Vikan


Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 6

Vikan - 20.08.1970, Blaðsíða 6
NÝTT FRÁ DU PONT Með nýja „RALLY"*bílabóninu frá _ Du Pont má bóna bílinn á aðeins OC7L3LCO 1/2 klst. Reynið„RALLY"*strax í dag. s?mi aeooo178 . • skrásett vörumerki Du Pont REYNIÐ RUSKOLINE KRYDDRASP crumb dressing FÆST í NÆSTU MATVÖRUVERZLUN. HEILDSÖLUBIRGÐIR: JQHN LINDSAY H.F. SÍMI 26400 GARÐASTRÆTI 38, R. Finn ekki „það“ í öðrum strákum Kæri Póstur! Ég er ein þeirra sem koma til þín með vandamál sín. Ég er sextán ára og kæri mig ekki um að vera með strákum, mér er oft boðið í partí eða sá sem ég hef dansað við síðustu dansana býð- ur mér heimfylgd, ég neita allt- af, og ef einhver reynir svo mik- ið sem að kyssa mig, fæ ég ógeð á honum. Ég er byrjuð að halda að ég sé eitthvað öðruvísi. En aftur á móti er ég mjög hrifin af einum strák sem ég þekki, en hann veit auðvitað ekki neitt af því, en ég læt það ekki hafa nein áhrif á að ég skemmti mér ekki. Það mætti halda að ég fyndi ekki ,,það“ í öðrum strákum, sem ég finn í þeim sem ég er hrifin af. Virðingarfyllst, B.H. P.S. Hvernig passa saman Hrútsmerkið og Bogmaðurinn? Sama. Vertu alveg óhrædtl, ekkert þarf aff vera óefflilegt viff þig þótt þú sért ekki þegar komin meff al- gera hrókarsótt, ekki eldri en nú ert. Og fyrst þú ert sem sagt hrifin af strák, ætti þaff aff stað- festa enn frekar aff þú ert ekkert „öffruvísi". Hrútur og Bogmaður eiga yfir- leítt prýffilega saman. Dans vill hún kenna Kæri Póstur! Ég ætla að biðja þig að hjálpa mér í vandræðum mínum, ég hef mjög mikinn áhuga á að læra að verða danskennari, ég ætla að biðja þig að segia mér til hvers ég á að snúa mér, eða gefa mér allar þær upplýsingar sem við kemur náminu, og hvenær skólatíminn er, hvort það er kvöld- eða dagskóli, og ég vona að þú getir gefið mér skýr og góð svör. Svo þakka ég allt gam- alt og gott og vona að þú birtir þetta bréf eins fljótt og þú get- ur. Með fyrirfram þakklæti. Ein áhugasöm. Til hess aff ná því marki sem þú hefur sett þér yrffir þú vitaskuld fwst aff fara í venjulegan dans- skól.a. Ff einhver slíkur er á Akiireyri, gætirðu væntanlega snúiff þér þangaff. Annars væri bezt fyrir þig aff skrifa dans- skólunum í Reykjavík og fá all- ar upplýsingar um hvernig nám- inu er háttaff hjá hverjum, og þar aettirffu einnig aff geta feng- iff fyllstu upplýsingar um dans- kennslunám. Skólarnir hér syffra eru ailnokkrir; í símaskránni dettum viff niffur á þrjá: Dans- skóla Heiffars Ástvaldssonar, Brautarholti 4 (sími 2-03-45), Dansskóla Hermanns Ragnars, Háaleitisbraut 58—60 (sími 8-21-22) og Dansskóla Sigvalda, Laugavegi 178 (sími 8-32-60). Hluturinn fer að hreyfast Kæri Póstur! Ég hef oft skrifað þér áður en aldrei fengið svar (tóm lygi). Þess vegna vona ég að þú svarir þessu. Mig langar mikið til að vita inn í framtíðina, það er að segja láta spá fyrir um ævi mína, ég ætla að biðja þig að gefa mér upp nafn og heimilis- fang hjá einhverri góðri spá- konu í Reykjavík. Ég veit um mann sem lét spá fyrir sér og það hefur allt komið fram. þetta er ofsa sniðugt. Svo vil ég þakka blaðinu fyrir allt efni um dul- ræn fyrirbæri, ég er mikið fyrir slíkt. Ég las bréf frá einum göldróttum í póstinum ykkar, og hann segist fá hlutina til að hreyfast ef hann horfi stíft á þá, það sama skeður hjá mér. Ég ligg upp í sófa í daufu ljósi og stari á einhvern ákveðinn hlut og hugsa ekki um neitt, og brátt fer allt að verða skrýtið, það koma alls konar blæbrigði á herbergið, stundum verður allt svart og hluturinn fer að hrevf- ast, þetta er svo skrýtið, svo líð- ur manni svo dásamlega vel á eftir. maður er svo afslappaður o15 rólegur að það er ótrúlegt. Þetta byggist allt á einbeitingu hueans, hann er svo stórt afl. Jæia, ég vona að þetta fari ekki í ruslakörfuna eins og hin bréfin, bless, bless. Bimbó. P.S. Hvað getur þú lesið úr skriftinni og hvernig er hún? B. Einhverjar spákonur munu vera starfandi hér í borg, en ekki er okkur kunnugt um aff nein þeirra auglýsi þá starfsemi bein- línis opinberlega, svo aff þaff er dálítiff hæpiff aff viff förum að birta á prenti nöfn og heimilis- föng, þótt viff kynnum aff vita einhver. Annaff mál er hvort viff crætum ekki gefiff þér einhverj- w ábendingar ef þú snerir þér til okkar prívat. Þaff var annars gaman aff bréf- inu frá þér. f Vikunni var á dög- unum vifftal viff Þórleif Bjarna- son rithöfund, og af því mátti 6 VIKAN 34. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.