Vikan


Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 45

Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 45
Þeir eru margir æfintýrastaðirnir, sem hægt er að komast til með flug- vélum Loftleiða. Fjöldi (slendinga hefur notið ánægjulegra stunda einmitt á þeim stað, sem stúlkan á myndinni virðir fyrir sér. Þægilegar hraðferðir heiman og heim. k FLUGFERÐ STRAX — FAR GREITT SÍÐAR. 'OFTLEIDIR EFTIR LÚPIIS Fi-amhald af bls. 21 sást engán veginn fyrir í til- tektum. Ilann varðist garps- lega á næsta flokksþingi liauslið 1954, en mótherjar lians nevttu þá liðslnunar af þvilíkri gremju að unna hon- um ekki einu sinni varafor- mennsku flokksins, þó að leitt hefði til sátta. Leystu jieir Hannibal og frá stórfum sem ritstjóra 'Alþýðuhlaðsins og ætluðu honum sveiti á köldum klaka. Hannibal var liins vegar eklci af baki dott- •inn, en stofnaði til byltingar á alþýðusamþandsþingi i samfylkingu við lcommún- ista gegn fvrri samherjum og var kosinn forseti Al- þýðusambands Islands. Var hann þar með fallinn i ónáð Alþýðuflokksins og léði ekki máls á samleið með honum í hræðslubandalagið við Framsóknarflokkinn 1956, en sldpaði sér í fylkingu Al- þýðubandalagsins og gerðist formaður ])ess. Hreppti Hannibal ráðherradóm að Iaunum og fór með heil- brigðis- og félagsmál í vinstri stjórninni 1956—1958. Dvöl bans í Alþýðubandalaginu laulc svo með sérframboðinu i Rcykjavík 1967, og sótti Hannibal ekki síðasta flokks- jiing. Mun honum hafa þótt fundarstjórn jiar ófýsileg, og kvaddi hann Alj)ýðubanda- lagið með kuldalegu sim- skeyti. Ilins vegur nýtur liann enn valdanna i Aljiýðu- sambandi íslands. Átti hann auðveldan kost þeirra, með- an allt lék í lyndi í Aljiýðu- bandalaginu, en á síðasta al- j)ýðusambandsþingi var frið- urinn úti. Þá brá svo við, að Hannibal var endurkosinn forseti sambandsins að frum- kvæði núverandi stjórnar- floklca og hefur sú ákvörðun sennilega verið tekin i livíta húsinu við Lækjartorg að ráði Bjarna Benediktssonar og Gylfa Þ. Gislasonar. Æviágrip Hannibals Valdi- marssonar sannar, að liann er enginn veifiskati. Hann er lcappsfullur, þróttmikill og vopnfimur, en kann sér ekki alltaf hóf sem skyldi og verð- ur því löngum umdeildur, tortryggður og öfundaður. Hannibal er slyngur mælsku- maður, barðskeyttur í orða- sennum, hlífist aldrei við stórræðum, en segir opinskár og hispurslaus liug sinn allan og vel það, þvi að luti bar- dagans kyndir upp í lionum ólgandi skapsmuni. Þó er of- stopi Hannibals engan veg- inn sproltinn af öfgum eða batri, enda maðurinn per- sónulega vinsæll, drengileg- ur í viðureign við mótherja, sem mega sín litils, sam- vinnuþýður, ef allt er með felldu, og ann lceppinautum og andstæðingum fúslega sannmælis, er honum finnst þeir aðdáunar verðir. Hins vegar telst harðfylgi lians slíkt og þvilíkt i tvísýnum kappraunum, að stappar nærri ófyrirleitni og jafnvel ofdirfsku. Mörgum gremst, hvað hann er stórlyndur og einjjykkur, en saml er al- gengl, að Hannibal breyti um skoðun og viðhorf. Hann er táknrænn fulltrúi íslenzkrar verkalýðshreyfingar, sem glepst svo af sundrungu stríðandi mannkyns, að hún leggur ekki til úrslitaatlögu heima fyrir. Hannibal telst eklci flokksforingi, sem held- ur uppi ströngum aga og kemur á traustu skipulagi. Hann er lcitandi sál, upp- reisnargjörn og óróleg eins og náttúruöflin. Sumir hafa ællazt til, að hann sameinaði íslenzka alþýðu í samtaka og einhuga fylkingu, en sliku fær Ilannibal naumast áork- að, þó að bann feginn vilji. Eðli hans er þannig, að hon- um lætur ekki spekt og sam- lyndi. Hann fer sinu fram, einrænn og sjálfstæður og leynir áleitinni minnimáttar- kennd með djörfu óstýrilæti. Ilannibal kýs gjarnan mann- virðingar sér til handa og treystir engum betur en sjálf- um sér til hvers lconar úr- ræða, ])ó að hann fari helzt að ráðum Finnboga Rúts, bróður síns. Samt telst liann ekki valdfíkinn. Ilann heng- ir metorðin utan á sig eins og glvsgjarn broddborgari eftirsótt heiðursmerki, en er undir niðri vestfirzkur al- þýðumaður, sem hefur gert stóran draum um hlutskipti sitt að ímynduðum veru- leika. Hannibál gengur fram i dul, sem er bjartsýni hans og trú á ætlunarverkið, sem honum tókst ekki að vinna. Enginn skyldi ætla, að Hannibal Valdimarsson setj- ist í helgan stein á næstunni, þó að aldur færist yfir hann, ef lionum er sjálfrátt. Mað- urinn ann sér ckki næðis. Hannibal hefur fest kaup á jörðinni Selárdal í Arnar- firði og stundar þar lievskap á sumrum með fjölskyldu sinni. Hressing þeirrar skemmtilegu tómstundaiðju dreifir samt engan veginn huga lians frá metnaðarfullri barátlu. Hann var kosinn í lireppsnefnd í Ivetildölum í sumar og síðan oddviti sveit- arfélagsins. .Tafnvel svo lítil fluga kitlar nef hans. Lúpus. Eggjastokkaflutningur Framhald af bls. 15. greindu, geta konur haft tíðir, án þess að egglos fari fram, — eða jafnvel alls ekki haft tíðir og að' því geta legið margar orsakir. I þeim tilvikum geta hormóna- gjafir komið að haldi, eða að læknirinn getur notað efni sem kallað er „clomifensitrat“, en þá er mjög mikilvægt að rétt sjúk- dómsgreining komi til. Það er mikil hætta á að gefinn sé of stór skammtur og þá koma til þessar fjölburafæðingar, sem gerast æ tíðari. Sá skammtur, er til þarf til að framkalla egglos, 35. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.