Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 32

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 32
HEYRA MÁ (þó íægra Iátij OMAR VALDIMARSSON Þorir on Osthind í Svíðbiot Á breiðgötu hans hátignar, Gúst- afs Svínkonungs hins 6., er hótel GREGGs. Þetta er nánar tiltekið á Kungsgatan 29, í Stokkhólmi, og á kvöldin má gjarnan heyra íslenzka ölsöngva þaðan, eða þá léttan og skemmtilegan orgelleik. Ölsöngvarnir koma úr börkum ís- lenzkra ungmenna sem eru við vinnu eða nám í Stokkhólmi, en orgelleikinn framkallar enginn ann- ar en hinn góðkunni Þórir Baldurs- son, sem hefur dvalizt [ Svíþjóð síðan um sl. áramót. Raunar eru þeir þrír, íslenzku hljóðfæraleikararnir, sem eru í landi frænda okkar, hinir eru þeir Rúnar Georgsson, saxófón- leikari, og Pétur Östlund, stórtromm ari. Fyrr í sumar dvaldi ég nokkra daga ! Stokkhólmi, og leit inn á GREGGs eitt kvöldið. Töluvert slang- ur var af íslendingum í kjallaranum, þar sem Þórir sér um að skemmta gestum; þetta „slangur" var satt að segja svo mikið að Svíarnir sem þar voru héldu sig mest til horna, eða þá á efri hæðinni, þar sem stór „big- time" hljómsveit lék fyrir dansi, en GREGGs er einn þekktasti staðurinn í Stokkhólmi. Um þetta leiti voru þeir þarna saman, félagarnir Þórir og Pétur Östlund, og á stórhátíðum, eins og 17. júní lítur Rúnar við með blás- verkið og haldin eru íslendingaböll. Allir fóru þeir að heiman fyrir sömu ástæður: ekki nóg að gera á Fróni. Rúnar leikur nú með vinsælli hljóm- sveit í Stokkhólmi, Þórir er á GREGGs og skemmtir þar á hverju kvöldi, en Pétur var að bíða eftir því að samningar sem hann var ný- búinn að gera gengju í gildi. Sennilega er það orðið núna, og þá get.ur maður farið að segja frá því að Islendingurinn Pétur Östlund, leiki með einni stærstu og vinsæl- ustu hljómsveit Svíþjóðar ( sem ég er nú búinn að gleyma hvað heitir), og kemur hann til með að vera mik- ið á flakki um Evrópu næstu árin með þessari hljómsveit, en hún er mjög vinsæl og eftirsótt. Gott dæmi um það er kaupið sem Pétur er með þar: Eftir að allir skattar og gjöld hafa verið greidd kónginum situr hann eftir með 3.600 sænskar krón- ur mánaðarlega, en það eru hvorki meira né minna en 61.200 krónur íslenzkar. Þórir ætlar að bíða með að ganqa í hl'ómsveit þar til eftir áramótin, en íslendingur í Stokkhólmi. sem þekkir vel til, sagði mér að tilboð- unum rigndi yfir hann. Sagði Þórir að það tæki alltaf sinn tíma að átta sin á hlutunum, ekki sízt þegar menn væru með alla fjölskylduna með sér. Því miður gafst okkur ekki t;mi til að setjast niður og spjalla ræki- lega saman, þannig að viðtalslaus fór ég frá GREGGs þetta kvöldið, en ég lofa virðulegum lesendum því að komi einhver þeirra félaga heim í frí skal ég beita öllum mögulegum brögðum til að ná í eitt slíkt. Auðvitað er ég með mikið af dýr- um kveðjum frá þeim spillemönn- um, og þá sérstaklega til þeirra hljóðfæraleikara sem einu sinni eða oftar hafa leikið með þeim. Ef ein- hver vildi skrifa þeim, þá er heim- ilisfang Þóris þetta — og þangað má líka senda bréf á þá Pétur og Rúnar: Þórir Baldursson, Margaretvagen 18 17500 Jakobsberg Stockholm, Svíþjóð. (Sími 0758/36865). Ég hafði alltaf staðið í þeirri mein- ingu að í Stokkhólmi væri svo gott sem miðdepill heimsins. Staðreyndin er sú að þar er fjandakornið ekkert að ske, og gróska í popplífinu þar er ekki til. Ég heimsótti nokkra klúbba í borginni, en enginn þeirra hljómsveita sem Svíarnir bjóða upp á komst í hálfkvisti við venjulegar íslenzkar hljómsveitir. í rauninni er aðeins til ein góð hljómsveit í Sví- þjóð þessa dagana, og heitir hún Made in Sweden; hefur hún vakið nokkra athygli í Bretlandi undan- farið. Árið 1965 fóru Hljómar til Stokk- hólms, og léku á heilmikilli popp- hátíð í klúbb sem kallaður er Domi- no. Mestar vonir þá voru bundnar við hljómsveit, sem var samansett úr helztu hljóðfæraleikurum Skandi- navíu, og hét bandið Atlantic Ocean. Nú í sumar heyrði ég í Atlantic Oce- an og það er ábyggilegt að lítið er um að vonir séu bundnar við þá Framhald á bls. 50. 32 VIKAN 3« tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.