Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 39
Malta
Malta súkkulaðikexið er sjálfkjörið í hópi kátra félaga. Ánægjan
fylgir Malta jafnt á ferð sem flugi, — hvert sem er.
Það leynir sér aldrei, — Malta bragðast miklu betur.
iiÉHw
.V X
■<K
sá í huganum hinn hvíta og
freistandi Jagúarbíl í útstilling-
arglugganum. Hann sá sjálfan
sig í anda stíga upp í bílinn,
meðan sölumaðurinn hneigði sig
djúpt. Hann sá fyrir sér, hvern-
ig hann steig fæti á teppalagt
gólfið í Jagúar-bílnum og tók
báðum höndum um hvítt stýr-
ið. .. .
Hann gekk út að glugganum
og þá blasti við honum bölvaður
skrjóðurinn.
—■ Ég skil ekki hver tilgangur
yðar er með þessu, sagði hann.
—- Hvað græðið þér á þessu?
—- Ég skal vera heiðarleg
gagnvart yður, herra Richards-
son. Mér og manninum mínum
kom ekki rétt vel saman. Marg-
ir álitu, að ég hefði haft mestan
áhuga á peningunum hans, þeg-
ar ég giftist honum. Síðan slys-
ið varð, hef ég fengið að heyra
margs konar getgátur og að-
dróttanir. Ég býst ekki við, að
lögreglan hafi nokkurn tíma
upp á hinum rétta bílstjóra, svo
að með hjálp yðar get ég bund-
ið endi á slúðrið í eitt skipti fyr-
ir öll. Skiljið þér, hvað ég á
við?
— Auðvitað, frú Otwell. Ég
skil.
— Viljið þér gera þetta?
Hann leit aftur út um glugg-
ann, sneri sér síðan snöggt við
og sagði:
— Hvernig bíl eigið þér, frú
Otwell?
Við eigum einn Cadiilac og
einn Mercedes Benz.
— Fínt, sagði Lou. — En haf-
ið þér séð nýja Jagúarinn, mó-
del 1970?
— Nei.
Hann er fínn. Ég hef heit-
ið síálfum mér að eignast einn
slíkan. Þess vegna segi ég já.
Hún brosti og hallaði sér aftur
í stólnum.
Mitt rétta nafn er Rice,
sagði hann. — Lou Rice.
Þegar hann ók upp að lög-
reglustöðinni, var hann með
magaverk af kvíða. En þegar
hann kom inn og sá góðleg and-
lit. hresstist hann.
Hann gekk að afgreiðsluborð-
inu og sagði lágróma og skjálf-
andi:
— Nafn mitt er Lou Rice. Eg
held, að þið hafið verið að leita
að mér. Ég drap þennan mann,
Otwell.
Það kom kökkur í hálsinn á
honum. Hann þurfti ekki að
leika, hann skalf allur. Á auga-
bragði var hann umkringdur af
einkennisklæddum lögreglu-
mönnum, sem lögðu fyrir hann
spurningar um allt milli himins
og jarðar. En frú Otwell hafði
séð um, að hann vissi allt, sem
hann átti að vita. Hann gat sagt
nákvæmlega hvar og hvenær
slysið varð. Hann gat lýst fötum
herra Otwell og hann kvaðst
hafa orðið svo hræddur, að hann
hafi ekki vitað hvað hann gerði.
Brátt var hann beðinn um skil-
ríki og blöðin vildu fá mynd af
honum. Vingjarnlegur lögreglu-
þjónn ráðlagði honum að fá sér
lögfræðing. Hann bar við fátækt
og þeir buðust til að útvega hon-
um einn og sögðu, að réttur hans
yrði ekki fyrir borð borinn.
Hann mætti hvarvetna meiri
kurteisi en hann hafði búizt við.
Honum fannst hann vera meiri
maður en nokkru sinni fyrr, og
þegar þeir orðuðu það varfærn-
islega við hann, að hann yrði að
vera gestur í fangelsinu um hríð,
þá fannst honum hann alls ekki
vera fangi heldur — gestur.
Mál hans kom fyrir réttinn.
Hann stóð frammi fyrir dómar-
anum þegar eftir átta daga. Verj-
andi hans, ungur, ærlegur mað-
ur, ráðlagði honum að viður-
kenna allt og treysta á miskunn-
semi réttarins. Það var gott ráð.
Dómarinn lofaði drengilega og
hraustlega framkomu hans og
talaði um fimm til tíu ára fang-
elsi fyrir brot af þessu tagi. Lou
skalf af hræðslu, þar til dómar-
inn varð mildari í röddinni og
endaði á að kveða upp dóminn:
16 mánuðir og 25.000 dollarar!
Ekki svo slæm skipti, hugsaði
hann, hreint ekki svo slæm
skipti.
Frú Otwell var einnig í réttar-
salnum. Hann leit til hennar um
leið og hann var leiddur út.
Hann gat ekki ráðið svip hennar,
en vissi hvað hann hugsaði. Með
25.000 dollurum hafði hún keypt
sér sakleysi, ekki aðeins hvað
snerti illt umtal og aðdróttanir,
heldur einnig i sambandi við
hinn hræðilega dauðdaga manns-
ins hennar.
Eftir tólf mánuði var mál hans
tekið fyrir aftur. Það var rann-
sakað og spjald hans var mjög
gott. Hann hafði fullkomlega
lýtalausa framkomu og hegðun í
fangelsinu. Þar sem þetta var
hans fyrsta afbrot, fékk hann
nokkrum dögum síðar gleði-
fregnirnar: Hann var aftur frjáls
maður. Hann kvaddi með virkt-
um, en rétt áður en hann fór,
var honum fengið umslag, sem
hafði komið til hans. Þetta var
þungt umslag. Hann stakk því í
vasann og gekk út í frelsið.
í strætisvagninum niður í bæ,
reif hann upp umslagið. Það
voru tveir lyklar á kippu í því,
ásamt svohljóðandi bréfmiða:
„Þegar þér komið til bæjar-
35. tbi. VIKAN 39