Vikan


Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 22

Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 22
Ég veit ekki hve lengi Savalle hafði staðið í dyrunum. Hún hélt með báðum höndum um dyra- póstinn og sloppurinn hafði runnið út af öxlunum. — Komdu þér út héðan! sagði Nieholas fokvondur. Hún glennti upp augun, sak- leysið uppmálað. — En hvað hefi ég gert, góði? Hún leit á Nicholas. — Ég var bara að stríða Serenu. Ég ætlaði ekki að gera hana hrædda, að- eins að stríða hénni, vegna þess að hún er svo ástfangin af þér. Vissirðu það ekki? Hún er yfir sig ástfangin . . . Mér leið illa af smán og feimni. Mér fannst sem ég hefði verið af- klædd og sæti þarna allsnakin. Ég var eins og dáleidd, þegar ég sá annan nakinn arm hennar vefja sig um háls hans-. Hún hallaði höfðinu aftur á bak og leit ögrandi á hann. Hann var kaldur og rólegur að sjá, losaði sig undan armi hennar en greip um úlnliðinn. Hann var stjarfur á svipin. — Einhvern- tíma gengurðu of langt! sagði hann. Þá lyfti Savalle hendinn svo það hringlaði í armbandinu undir nefinu á honum. — Og notaðu ekki þetta drasl hér niðri! bætti hann við, svo reiður, eins og hann myndi springa þá og þegar. — Elskan, ég skil ekki hvers- vegna þér er svo illa við þetta armband, það sem er svo fallegt, sagði hún og augu hennar gneist- uðu. — Aðferðir Indíánanna eru mannlegri, þeir hengdu fórnar- dýr sín í mittisböndunum. Ég vil heldur ekki sjá frú Danby hér lengur. Henni var uppálagt að láta þig ekki hafa áfengi, en það hefir sézt til hennar, þegar hún er að kaupa brennivin fyrir þig- — Ó, nei, Nick, vertu nú góð- ur! Savalle hallaði sér að honum með lokuð augu. Þessi biðjandi rödd hennar kom mér algerlega á óvart. Hún var gjörbreytt, auð- mjúk og iðrandi. — Elsku hjart- ans, fyrirgefðu mér. Sendu hana ekki burt, ég lofa því að láta hana ekki kaupa neitt fyrir mig! — Hún verður að fara héðan, sagði hann, harður og ákveðinn. Hún hallaði sér enn að honum með lokuð augu. Hann stóð beinn og stífur og leit undan, með við- bjóð í hverjum andlitsdrætti. — Taktu ekki frú Danby frá mér, Nick, endurtók hún lágt. Svo andvarpaði hún og færði sig frá honum. Á næsta augnabliki hafði hún tekið eitthvað upp úr sloppvasanum og hélt því á lofti. Það var smekkláslykill á hring. — Ég fer nú og legg mig, Nick, kemurðu með? Það gæti dottið í mig að biðja þig að vera hjá mér. Hún veifaði lyklinum stríðnis- lega. — Væri það ekki gott. Ég get líka látið þig hafa annan lyk- il, svo þú getir komið þegar þú vilt. Einn góðan veðurdag lang- ar þig ábyggilega til að heim- sækja mig. Láttu ekki líða of langan tíma þangað til, elskan. Það komu kippir við munninn á honum, og það leit út fyrir að hann langaði til að ráðast á hana og rífa hana í tætlur. — Hafðu þína lykla sjálf, svar- aði hann. — Eina tilfinningin sem þú vekur h:á mér er viðbióður. Hún hló og klappaði honum á kinnina. Og þegar hann kippti af sér hönd hennar sá ég langa, rauða rispu á kinn hans, og mér varð hugsað til löngu naglanna. —• Þú meiðir mig í úlnliðinum, sagði hún ásakandi, eins og til að réttlæta sig. Svo gekk hún til dyra, svo létt og liðlega að mér varð á að hugsa um glitrandi slöngu, sem smaug í gegnum grasið. Liðug, beinlaus vera, sem hlykkjaðist áfram, hægt og mjúkt, með leiftrandi augum og klofinni tungu ... Mér varð flökurt. Savalle hafði skipt svo oft um svip og stelling- ar og allar voru þær tilgerð. Ég gat ímyndað mér að Nicholas hefði það sama á tilfinningunni, eða það sem Savalle hafði sagt um mig, það sem var hrein lygi. Hann var of kaldur og vonsvik- inn maður, til þess að ég gæti haft áhuga á honum. Fyrir skömmu hafði ég tekið að mér starf hiá móður hans, eiginlega til að stríða honum og sýna hon- um að ég væri ekki ónytjungur og glæframanneskia. Nú var þetta allt öðruvísi. Það eina sem skipti máli í augnablikinu var móðir hans, sem stóð í gættinni, náföl með innfallin augu. — Ég fer niður og helli upp á te, sagði hún. Þegar ég var orðin ein með honum, varð ég vandræðaleg. Hann gekk út að glugganum og leit út. — Það er alveg ómögulegt fyr- ir yður að vera kyrr hér, sagði hann snögg.. — Þér heyrðuð hvað konan mín sakaði yður um. Hún segir það öðrum, eins fljótt og hún hefir tækifæri til. Ég veit hvað hún getur gert. — Hún drekkur