persónuleiki hefur fært henni heimsfrægð og peninga, en ekki hamingju. Þó telja kunnug- ir að það hafa breytzt nýlega þegar hún eignaðist tvíburana með André Previn. Það er langt í frá að Mia hafi þokkafullan h'kama, eins og til dæmis Raqusl Welch, en hún hefur samt stór- kostleg áhrif á sjónvarpsáhorf- endur og kvikmyndahi'jsgesti, Mia. ásamt barnsföður sínum, André Previn, og eins og sjá má er hún oröin töluvert ólétt á þessari mynd. hún klífur sífellt hærra á leik- ferli sínum, kemur alltaf betur og betur í ljós að hún hefur ekki fundið sjálfa sig. Hún hefur lamið ljósmyndara, slegizt við lögregluna, móðgað blaðamenn og viðhaft slíkt orðbragð í virðu- legum, brezkum réttarsal, að helzt mætti ætla að hún hefði allan sinn orðaforða úr dönskum klámbókmenntum. Yfirleitt virð- ist það þannig að hún tali fyrst og hugsi svo —- ef hún gerir það þá. Hún er heldur hirðuleysis- lega klædd: í snjáðum treyjum og molskinnsbuxum — sem hún teiknar sjálf og saumar. Auk þess er hún yfirleitt með ind- verskt ennisband. Hún er í sjón eins og dæmigert blómabarn — en hver hefur heyrt um hippa sem hefur hátt í 40 milljón kr. árstekjur? Mia heldur mjög upp á hipp- íska vini sína. — Þeir eru hrífandi og vina- legir. Ég hef samrekkt, og þá meina ég eingöngu það að ég hef þurft að deila rúmi með, 16 karlmönnum í ýmsum kommún- um, og enginn þeirra hefur svo mikið sem gert tilraun til að halda í hendina á mér, segir hún, og heldur svo áfram - og talar um hash: — Enginn hefur getuð sann- að að hash sé skaðlegt. Maður getur neytt þess og notað það á Dean Martin: — Ég drekk ekki viskí nema það sé 10 árum eldra en Mia. Ava Gardner. — Ég vissi alltaf aö Frank myndi hoppa í bólið með strák. Úr kvikmyndinni JOHN & MARY. Mia og Dustin Hoffman. Því hafði verið spáð að eitthva.ð „meira“ yrði á milli þeirra, en úr því varð ekki. á eftir sér. — Nú! hrópaði leikstjórinn, Peter Yates, og þar með var lok- ið nektarsenu Miu í kvikmynd- inni John & Mary; verðlauna- myndinni um unga parið sem hittist á bar og fara heim til hans - ævintýrinu lýkur, það er að segja byrjuninni á því, kvöldið eftir, er þau halda aftur í rúmið og þá orðin yfir sig ástfangin. Ungi maðurinn, Dustin Hoff- man, skreið út úr rúminu og sveipaði um sig baðslopp. Augna- bliki síðar birtist Mia, nú einnig iklædd baðkápu. Hún blikkaði sérlega þá sem eru af hinu svo- kallaða sterkara kyni. Það kann að vekja nokkra furðu, því að sá karlmaður fyrirfinnst varla, að hann telji Miu Farrow ,,sexy“. Ef til vill hefur móðir hennar, Maureen 0‘Sullivan, réttu skýr- inguna: — Karlmenn vilja fá að vernda hana . . . það er allt og sumt. En síðan Mia skildi við Frank Sinatra, hefur lítið borið á því að hún hafi þurft verndar við. Miklu frekar hafa aðrir þurft að vernda sig fyrir henni. Á meðan 34. tbi. VIKAN 25 Mia Farrow lá nakin á rúm- inu með þunnt, hvítt lak yfir grannvöxnum líkamanum. Hún teygði syfjulega úr sér, opnaði augun og beygði sig yfir unga, dökkhærða manninn sem lá við hlið hennar. — Ertu vakandi? spurði hún. Ekkert svar. Mia svipti lakinu ofan af sér, sveiflaði fótunum út á gólfið og gekk í áttina að baðherberginu, böðuð sólargeislum sem komu inn um gluggann. Eina hljóðið sem heyrðist var suðið í kvik- myndatökuvélunum og andar- dráttur mannanna sem stóðu allt í kring. Hún stanzaði á leiðinni og horfði út um gluggann, en fór svo inn í baðherbergið og lokaði Maureen 0‘Sullivan: — Eftir a.ldri hefði Frank heldur átt að giftast mér en Miu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.