Vikan


Vikan - 27.08.1970, Side 23

Vikan - 27.08.1970, Side 23
— Þér getið ekki verið hér, sagði Nicholas snöggt. — Þér verðið að fara meðan tími er til. Það sem þér hafið séð í kvöld er aðeins smámunir. Þér getið ekki gert yð- ur grein fyrir því sem Savalle læt- ur sér detta í hug 5. HLUTI sjúkrahúsið. Madeleine var ung og lagleg, blíð og heiðvirð. Frá upphafi ásakaði Savalle Nicholas um að halda við Madeleine. Eitt kvöldið hafði Nicholas boð inni. Savalle hafði drukkið mikið og þeim lenti saman, henni og Nic- holas. Hún neitaði að sýna sig og hann varð að segja gestunum að konan hans væri veik. Frú Mede brosti dauflega. — Ef þér haldið að ég geri of mik- ið úr þessu þá ætti þetta að geta sannfært yður. Savalle kom inn í miðri máltíðinni. Ég hefi aldrei séð hana fallegri. Hún var í ein- földum kjól og það var eitthvað viðkvæmnislegt við hana, það var eins og hún vildi gera lióst að hér kæmi kona, sem væri miög óhnmingiusöm og hefði verið út- grátin. Það urðu auðvitað allir bæði hissa og forvitnir. Nicholas varð það á að nefna Madeleine í sambandi við starf sitt. Ég gleymi aldrei svipbrigðunum á Savalle, sársaukadráttunum, tárunum, og svo hljóp hún út. Hún gerði það ekki endasleppt. Næsta morgun hringdi hún til allra, sem höfðu verið viðstaddir og bað þá af- sökunar á framferði sínu, en lét í það skína að henni hefðið liðið svo illa vegna þess að hún vissi að Nicholas ætti vingott við Madeleine. Ég heyrði eitt af þess- um samtölum, þessvegna veit ég það, annars hefði ég ekki trúað því að nokkur manneskja gæti verið svona ófyrirleitin. Þetta var stórkostleg leiklist og faðir henn- ar hefði eflaust orðið mjög hreykinn af henni. — En ef Nicholas hefir verið saklaus ...? sagði ég. — Skaðinn var skeður. Made- leina hætti að vinna hjá honum. Savalle er vond, hugsaði ég, — glitrandi slanga með eitur í tungunni... Ég læsti dyrunum um nóttina. Mér fannst ég heyra einhvern umgang í garðinum, svo heyrði ég lyklum stungið í skrá. Nú vissi ég hversvegna Nicholas var á ferli á veröndinni, það var til að hafa gætur á Savalle. En ég var of þreytt eftir atburði dags- ins til að aðgæta þetta betur. Frú Danby var kuldaleg við mig daginn eftir, svo mig grun- aði að Nicholas hefði sagt henni upp. Klukkan ellefu kom Savalle niður. Hún var í sama, hvíta stoppnum, en það var greinilegt að hún hafði sofið í honum. Hún var ógreidd og augun sljó. — Viljið þér kaffi? spurði ég hana. — Nei. Frú Danby lætur mig hafa það sem ég vil. Hún leit reðilega á mig. — Nicholas skal fá að sjá eftir því að hafa sagt henni upp. Hún er eini vinur minn hér! — Hún er ekki sannur vinur, sagði ég. — Aha, svo þau hafa sagt yð- ur það, er það ekki? Vesalings Nicholas, með sína drykkfelldu konu, hvæsti hún. — Þér hafið sannarlega ekki legið á liði yðar, það verð ég að segja! Það er naumast að þér hafið áhrif á Nic- holas, — Serena, litla, saklausa lambið! En þér verið ekki lengi hér, því lofa ég! Ég svaraði ekki. Hún teygði úr sér, eins og köttur og sagði: — Ég ætla út. Vitið þér hvaða dagur er í dag? Hún hló. — Það er brúðkaupsdagurinn okkar. Ég svaraði heldur ekki núna. Hún fór upp og kom nokkru síð- ar, klædd köflóttu buxnapilsi, silkiskyrtu og ilskóm, með hárið í hnút uppi á hvirfli. Hún vfr mjög athyglisverð og ég var ekki ein um að horfa á eftir henni, þegar hún gekk niður sítginn að ströndinni. Þar nam hún staðar. Maður kom yfir víkina, frá báta- bryggjunni og talaði við hana. Hún hló og kinkaði kolli, svo gengu þau í áttina að bátabryggj- unni, þar sem bátar Joel Weirs voru bundnir. Ég virti hann fyrir mér, hann var þrekvaxinn og dökkur, eins og Sígauni, — og mér varð á að hugsa hvort hann væri síðasta fórnardýr Savalle. Frú Mede kom og stóð við hlið- ina á mér við gluggan. — Joel Weir græðir á þessum bátum sín- um, sagði hún, eins og hún væri að svara mér. — Hann fer í veiðitúra og allskonar ferðir. Hann hefir nóg að gera allt sum- arið við að fara með fólk í skemmtiferðir, — smáhópa. sem vilja skreppa yfir sundið til Fi'akklands. Alan Drake fór í eina slíka ferð fyrir nokkrum vikum, hann segir að Joel sé fyrsta flokks skipstíóri. F.r Savalle hrifin af sjón- um? SDurði ég. — Já. það held ég, — og hún syndir eins og fiskur. Savalle kom heim eftir hádegi, tók bílinn og ók til bæ’arins. Þegar hún kom aftur, nokkrum tímum síðar, var hún gmrbreytt. Hún var kát og fiörug. eins og freyðandi kampavín. Hún lagði nokkra pakka og blómvönd á eldhúsborðið. — Danny, sagði hún við frú Danby, — ég ætlaði að hafa gesti í kvöld. Vilt þú verða hér og hjálpa mér? Það er kominn tími til að lífga svolíitð upp á þetta grafhýsi! Ég hitti nokkra góða vini í bænum, John og Onnu Crosbie. — Það er nú lítill tími til undirbúnings, sagði frú Mede hvasst. — O, svei, það gerir ekkert til! Savalle smellti með fingrunum og hló. — Það verður skemmtileg tilbreytni. Og Serena. ég ætlaði líka að koma yður á óvart. Ég hringdi til vinar yðar. Stuart Kimberley og bauð honum líka! Ég var alveg eyðilögð. Ég var í vist hér — o® Stuart átti að vera gestur, það gat orðið óþægi- levt. ^iiholas var reiðiiegur á svip, begar hann heyrði um sam- kvæmið. en hann sagði ekki neitt, fór upp á loft til að hafa fata- skipti. Þegar ég kom niður. rétt á undan Nilholas. var Savalle bú- in að snyrta sig. hún var svo fög- ur að ég fann svolítinn nfundar- sting með sjálfri mér. Hún var Framhald á bls. 35. 35. tw. VIKAN 23

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.