Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 8

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 8
f UMSJON ÖLAFS BRYNJOLFSSONAR HVAÐ FÁ ÞEIR BEZTU í LAUN? George Best. Hvað hafa beztu knattspyrnumenn heimsins í laun? Þetta er spurning, sem menn hafa lengi velt fyrir sér en ekki fengið greið svör við fyrr en fyrir skömmu að þetta mál var athugað og kom þá í Ijós að í sum- um löndum fá knattspyrnustjörnurn- ar jafnvel enn hærri laun en for- sætisráðherrann verður að láta sér nægja. Athugun sem Reuter lét fram- kvæma, sýnir, að um það bil 30 knattspyrnustjörnur í Evrópu og Suður-Ameríku þéna samsvarandi 10.000 pundum á ári (2.110.000 kr.), a.m.k. þar af 1 5 með yfir 1 5.000 000 kr.). Framhald á bls. 48. Real Madrid og Benefica ekki með í Evrópubikarkeppni meistaraliða Nú er að hefjast keppni í hinum ýmsu Evrópubikarkeppnum, sem njóta ár frá ári síaukinna vinsælda bæði hér heima og erlendis. I ár bætist ein keppni við hinar þrjár, sem árlega fara fram, og er það Evrópubikarkeppni landsliða, en þetta er í fjórða sinn sem þessi keppni er haldin og stendur hún yfir í tvö ár. Sigurvegarar í keppninni til þessa eru: Rússar (1960); Spánverjar (1964); ftalir (1968). Nú taka þátt í keppninni lið frá 32 löndum og er þeim skipt niður í átta riðla og eru þeir þannig skip- aðir: Riðill I: Rúmenía, Tékkóslóvakía, Wales, Finnland. Riðill II: Búlgaría, Ungverjaland, Frakkland, Noregur. Riðill III: England, Grikkland, Sviss, Malta. Riðill IV: Rússland, N-írland, Spánn, Kýpur. Riðill V: Belgía, Skotland, Portú- gal, Danmörk. Riðill VI: Ítalía, Svíþjóð, Austur- ríki, írland. Riðill VII: Júgóslavía, A-Þýzka- land, Holland, Lúxemborg. Riðill VIII: V-Þýzkaland, Pólland, Tyrkland, Albanía. Sigurvegarinn í hverjum riðli fyrir sig mun halda áfram keppni og verður dregið um hverjir and- stæðingarnir verða í næstu umferð. Þeir leikir eru leiknir heima og heiman eins og leikirnir í riðlunum. Þau fjögur lið sem sigra í átta liða úrslitunum mætast svo líklega á ^ Lið Real Madrid cftir sigurinn yfir Eintracht Frankfurt i úrslitaleik Evrópubikarkeppninnar árið 1960 — (7-3). 8 VIKAN 34. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.