Vikan


Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 46

Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 46
er nefnilega mjög mismunandi, ekki aðeins hjá einni konu og annarri, heldur líka mismunandi tímabil sem sama konan þarf á hormónagjöfum að halda! Þegar þar við bætist að framleiðsla efn- isins nú er þannig, að oftar koma til fleirburafæðingar, er því meiri ástæða til að fara varlega og þá er hægt að segja sér það sjálfur hve vandasamt þetta er. — En það eru sára fáar konur, sem þurfa hormónagjafir, þótt við höfum nokkuð mikið af því hér (í Oslo), segir yfirlæknirinn, — þar sem konur koma hingað alls staðar að af landinu. En um árangur er það að segja að þrjá- tíu og fjögra ára gömul kona, er aldrei hafði haft mánaðarlegar blæðingar, varð barnshafandi, og fleiri, sem ekki höfðu haft þær í 10—15 ár. Ung-ar stúlkur — pillan. — Hvenær á ung stúlka, sem ekki fær reglulega tíðir, að leita læknis? — Það á hún að gera, ef þær koma ekki á réttu tímabili; nú orðið 11—12 ára. Það getur verið að ekkert op sé á meyjarhimn- unni, svo að blóðið komist ekki í gegn. Ef tíðir eru ekki byrjaðar, þegar hún er 17 ára, þá þarf ná- kvæmrar læknisrannsóknar við og læknisaðgerð nákvæmlega í- huguð. Við hér erum mjög var- kárir með hormónagjafir ungra stúlkna, sömuleiðis hvað pillunni viðkemur, enda eru fyrirmæli um að sýna ítrustu varkárni í að skrifa lyfseðla fyrir mjög ungar stúlkur. Nú erum við að prófa pillu, hina svokölluðu „einu sinni“ pillu, sem tekin er 2—4 tímum fyrir samfarir og 10—12 tímum síðar gætir engra áhrifa frá henni í líkamanum. Hún truflar ekki egglos og ennþá höfum við ekki orðið varir við aukaverkanir. Það lítur út fyrir að hún orsaki ekki blóðtappa, offitu eða sálræn vandræði og þunglyndi meðan á tíðum stendur. Hve örugg hún er vitum við ekki ennþá, svo að eins og stendur kemur hún ekki á markaðinn hér. Engin lög vernda börn, sem getin eru með aðkomu- frjóvgun. Ef konan er ekki móttækileg fyrir sæði karlmannsins, þá get- ur það gefið góða raun að gefa henni sæðið með innspýtingu og í því tilfelli er barnið skilgetið barn foreldranna. En ef sæði hans er ekki not- hæft og hjónin óska eftir að- fengnu sæði, þá horfir málið öðruvísi við. Þá verða hjónin að óska eftir þeirri aðgerð skriflega, og gefandinn verður líka að gefa skriflegt leyfi til að sæði hans sé notað. Um allan heim er það mjög algengt að læknastúdentar séu gefendur, ef slíkt er mögu- legt. Andlega séð ættu þessi börn að vera meira en meðalgreind, þar sem slíkir gefendur eru vandlega valdir. Ef til hjúskaparvandræða kæmi, getur konan orðið ein um ábyrgð á barninu, vegna þess að ef sæði er fengið að, þá eru engin lög hér (í Noregi) sem verndar rétt barnsins til föðursins, eða föðursins til barnsins. — Og hugsum okkur að barnið vilji einhverntíma fá að vita hver raunverulegur faðir þess er? Hefir það rétt til þess? — Og ef móðirin fær aðfluttan eggjastokk, verður þetta þá tvö- falt vandamál fyrir barnið? — Það er rétt að barnið fær enga erfðaeiginleika frá foreldr- unum, það fær erfðaeiginleika eggs og sæðis gefenda. En móðir- in hefir gengið með það og er þessvegna bundin því fastari böndum tilfinningalega séð. — Það er hægt að hjálpa flest- um konum, með þeim ráðum sem nú eru tiltæk. En það tekur á þolinmæði konunnar. Frá því að vera aftast í biðröðinni getur lið- ið heilt ár þangað til hægt er að vita nokkuð, og síðan hálft ár þangað til tímabært er að snúa sér að aðgerðum, og það líða oft mánuðir og jafnvel ár, þangað til nokkur árangur næst. — Og svo, þegar að fæðingu kemur, getur það skeð að ekki sé til pláss á fæðingadeild! Það er því nauðsynlegt (víðast hvar í heiminum) að stefna að því að aldrei þurfi að koma til vand- ræða vegna skorts á fæðinga- rúmum. En konur eru ótrúlega þolinmóðar .... Yfirlæknirinn brosir og minn- ist þeirra kvenna, sem hafa kom- ið langt að, setzt á ranga bið- stofu í sjúkrahúsinu og beðið þar allan daginn, án þess að kvarta, og taka því með engilblíður brosi þegar upp kemst um mistökin ... ☆ Miðaldaeyja... Framhald af bls. 25. Solveigu, sem er tíu árum yngri. Núverandi húsmóðir, Berit, er frá Hringaríki og kom uppruna- lega til eyjarinnar í heimsókn til frænku sinnar, sem hafði sumar- bústað þar — og fór ekki aftur. Eyjan er sem vænta mátti eft- irsótt til að byggja þar sumar- bústaði, og eru þeir þar nú um níutíu talsins. Oft hefur Gul- brandsenunum verið boðið stór- fé í eyna, en þeir hafa alltaf neitað að selja. Að vísu eiga þeir ekki nema helming eyjarinnar, en hinn helminginn á það opin- bera og hafði þar heimili fyrir vandræðabörn. Síðan var hælið flutt á annan stað, og eftir það fór sumarbústöðunum að fjölga. En fólkið á eyjarbænum hefur að jafnaði ekki mikið saman við sumargestina að sælda. Afi og amma Gulbrandsen muna þá tíð, er bændurnir úr nágrenninu komu með heyhlöss á sleðum til að selja í borginni; það var þá þegar hestar voru þar algengari en bílar. Þegar höfnin er ísi lögð lætur fólkið sig oft 46 VIKAN 35- tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.