Vikan


Vikan - 27.08.1970, Qupperneq 4

Vikan - 27.08.1970, Qupperneq 4
Það er hvers girnd sem hann gerir. SIÐAN SÍÐAST Pilluvandræði á Indlandi Mánaðarlega sendá Banda- ríkjamenn Indverjum 1 milljón pakka af getnaðarvarnarpillum, sem síðan er dreift um Indland og fólki kennd notkun þess. En nýlega sendu Indverjar heila sendingu aftur, þar sem hver tafla innihélt 100 mikrógrömm af estrogen, og báðu um töflur sem innihéldu aðeins 50 mikrógrömm af áðurnefndu efni. Ástæðan er sú, að stjórn frú Gandhis var óttaslegin vegna skýrsla sem komu fram í Bandaríska þinginu, en þar var opinberaður sá mögu- leiki að svo mikið magri af estro- geni gæti valdið blóðsjúkdómum. Peningar og pólitík Eftir að frú Sirinavo Bandar- naiké vann kosningarnar á Ceyl- on í vor, hefur verið búizt við því á hverjum degi að stjórn íslenzkur málsháttur. hennar viðurkenndi Austur- Þýzkaland, og verða með því 24. ríkið sem það gerir. Frúin hafði lofað því i kosningabaráttu sinni, en í Bonn er því haldið fram að það sem aftri henni frá því, sé sú staðreynd að Ulbricht hefur ekki efni á að þiggja vináttu Ceylons, Þegar Alsír veitti Austur-Þýzka- landi stjórnmálalega viðurkenn- ingu fyrr á þessu ári, þá lofuðu Þjóðverjar Alsír 100 milljón marka lán, en það myndu vera í íslenzkum krónum 2.500.000.000. Óvelkominn leiðtogi Ungverjar gáfu nýlega upp sakir heilmörgum pólitískum föngum og útlögum, en einn var ekki minnst á, enda þykir víst að stjórnin í Búdapest vill helzt gleyma honum alveg. Það er Matyas Rakosi, sem var forsæt- isráðherra og Stalínisti þegar uppreisnin var gerð í Ungverja- landi árið 1956. Hann hefur farið fram á það að fá að snúa aftur frá Moskvu, en stjórn Kadars hefur aftur á móti farið fram á það við Kreml að honum sé hald- ið. Nú er Rakosi 78 ára — og enn í Kreml. Hárin risu á höfði hans er orðatiltæki sem maður heyrir alltaf öðru hvoru, og er þá gjarn- an átt við að slíkt verði fyrir til- stilli furðuverka ýmiskonar, og jafnvel drauga. Á meðfylgjandi mynd er þetta orðatiltæki ■ orðið að heilögum sannleika, og ástæð- an er ekki sú að ungi maðurinn sjái drauga eða mömmu sína, heldur hefur verið hleypt í gegn- um hann 500.000 volta straumi. Maðurin ner nefnilega tilrauna- dýr við Chichester College í Sussex á Englandi, og að lokum sakar ekki að geta þess að hann er sérstaklega einangraður í þann endann sem er laus við raf- magnskúluna ægilegu. Castro í fullu fjöri Fidel Castro hefur breytt um aðferð við að vinna byltingunni fylgi í Suður-Ameríku. í stað þess að nota aðferðir Che Gue- varas, sem voru bein bylting (og misheppnaðist í Bólivíu), hefur Castro tekið upp sovéskar að- ferðir og rekur nú mikinn áróður fyrir því að fólk noti atkvæðisrétt sinn — byltingunni í hag. Nú er það Chile sem er helzta markið, og þykir barátta Castros hafa borið nokkurn árangur nú þegar, en hann er vafalaust meðal merk- ari stjórnmálamanna þessarar aldar. Previn og Farrow enn ; Hinn frægi franski hljómsveitr, arstjóri André Previn, sem korrí ekki á Listahátíðina eins og hanrí var búinn að lofa og bar við eim- hverri kveisu, hefur að sjálfsögðu nóg að gera út í stóra heiminum og hvar sem hanri fer elta ljós- myndararnir hann og vinkonu hans, engu síður fræga: Miu Farr- ow, Myndin t.v. er af þeim í Los Angeles, þar sem Previn stjórn- aði fílharmóníuhljómsveit þeirri er við þá borg er kennd. Hjá þeim er hinn kunni fiðluleikari Isaac Stern. Á hinni myndinni eru hjónaleysin með tvíbura sína hálfs árs gamla, Matthews Phina- es og Sacha Villiers. Barist við marijuana Meirihlutinn af öllu því mari- juana og hashi sem berst til Bandaríkjanna kemur frá Mexico og nýlega hófu stjórnir landanna nýjaherferð gegn þessum vágesti. Bandaríkjastjórn gaf þeirri mexí- könsku 5 þyrilvængjur og þrjár flugvélar til að fylgjast með marijuanaökrunum, og er það haldið mál, að úr þessum flugvél- um og koptum verði einnig dreift efni til að eyðileggja „uppsker- una“. Okkur er ofarlega í huga sú spurning til íslenzkra yfirvalda hvenær þau ætli að beita sér fyr- ir herferð gegn íslenzkri eitur- lyfjaneyzlu? Neyzla hash og marijuana — og jafnvel LSD — er í stöðugri og mikilli aukningu hér á landi, og hefur aukizt um allan helming í sumar. Kemur viðbjóður þessi aðallega frá Kaupmannahöfn, London og New York — með íslenzkum ferða- mönnum, og höfum við mjög haldgóðar heimildir fyrir þessu. Það væri strax skref í áttina ef yfirvöld hérlendis viðurkenndu þá staðreynd að vágesturinn er kominn. STUTT OG LAG- GOTT Skilti með eftirfarandi á- letrun getur að líta fyrir utan vínstofu í Kaíró: Kon- um er bannaður aðgangur nema því aðeins að þœr séu með eiginmanni eða ein- hverju hliðstœðu. 4 VIKAN 35-tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.