Vikan


Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 37

Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 37
HEILDSÖLUBIRGÐIR: V. SIGURÐSSON & SNÆBJÖRNSSON HF. Símar 13425 og 16425. Hún hló og stjakaði við mér, svo ég var næstum fallin um koll. Ég hljóp niður stigann og Savalle í hælum mér. Við dyrn- ar á herbergi mínu, sneri ég mér við og leit á hana. — Ég trúi því ekki að Stuart ætli með yður í þetta næturæv- intýri! — Jæja, þá skuluð þér koma og sjá sjálf! Hún hljóp niður bak- stigann, en kallaði til mín, áður en hún fór út: — Ég held að hann sé að ganga yður úr greipum! Ég fór heim til Tarn, nokkrum dögum síðar. Þaðan hringdi ég til Stuarts og stakk upp á því að við færum út að borða, og við ókum að litlu veitingahúsi, við þióðveginn til London, þar sem við höfðum oft borðað áður. Hann var þungur á brúnina. en þegar ég nefndi Savaile, kom glampi í augu hans. Hann vildi óður tala um hana, það var greinilegt að hann var alveg töfraður af henni. — Var ekki gaman að synda með henni, þarna um nóttina? spurði ég kuldalega. — Það er greiniiegt að þú ert ekki hrifin af Savnlle! — Sagði hún það? — Já. Hann horfði ásakandi á mig. — Það er Nicholas, sem heldur í þig þarna, er það ekki? Savalle segir að þú sért ástfang- in af honum. Hún segir að þetta sé endurtekning á því, sem hefir verið með aðstoðarstúlkurnar hans i London. Hún reyndi að vara þig við, en þú vildir ekki hlusta á hana. Hún er dásamleg manneskja, svo hlýleg, glöð og kát, — hvernig getur þessi Nic- holas verið svona kaldur gagn- vart henni? Hann á ekki skilið að eiga hana fyrir konu. Að ganga mér úr greipum? Ég var nú þegar búin að missa Stu- art í hendurnar á Savalle, og ég fékk einhvern óljósan kuldahroll. Ég þráði það samband, sem hafði verið á milli okkar. Mér fannst allt í einu að lífið væri skugga- legt og hættulegt. Mér fannst sem ég væri alein á litlum báti út' á rúmsjó. — Savalle er ekki sú kona, sem þú heldur, Stuart, sagði ég. — Hún hafði á réttu að standa, þú ert afbrýðisöm út í hana. Nic- holas hlýtur að vera hrifinn af þér, þar sem hann lætur það eft- ir þér að reka frú Danby, einu manneskjuna, sem stendur með Savalle. — Frú Danby er látin fara, vegna þess að hún kaupir áfengi fyrir Savalle, sagði ég hörku- leea. Hann hlustaði ekki á mig. Hann bað um reikninginn og ég fann að hugur hans var allur hiá Savalle. Hann var greinilega töfrum sleginn. Ég var að þvo bílinn einn dag- inn, þegar Nicholas kom ównn'u- inga snemma heim frá siúkra- húsinu. — Hversvegna ernð bér að þessu, spurði hann hranalega. — Vegna þess að mér þykir gaman að þvo bíla! svaraði ég hressilega. — Ég hefi oft verið að hugsa um að fá stöðu á bens- ínstöð. Mér finnst það svo dá- samlegt að sjá hve bílarnir geta glansað, þegar búið er að þvo þá. Hann leit á buxurnar mínar. Það voru sömu buxurnar, sem ég var í þegar hann sá mig í fyrsta sinn. Mér fannst það reyndar skrítið hve umhugað mér var um að sýna honum að honum hefði skjátlast hvað mér við kom. — Ég var að hugsa um að fara út að sigla eftir miðdegismatinn, sagði hann. Viljið þér koma með? — Ættuð þér ekki heldur að taka konuna yðar með, sagði ég. — Hún ætlar að borða með Stuart Kimberley i Meybridge. — Þá get ég ekki annað en þakkað fyrir, sagði ég. * Við borðuðum í fyrra lagi og Savalle kom ekki niður. Ég var ekki sérlega dugleg við sjómennsku, en Nicholas var þol- inmóður kennari og bráðlega vorum við komin niður ána og út á sjó. — Hvað er þetta? spurði ég og benti á rauða múrsteinsbyggingu á vinstri bakkanum, þar sem ég hafði