Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 43

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 43
konu sína, sem var frá Sa- ínoaeyjum, og dótlur þeirra. Þau ætluðu bara að doka við á eynni smástnnd til að hvíla sig. Svo skeði nokkuð óvænt. Veðrið liafði verið mjög gott þennan dag, og síðari hluta dagsins liöfðum við verið um horð í skútu fjölskyldunnar. Skútan la við akkeri í lóninu. L m miðja nóttina vaknaði ég við hróp: — Tom! Það var rödd Eds. — „Tiburon“ er ekki lengur til! Ég skildi ])að ekki. Þetta liafði ekki verið neinn sér- stakur stormur. Ég vafði fjölskylduna í teppi og gaf þeim te. Ed fór að segja frá. Kg fann að „Tiburon“ hreyfðist, sagði hann. — Svo fór hann að reka. Ég þaut upp og reyndi að setja vélina i gang, en til einskis. Áður en ég hafði komið nokkru i verk rak skútuna á kóralrif. Það iilýtur að liafa rifnað gat á stjórnborðshlið- ina. Tom, sagði liann dapur- lega, — hún sökk á tveimur mínútum. Þaðan i frá sváfum við fjögur í svefnherherginu hjá mér. Líf mitt gerbreyttist. Það gátu liðið mánuðir áður en nokkur hátur rækist að, það vissi ég. Næsta morgun eftir morg- unverð fórum við að líta á flakið. Hvers vegna ættum við ekki að geta bjargað henni? sagði ég. Ég var duglegur að kafa frá því ég var á Talriti. Þetta tók fjórtán daga. Við köfuð- um eftir fornum fjársjóðum og fundum allt mögulegt, þar á meðal tannkremstúbur og sjónauka. Raflýst eyðiey! Dag einn kom Ed til mín. — Ég gæti kannski séð þér fvrir rafljósi. Ég hef raf- al og rafúthúnað - og Idað- inn geymi. Bara ef við gæt- um hjargað þessu. Og við gátum það. Eftir mikla fyrirhöfn lóksl okkur að skrúfa mótorinn lausan; það tók þrjá daga. Hann var feiknaþungur. Það tók marga daga að hreinsa hann af salt- vatninu. En það var ómaks- ins vert. Hann fór í gang! Við áttum fjóra glóðar- lampa. Dag einn í ljósaskipt- unum prófuðnm við verk okkar. Ég stóð á veröndinni ásamt frú Vessey. Ed sneri mótorinn í gang, og eftir tvær sekúndur var Suvarov uppljómuð af rafljósi. Eng- inn á Rarotonga liefði trúað slíku. Morgun einn kom ég auga á skip i fjarlægð. Það var á leið framhjá Suvarov. Við rerum yfir lónið til að kom- ast nær því. Tom, við verðum að fá það hingað! sagði Ed. Hlauptu og náðu í spegilinn hennar mömmu þinnar, sagði ég við Sileiu, dóttur hjónanna. Innan tveggja mínútna var lmn aftur komin. Ed tók við speglinum og með því að láta liann endurkasta sólar- ljósinu reyndi hann að vekja athygli skipsmanna. Það tókst! Skipið stefndi til okkar! — Okkur er horgið, skilj- ið þið það, sagði Ed. — Okk- u r er borgið. Þetla var freigátan „Pu- kaki“ frá Nýja-Sjálandi. í þeirri svipan gerði ég mér ljóst að ég hafði vonað að fjölskyldunni yrði aldrei hjargað frá eynni. Sem het- ur fer er það vani á sjónum að hafa kveðjuslundirnar sem stytztar. Við Ed tókumst í hendur. Ég kyssti Sileiu á kinnina. Frú Vessev hljóp upp um hálsinn á mér og grét fögrum tárum. Ég man að ég sagði við sjálfan mig þegar ég reri heimleiðis: — Hafðu þig nú hægan, Neale. — Þetta er það líf sem þú valdir. Evðilegðu það nú ekki! Ég hef aldrei hitt Ed og f jölskyldu hans siðan. Tveim- ur mánuðum eflir hrottför þeirra vfirgaf ég Suvarov. Það var tuttugasta og sjö- unda desember 1963. Margar orsakir lágu til þess að ég varð ekki lengur um kyrrt á eynni. Ein ástæð- an var ákaflega einföld. Ég var að verða gamall og vildi elcki devja einn og vfirgef- inn á eyðiey. Þar að auki kom einn dag- inn liópur perluveiðara til Suvarov. Það voru innfædd- ir menn frá Minþiki og voru einkar kærulausir í allri um- gengni. Þegar ég frétti að þeir