kannski vegna þess að hún syrgir Cheryl! sagði ég. Hann yppti örlum þreytulega. — Hún kærði sig aldrei um barn- ið. Henni þótti gaman að sýna hana einstöku sinnum, eins og aðrar konur nota skartgripi eða glæsileg föt, til að vera nógu stásslegar. Ég vil að þér farið héðan. Ég fylltist einhverri þrjózku og settist upp til að mótmæla. — Það er enginn heima í Tarn House, og mér þykir gott að vera hjá móður yðar, sagði ég. — Þessi köst hennar hafa ekki áhrif á mig nú, þegar ég veit á hverju er von. — Drottinn minn, sagði hann ergilegur. — Þér vitið ekki hvað þér eruð að segja! Það, sem þér hafið orðið vitni að í kvöld, er ekkent, hreinn barnaleikur! — Móðir yðar þarf á mér að halda, að minnsta kosti langar mig til að halda það! Og ég vil ekki hopa af hólmi! sagði ég. Hann sneri sér að mér og horfði lengi á mig, eins og hann væri að sjá mig í fyrsta sinn. — Hvað er þetta? spurði hann hægt, — Hugrekki? Þrjózka? Já_. móðir mín þarf á yður að halda. Það er bezt að þér fáið að ráða. — Ætlið þér að segia frú Dan- by upp? spurði ég. — Já. Það eru eftir þrjár vik- ur af þessum mánuði. Ef ég kemst að því að hún kaupi brennivín fyrir Savalle eitt ein- asta skipti, þá fer hún á stund- inni. Hann gekk út, án þess að líta á mig. Frú Mede kom með te, og bar annan bolla inn í vinnuher- bergið til sonar síns. Ég hallaði mér aftur á bak, dauðþreytt á líkama og sál. — Ég fer ekki, sagði ég við frú Mede. Hún klappaði á hönd mína. — Ég veit ekki hvað ég á að segja. Að mér sé lióst að það sé bezt að þér farið? Ég vissi að eitthvað átti eftir að koma fyrir. Nú hafið þér heyrt og séð til hennar. Sa- valle ásakar yður um að vera ástfangin í Nicholas. — Það er ekki satt, sagði ég og roðnaði upp í hársrætur. — Nei, en það er óbægilegt fyrir yður. Savalle er snillingur í að koma illu af stað, sagði gamla konan bitur . — Ég skil ekki að þér skuluð taka það í mál að hafa hana hérna í húsinu! — Nicholas segir ennþá að það sé ekki hægt að komast hjá þeirri staðreynd að hann sé bundinn Savalle ,,í sorg og gleði“. Þessut- an er þetta ekki svo auðvelt. Ef hann neitaði að leyfa henni að vera hér, þá myndi hún gera okkur allan þann óleik. sem henni væri mögulegt, og það yrðu ekki smámunir. Hún er snilling- ur í að koma illu til leiðar. Nic- holas hefir gert það sem var draumur okkar foreldra hans og reyndar hans sjálfs, að verða læknir við Maeyerbridge sjúkra- húsið. Það væri miög örlagaríkt fyrir hann, ef honum væri bendl- að við eitthvert hneyksli. Ég held að von bráðar gangi hún of langt og þá getur Nicholas fengið skilnað. En eins og er, verðum við að umbera hana. Hún hvarf í fleiri mánuði. Við vitum ekki hvar hún hefir verið. — Var hún þá með einhverium öðrum? spurði ég. — Að öllum líkindum, en það er ekki hægt að sanna það. Hún pr afbrýðísöm, ráðrík. gráðug og illgiörn. Fái hún ekki viÞa sín- um framgengt, þá verður hún að villidýri. Hún hatar Nicholas. — Hversvegna? — Hún getur ekki kúgað hann. Löngu áður en hún átti Cheryl, var hún í tygjum við annan mann. Nicholas gat feng'ð hana til að hætta þ"í. Saville safnar karlmönnum, eins og hún safnar verndargripum. Hún er vön að hæla sér af því að hver verndar- gripur tákni sigur yfir emhver4- um! Og ég var svo hei'"sk að haMa að hún hefði breytrt. þe<*_ ar hún kom heim núna. Hún var svo hæglát og öðruvísi en áður. Fn bsð er bara nvtt hlutverk, sem hún er að leika! — Hvaðan er hún? — Frá London. Liam kom heim með hana einn daginn hún hafði verið fyrirsæta á Lista- skólanum. Hann var miög ást- fanginn af henni. Þegar hún sá Nicholas brosti him, eins og hún væri strax búin að ætla sér hann. Hún hélt að hann bvði henni uoo á glæsilegri framtíð. Hún bió í sóðalegri íbúð með föður sínum, Marcus Wyndom, sem var þekkt- ur leikari tuttugu árum áður. Sa- valle hefir erft leikarahæfileika hans og drykkiulöngum. Marcus lézt á drykkíumannaheimili tveim mánuðum áður en þau Nicholas giftu sis. Ég man vel hvernig hann var bá, svo um- hygg:usamur oa fullnr mnð- aumkunar. Hann tilbað hana. Oa hvað sat ég gert? Hann varð að ';fa sínu eigin lífi, greiða S'álfur tyrir mistök sín . . . — Hver var Madeleine? spurði ég. — Aðstoðarstúlka hans. Hann hafði einkasmklinga. fyrir utan 22 VIKAN 35. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.