séð ljósagang fram eftir allri nóttu. — Það er tollstöðin. Tollvörð- urinn býr í næsta húsi. — Er þá ekki vörður á stöð- inni á nóttunni? spurði ég. — Nei, Nicholas brosti. — Það væri auðvelt fyrir ljóslausan bát að komast inn í höfnina að næt- urlagi. Þér eruð að hugsa um smygl, er það ekki? Hvað vilduð þér helzt fá? Franskt koníak eða ilmvötn? Þá verð ég að fá stærri bát, þessi er ekki nógu stór til að fara yfir sundið. Nicholas var mjög skemmtileg- ur, þegar hann var í þessu skapi, nú fannst mér ég finna skyld- leika hans og Liams. Ég fékk svolitla innsýn í hvernig hann hafði verið, áður en hann gekk í þetta óheilla hjónaband sitt. Við sigldum meðfram strönd- inni, sem var full af smávíkum, sem voru ágætis lendingarstaðir. Ég var í góðu skapi, hugsaði ekk- ert um Savalle eða Stuart. Ég hafði aldrei séð Nicholas svona rólegan og áhyggjulausan, hann hafði greinilega lagt allar áhyggjur á hilluna. Fjórar manneskjur biðu okk- ar, þegar við komum að landi. Tessa Milburn sat við bryggjuna, með arminn utan um Lucindu og Liam stóð við hlið hennar. Sa- valle stóð svolítið afsíðis, og beindi kíki að okkur . . . Framhald í næsta blaði. Reiði guðs söngkona hvíslar innihaldslaus Framhald af bls. 48. orð um ást. Einu sinni höfðu þess konar orð þýðingu. Áður en fólk varð verulega upplýst. En samt sem áður — þegar við Iver byrjuðum að vera saman. Jafnvel þótt við afneituðum þessu með ástina, jafnvel þótt við útrýmdum öllum gömlum orðum og notuðum ný í staðinn, jafnvel þótt við segðumst aldrei elska hvort annað, heldur töluð- um um að þróa hvort annað, um gagnkvæma virðingu, þá var eitthvað þá sem minnti á það, sem í gamla daga var kölluð ást. Iver er setztur við hlið mér í sófann. Hann lokar augunum. Og allt í einu finn ég til gömlu hlýjunnar gagnvart honum. Mig langar til að strjúka honum var- lega yfir andlitið, slétta úr þreytudráttunum um munninn, setjast alveg upp að honum. Og svo sit ég þarna og löngun mín er heit — eins og hún var fyrir sjö árum — eftir barni. Barni sem héldi áfram að vera það, sem við erum. Það fer um mig hrollur. Þetta er svo ósköp kjánalega hugsað. Barnið okkar myndi ekki hafa þann tilgang. Það yrði aðeins nýr þ j óðf élagsborgari. Veit Iver hvað ég hugsa? Hann leggur handlegginn utan um mig. — Já, segir hann. — Við skulum eignast barn. Orð söngkonunnar eru ekki innihaldslaus lengur. Eg fer allt í einu að skilja hvernig það var með ástina, en mig vantar orð yfir það. Við sitjum þarna í sófanum, og ég held að Iver sé líka glað- ur. Svo lýsist skermurinn. Fréttir. Við sjáum á, ána sem ég hafði komið að sem fréttamaður í morgun. Það er hellt í hana efn- um. Það er ógeðslegt að sjá. Æst andlit kemur fram á skerminn, það er þekktur vís- indamaður. Hann er löðrandi í svita og lítur út fyrir að vera orðinn brjálaður. — Við erum að gera tilraun með lyf gegn öllum hinum, sem áður voru komin, æpir hann. Allt er orðið ófrjótt, hormónar duga ekki lengur. Við reynum — hann þagnar í miðri setningu og brestur í grát. — Fyrirgefið — það hafa ekki fæðzt börn í sex ár. Ekkert hefur fæðzt — gervihormónar — fleiri og fleiri — það er,.. . • Skermurinn sortnar. Æst rödd kallar tilkynningu um smábilun. Umhverfið lýsist upp af nýrri eldingu, og þruman er beint unovfir okkur. Jú, Iver hafði rétt fyrir sér. Þetta er ekki Þór með hamarinn, þetta er reiði Guðs. 'ú Jagúar Framhald af bls. 17. hafði í huga, sagði Lou og stundi. -- Já, þetta hefði orðið falleg gjöf. Það var sorglegt, að þetta 35. tw. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.