hugsuðu sér að vera um kyrrt í nokkra mánuði og lcafa í lónið, ákvað ég að yf- irgefa eyna. Þess hef ég aldrei iðrazt. Þegar allt kemur til alls er það ekki heldur svo vitlaust starf að afgreiða í húð. Og svo hef ég minning- arnar mínar. Þær getur eng- inn tekið frá mér. Leyndarmál Lafði Alroy Framhald af bls. 16. —• Mig langar til að frétta um þig fyrst, sagði ég. — Láttu mig heyra leyndarmálið. Hann tók upp úr vasa sínum lítið leðurhylki með silfurspenn- um og rétti mér það. Ég opnaði það. í því var Ijósmynd af konu. Hún var há og grönn, en ein- kennilega þróttmikil, með stór og dreymin augu, slegið hár og klædd dýrindis loðkápu. Mér fannst hún sjá gegnum holt og hæðir. Hvað finnst þér um þetta andlit. Er það heiðarlegt, eða leynist fals í dráttum þess? Ég virti það rækilega fyrir mér. Mér fannst þessi svipur búa yfir leyndardómi, en hvort hann var góður eða illur, gat ég ekki sagt. Fegurð þessarar meyj- ar var fólgin í launung og duld, — fegurð, sem vissulega var sál- ræn, en ekki eins og mótuð af myndhöggvara. Veikt brosið, sem lék um varir hennar, var of kænlegt til að geta kallast elsku- legt. — Jæja, hrópaði hann óþolin móður. — Hvað segirðu? Þetta er safalaklædd seið kona, anzaði ég. - - En leystu nú frá skjóðunni og segðu mér allt um hana. —■ Ekki núna, sagði hann. — Heldur eftir matinn. Síðan sneri hann talinu að öðru. En nokkru síðar var hann far- inn að segja mér söguna um þessa dularfullu konu: - Einu sinni var ég á gangi niður eftir Bond Street um það bil klukkan fimm að kvöldi dags. Þarna hafði vagnalest komizt í óskaplegt öngþveiti, og umferð- in hafði nærri stöðvazt. Rétt við gangstéttina beið lítill, gulur léttivagn, sem einhverra hluta vegna vakti athygli mína. Um leið og mér varð gengið fram- hjá honum, leit út úr vagninum andlit það, er ég sýndi þér áðan. Ég hreifst þegar í stað af þessu andliti. Ég gat ekki um annað hugsað alla nóttina og allan næsta dag. Ég gekk fram og aft- FjarlægiS naglaböndin á auSveldan hátt * Fljótvirkt- * Hreinlegt & Engar sprungur * Sársaukalaust Hinn sjálffyllti Cutipen gefur mýkj- andi lanolín blandaðan snyrtilög, einn dropa í einu sem mýkir og eyðir óprýðandi naglaböndum. Cutipen er eins og fallegur óþrjótandi sjálfblek- ungur sérstaklega gerður til snyrting- ar. Ilinn sérstæði oddur hans snyrtir og lagfærir naglaböndin svo að negl- ur yðar njóti sín. Engra pinna eða bómullar er þörf. Cutipen er algjör- lega þéttur svo að geyma má hann í handtösku. Cutipen fæst í öllum snyrtivöruverzlunum. Handbærar á- fyllingar. Fyrir stökkar neglur biðjið um Nutri- nail, vítamínsblandaðan naglaáburð sem seldur er í pennum jafn hand- hægum í notkun oð Cutipen. UMBOÐSMAÐUR: J. Ó. M Ö L L E R & C O. KIRKJUHVOLI, REYKJAVÍK ur um götuna og gaut augunum inn í hvert farartæki; ég var alltaf að vonast eftir gula létti- vagninum. En ég gat hvergi fundið það, sem ég leitaði að, og loks var ég farinn að halda, að þetta hefði verið draumsýn. Um það bil viku síðar snæddi ég kvöldverð hjá frú de Rastail. Borðhaldið hafði verið ákveðið klukkan átta, en þó vorum við látin bíða í setustofunni fram til klukkan hálf níu. Loks opnaði þjónninn dyrnar og kynnti lafði Alroy. Hún var konan, sem ég hafði verið að leita að. Hún gekk mjög hægt inn og va|r tilsýndar eins og tunglsgeisli — í gráum knippl- ingakjól. Mér til ósegjanlegrar ánægju var ég beðinn að leiða hana til borðs. Þegar við vorum setzt, mælti ég undur sakleysislega: — Ég held, að ég hafi séð yð- ur bregða fyrir á Bond Street fyrir nokkru, lafði Alroy. 34. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.