Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 31

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 31
henni. Sjálfsagt lét hann mig í friði af því Crouner hélt utan um mig. — Eftir hverju ertu að bíða? æpti Rupert að telpunni. — Talið ekki svona til hennar . . byrj- aði ég, en hann greip fram í: — Þú ert sú mesta ólánstæfa, sem ég hef fyrir hitt! Fyrst léztu Paul litla detta, svo hann rotaðist næstum, og svo stendurðu þarna eins og glópur í stað þess að líta eft- ir barninu. Og það var þitt verk að strá sandi á bryggjuna, — en ekki starf Möggu. Þetta er allt þér að kenna. Allir Júðar eru eins. .. . Það leið stuna frá Crouner. En áður en hann gæti andmælt, varð Annalísa fyrri til. Ég hafði ekki fyrr séð hana sýna svona kjark. Hún hafði staðið kyrr og grátið, en nú lyfti hún höfði og mælti með stolthreim í röddinni: — Það skuluð þér ekki kalla mig. — Hvað á ég ekki að kalla þig? spurði Rupert mjúklega. En hún lét hann ekki trufla sig og svar- aði: — Þetta, sem þér kölluðuð mig. Þér er- uð alveg eins og Gestapo, herra Cash. Þér hafið engan rétt til að móðga mig. Þýzka- land nær ekki enn hingað. Guð veit, sagði Rupert brosandi, — hvort systir þín væri þér sammála í þessu. Trudi, ekki satt? Hefurðu heyrt nokkuð frá henni nýlega? Annalísa náfölnaði, en áður en hún gæti svarað sleppti Crouner mér, og gekk til móts við Rupert og mælti mynduglega: — Ef þér haldið yður ekki saman, þá kýli ég yður í klessu. Að munnhöggvast svona við barn.... Farið nú inn og látið lögregluna koma. Af stað nú. Eða á ég heldur að gera það? Það múndi ekki líta sérlega vel út. Ég hélt að koma mundi til handalögmála, ot það hélt Margit sjáanlega líka. Það geisl- aði af henni við tilhugsunina. Og ég skamm- ast mín lítið fyrir að segja, að ég vonaði, að Crouner henti Rupert út í vatnið. En nú blandaði Ferencz sér í málið. — Ég' skal hringja, sagði hann svo lágt að naumast heyrðist. — Gesturinn hefur fylli- leaa rétt fyrir sér. Hann deplaði auga til konu sinnar og brosti til hennar. Þetta var í fyrsta skiptið, sem ég sá hann brosa. — Heimurinn er ekki glataður enn, saeði hann við hana. — Við getum ekki endalaust verið á flótta. Þessu næst gekk hann áleiðis til hússins, og Annalísa fylgdi á eftir. Hún var sjálfsagt að hugsa um Pál iitla. Eva stóð í sömu spor- um og horfði yfir vatnið með vonleysissvip. Margit virtist hafa fengið áhuga á Crouner, sem skipti sér þó ekki af henni. — Þú mátt mín vegna gera eins mikinn hvell út af þessu og þú vilt, góða, hreytti Rupert að mér og gekk æfur fram og aftur. En hvaða vit er fyrir þig að röfla um morð? Ef ekki var um slys að ræða, hefur stúlkukindin sjálf svipt sig lífinu. Hún var nógu veiklvnd til þess. Ekki satt, Margit? Þú ættir að vita það sem systir hennar. En Margit beindi allri athygli sinni að Crouner. Kápan hennar hafði fletzt eilítið til hliðar. svo sá vel á fallegan, sólbrúnan barminn. Hún vissi ekki, að Skotar falla ekki fyrir svona brögðum, enda lét hún kápuna næstum falla út af annarri öxlinni. Crouner. sá sanni Skoti, hrukkaði ennið og mælti: Notið fötin til að skýla yður, kona góð. 9. KAFLI Þrátt fyrir andmæli Ruperts fór Crouner með mig til morgunverðar í tjaldi sínu; hann sagði, að við ættum auðvelt með að vera komin aftur áður en lögreglan kæmi. Að máltíðinni lokinni sagði hann: — Veiztu hvað, Magga. Ég held ég sé orðinn skotinn í þér. — Æ, þetta er meira bullið. — Nei, það er alger sannleikur. — Þú þekkir mig næstum ekkert. — Ég hef alltaf þekkt þig. Og nú vatt hann sér við og virti fyrir sér villuna og garðinn gegnum kíkinn. —- Ég þyrði að veðja, að þessi skálkur hefur einhver brögð í huga, sagði hann. — Ég sé, að hann stendur boginn yfir líkinu. Magga, ég held, að hann hafi myrt veslings stúlkuna og það heldur hitt fólkið líka, en af einhverjum ástæðum vill það ekki koma upp um hann. Hann hlýtur að hafa einhverja svipu á fólkið. hefur komið fyrir.... Ég þagnaði, því ég vildi ekki segja honum frá orðasennu Ru- perts og Rósu, sem ég hafði hlustað á. Ekki vildi ég heldur segja honum frá minnisbók- inni, vildi ekki koma fram sem böðull. — Þetta var vafalaust slys, bætti ég við. — Ég er viss um, að lögreglan verður á sama máli. Það er ekki margt sem ég get gert. — En kannske get ég gert eitt og annað, mælti Crouner vígreifur. — Ég skil dálítið í ungversku frá þeim tíma sem ég var við nám. —■ En þetta er hlutur, sem kemur þér ekkert við, andmælti ég. — Þú varst ekki viðstaddur. Og hvað þekkirðu til okkar? — Þú kemur mér við, svaraði hann. — Og þú yrðir mjög hissa, ef þú vissir, hvað ég veit. Hann brá kíkinum aftur fyrir augun, og í — Nú ertu að skálda, sagði ég kuldalega. — Hann hefur líka svipu á þig, er það ekki? Ég svaraði ekki, hélt að tólf ára umönnun sjúklings hefði gert mig tilfinningalausa, en svo var bersýnilega ekki. Skyndilega brast ég í grát, og Crouner fékk mig til að segja söguna um okkur Rupert, þegar við vorum ástfangin. Crouner hellti aftur tei í bollann minn og greip ekki fram í til að trufla mig ekki. Loks linnti grátnum, og ég varð rólegri. Crouner rétti mér sígarettu. Við urðum óþvinguð eins og við hefðum þekkzt árum saman. — Ertu enn ástfangin af þessum manni? spurði hann loks. — Nei, nei, — ekki eftir allt saman, sem hreinni gremju sló ég kíkinn úr höndunum á honum. Hann hvessti á mig augun. — Það er kjánaskapur að haga sér svona. — Já, það var það. — Ég býð eftir afsökun. — Æ, farðu grákolóttur, sagði ég í þeim tóni, að hann hló. — Svona á það að vera, stúlka mín, sagði hann. — Þú kemur til, finn ég. Það er bezt að fara nú. Ég sá mann koma á mótorhjóli. Það er sjálfsagt einhver frá lögreglunni. Við risum upp og horfðum þrjózkulega hvort á annað áður en við lögðum af stað. Af einhverri ástæðu gat hann alltaf vakið í mér löngun til að hlæja, þegar ég vildi helzt vera honum reið. Framhald á bls. 47. 34. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.