Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 5

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 5
Prinsessan og sú sem hún vill, leikarinn Luis Reyna. Prinsessan og faSir hennar, fyrrver- andi Ítalíukonungur. Hneykslisprinsessan Kjaftasögurnar blómstra á Ítalíu um þessar mundir, og eins og oft áður er Marie-Beatrice prinsessa, dóttir Umbertos, fyrr- verandi Ítalíukonungs, aðal hneykslunarhellan. Þessi fallega prinsessa hefur valdið fjölskyldu sinni stöðugum áhyggjum og faðir hennar hefur gert allt sem í mannlegu valdi stendur til að reyna að bæta líferni hennar. En það hefur verið sama, hvort hann hefur reynt að hafa áhrif á hana með góðu eða illu, ekk- ert hefur dugað. Nýjasta áfallið er verra en nokkuð annað, og hefur þó sitt af hverju komið fyrir prinsessuna, til dæmis hef- ur hún þrisvar sinnum reynt að svipta sig lífi. Marie-Beatrice er nýlega gift leikaranum Luis Reyna, þrátt fyrir eindregin mótmæli fjöl- skyldunnar, og hefur nú átt með honum barn. En ofan á allt ann- að gerist það, að Nassouh Abed, pasha, lýsir því yfir, að hinn ný- bakaði eiginmaður sé alls ekki faðir barnsins, heldur sonur hans, Izzet prins, en prinsessan var trúlofuð honum á síðasta ári. Marie-Beatrice neitar þessum gróflegu ásökunum og maður hennar, Luis Reyna, stendur við hlið hennar og mótmælir af- dráttarlaust. Izzet prins og fað- ir hans segjast hins vegar geta sannað, að barnið hafi verið komið undir, áður en prinsessan giftist leikaranum. Izzet er ást- fanginn af Marie-Beatrice, en hún hryggbraut hann rétt í þann mund, sem þau ætluðu að ganga í heilagt hjónaband. Ástamál Marie-Beatrice hafa verið ærið söguleg undanfarin ár, og af þeim sökum hefur al- menningur á Ítalíu gefið henni viðurnefnið „hneykslisprinsess- an“. Árið 1967 neitaði starfsmað- ur á borgarfógetaskrifstofu í London að gefa saman ónefnt par. Hann gerði þetta, þar sem hann þóttist þekkja, að hér væri um að ræða Marie-Beatrice og leikarann Marizio Arena, og hann hafði lesið í blöðunum, að konungsfjölskyldan fyrrverandi hefði ekki samþykkt ráðahag- inn. Litlu seinna fleygði prin- sessan sér út um glugga á íbúð leikarans og reyndi að svipta sig lífi. Hið nýja og einstæða hneyksl- ismál mun brátt koma til úr- skurðar kaþólsku kirkjunnar, og spurningin er sem sagt þessi: Hvor er réttur barnsfaðir prin- sessunnar, núverandi eiginmaður, leikarinn Luis Reyna, eða fyrr- verandi kærasti hennar, Izzet prins! ☆ # vísur vikunnar Þjóðvísur Stúlkan í steinum, hún kemur.ekki heim í kvöld að dansa fyrir sveininn, stúlkan í steininum. Þetta sóru Kúlumenn á sína trú, að enginn væri í Vatnsdalnum vænni en sú. Þá var öldin önnur er Gaukur bjó í Stöng, þá var ei til Steinastaða leiðin löng. Lukkuleg Lóren Nú leikur lífið við Sophiu Lor- en sem aldrei fyrr. Hér hringir Enginn er verri þótt hann vökni Þótt kettir séu hræddir við vatn, á það ekki við um öll dýr þeim skyld, til dæmis eru tígris- dýr ekkert feimin við að synda yfir fljót, sem verða þeim þrösk- uldar í vegi. Hér er verið að baða gríðarstóran sirkustígúr, er India heitir, við gosbrunn í Zúrich, Sviss. hún bjöllu til að sonurinn, Carlo yngri, brosi dálítið fallega til pabba síns, Carlo Ponti eldra. 34. tbl VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.