Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 24
í miðri höfn höfuð-
borgar Noregs er smá-
eyja, þar sem allt er
með flestum sömu um-
merkjum og það var á
seytjándu og átjándu
öld. Á miðöldunum var
þar klaustur, og árið
1716 leituðu hermenn
Karls tólfta þar skjóls
undan fallbyssuskot-
hríð frá Akurshúsi,
borgarvirki Oslóar.
Hólmi þessi heitir á
norskunni Bleiköya,
eða Bleikey. Þar hefur
sama ættin búið í
fjölda kynslóða.
24 VIKAN 35- tM.
Hvernig skyldi það vera að eiga heima á
friðsælum, miðaldalegum sveitabæ í miðri
höfn stórborgar, þannig að ekki sé nema svo
sem fimm mínútna ferð með bát þangað frá
næsta hafnargarði? Að eiga sér eyju með út-
sýn til borgarinnar til allra hliða. Að þurfa
ekki að hugsa um eldivið til vetrarins, þvi
að upp í fjöruna skolast alltaf nógu mikið
af rekaspýtum til að fóðra fjóra gráðuga
ofna. Að búa svona enn þann dag í dag —
nokkurn veginn á sama hátt og forfeður
manns á átjándu öld!
Þetta gerir fjölskyldan Gulbrandsen á
Bleiköya. Afinn Ole og pabbinn Christian
Gulbrandsen, konur þeirra og börn.
Þrátt fyrir að tímarnir séu óneitanlega
breyttir frá því að fyrstu forfeður þeirra
tóku sér bólfestu á eynni, er ekki að sjá að
Gulbrandsensfólkið sé neitt á þeirri leið að
hætta búskapnum þar. Þrír yngstu meðlimir
fjölskyldunnar eru að minnsta kosti harðir
á því að þau muni aldrei flytja inn í stór-
borgina með allri bensínfýlunni og óloftinu.
Þeim finnst þegar nóg um fyrirgang þann,
er tækniöldinni fylgir, í höfninni í kring.
Lítið bara á Sjursöya, segja börnin, það er
næstum búið að jafna hana við sjóinn! Einu
sinni var Sjursöya þó perla hafnarinnar og
þar bjó Johan Borgen að sumariagi.
Tvö eldri börnin, Anne-Marie ellefu ára
og Hanne-Christin tíu ára, eru að vísu vel
kunnug í borginni, því að þau hafa þegar