Vikan


Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 48

Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 48
VIGDIS STOKKELIEN: Það er gott að koma heim til Ivers. Þegar hann er ekki að mála hefur hann gaman af að dútla í eldhúsinu. Húsið okkar er ákaflega viðkunnanlegt, alveg ólíkt eldhúsunum í flestum nýju húsunum. í okkar eldhúsi eru gamlar hlóðir, blámálað borð' og stólar með mjúkum púðum, rúð- ótt gluggatjöld og eirpönnur hangandi á veggjum. Þegar gest- ir eru hjá okkur, sitjum -við gjarna í eldhúsinu eftir að búið er að borða. í eldhúsinu hangir líka uppi ein af myndum Ivers. Hann kall- ar hana „Fiðrildi", og í flöktandi birtunni frá arninum er eins og að fiðrildin svífi út í herbergið upp úr safaríku grasinu — gullin fiðrildi, gul, rauð og blá. Hann málar aðeins þess konar myndir og er orðinn vinsæll. Áð- ur málaði hann aðeins „mót- mælamyndir". Ekki svo að skilja að ég gæti nein mótmæli séð í klístri í skærgrænum, gulum rauðum og hvítum lit, en hann fullyrti að þessar myndir „æptu“. Fiðrildin sáu okkur fyrir nóg- um peningum til að kaupa þenn- an dásamlega „bóndabæ", að viðbættum grænum engjabletti. Engu að síður — í hvert skipti og ég kem heim að bóndabænum síðdegis er ég hálfhrædd. Eg klemmi varirnar ósjálfrátt sam- an, hef löngun til að stöðva bíl- inn, fæ mér sígarettu, reyni að róa mig svolítið — áður en ég hitti Iver. Þetta hlýtur að stafa af þreytu. Það er líka tíu mílna spölur frá vinnustaðnum. Því að hvers vegna skyldi ég vera hrædd við Iver? Þennan daginn finn ég líka til skjálfta í höndunum. Það munar engu að ég aki gegnum bílskúrs- hurðina og ég hemla þjösnalega. Það hlýtur að hafa verið birt- an, sem orsakaði að ég hemlaði of seint. Undarleg, dauf birta, sem eins og kom niður um hlera- lúgu opnaða inn í myrkan himin- inn. Þrumuskýin ultu innyfir skógana, en yfir þá sló heitum, hvítum bjarma. Það var engu líkara en þessi bjarmi stafaði af ferkantaðri sól lágt á lofti. Það var undarlega kyrrt á eng- inu — aðeins daufur ómur af skarkala frá bænum í tíu mílna fjarlægð. Eftir tíu ár verður áreiðanlega orðið hérna krökkt af sumarbústöðum. Inni í húsinu er grafkyrrt. Iv- er hefur tendrað í hlóðunum eld, sem skíðlogar. Tjöldin eru vand- lega dregin fyrir gluggana. Á eldhúsborðinu eru franskar vöfflur og flaska með frönsku rauðvíni, og á eldavélinni kraumar pottur með niðursoðn- um „kínverskum“ mat. Iver er í stofunni. Hann hefur blandað í glas, og nú snýr hann glasinu í hönd sér. Það hringlar lítillega í ísmolunum. — Komdu og fáðu þér drykk, Eline. Hann blandar mér í glas án þess að bíða eftir svari og bætir í stórum ísmolum. Á trönunum er nýtt málverk — mynd af fiðrildum á engi, pöntuð af nýja kvikmyndahús- inu. — Jæja, Eline, hvernig hef- urðu haft það í dag? Þetta er eins og startskot. Ég ryð út úr mér öllu, sem mér hafði getað dottið í hug, líka ót- almörgu í sambandi við vinnuna. Ég heyri rödd mína skjálfa: — Þeir ausa fúkalyfjum í neyzluvatnið. f tonnatali, Iver. Iver fer fram í eldhús, réttir út hendurnar að arineldinum, eins og til að verma sig. Og allt í einu fæ ég þá óþægilegu til- finningu að hann hati mig af því að ég stend þarna og tala og tala. Samt sem áður get ég ekki hætt. — f tonnatali, Iver. Það er ekki neitt meðal gegn tannátu, eða í sambandi við „fjölskyldu- áætlun“. Þeir sögðu að það sem sett var í fyrir sjö árum myndi duga í tuttugu ár í viðbót, enda þótt sá, sem stjórnaði verkinu þá, segði að það dygði aðeins í nokkra mánuði. En í vatnið var sem sagt. ... — Er það þá eitthvað nýtt fúkalyf, sagði Iver þreytulega. — Þeir segja að það sé til að hindra farsótt. Já, að það sé bólusótt á gangi einhvers staðar í Austurlöndum. Við tókum myndir og töluðum dálítið við fólkið úti hjá vatnsgeymunum, en það vissi bara að þetta var fúkkalyf. Eitthvað grænt og í kökkum, Iver. Mér lízt ekki á það. —• Mótmæltu þá, segir Iver. — Farðu að Stórþinginu og mót- mæltu. Eg skal gera handa þér fallegt spjald. Gerðu það, Eline. Og allt í einu er hann farinn að brosa. — Manstu, Eline? „Manstu"? Einu sinni var það eins konar töfraorð. — Manstu eftir í Kaupmannahöfn. Manstu þegar vélin bilaði hjá okkur við suðurströndina og við vorum nærri rekin til hafs? Manstu? Nú stendur hann þarna og brosir og segir „manstu“. Hann hefði alveg eins getað staðið þarna og sagt: Manstu þegar ég bjó síðast til mótmælaspjald, El- ine? Mér hitnar í kinnum. Sagan sú er neyðarleg. Það var fyrir sjö árum, þegar við áttum að fá „fjölskylduáætlunarskammt" í vatnið. Þá stóð ég í hópi hundr- aða kvenna sem æptu: Við vilj- um það ekki. Á spjaldið, sem ég bar, hafði Iver teiknað ham- ingiusama móður með börn allt í kringum sig, og undir stóð í rauðu letri: Við viljum ákveða það sjálfar. Nú er ég auðvitað bara fegin „áætlunarlyfinu". Það er gott að geta sjálfur ákveðið, hvenær maður á börn. Og það er ósköp einfalt að fá þessi getnaðarvarn- arlyf. Og þessa stundina - þeg ar ég hugsa nánar út í það — er um að ræða vissan áróður fyrir fjölgun fæðinga. — Ég var heimsk, tauta ég og Iver hlær. — Heimurinn sem er rétt að segja að sundrast — af mannfjölgunarsprengjunni. — Hefði ekki verið þessi heims- áætlun um takmörkun fæðinga, værum við kannski farin að svelta nú þegar. Útlitið var skuggalegt 1980. — Svo sannarlega, segir Iver og ber kínamatinn á borð. Iver hellir í bollana okkar kaffi úr hitakönnunni. Jæja? segir hann. Nýtt startskot. En það er eins og ég hafi gleymt að segja það sem ég hafði hugsað mér. Þess í stað spyr ég: — Ertu eins og svolítið hræddur, Iver? — Hvers vegna ætti ér? að vera hræddur, við sem höfum það svo ágætt, Eline. Samt er ég hrædd. Hrædd af því að Iver er svo rólegur. Hrædd af því að — O, þegar ég loka augunum sé ég fyrir mér þetta kekkjótta græna efni. Og ég veit ekkert um það. En það er þó árangur vísindalegra rann- sókna vísindamenn ættu að vita hvað þeir gera. — — Hvers vegna skyldi ég vera 48 VIKAN ss- tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.