Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 8
MIOA
PREIMTUIM
HILMIR HF
SKIPHOLTI 33 - SÍMI 35320
»
FRÁ RAFHA
RAFHA eldavél, gerð 2650, með föstum hellum, 30 ára reynsla.
- ÓDÝRASTA RAFMAGNSELDAVÉLIN á markaðinum. - Heim-
keyrsla og Rafha ábyrgð.
VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322
MIG
DREYMDI
Hann pissaði fyrir
augunum á mér
Kæri draumráðandi!
Mig dreymdi draum fyrir
nokkru sem er svolítið óljós fyr-
ir mér, en ég vona samt að þú
sjáir eitthvað út úr honum. -—
Jæja, hann er svona: Mér fannst
ég vera niðri í söluskála og ætla
á kvennasalernið. Þá stendur
maður í dyrunum þegar ég ætla
inn. Ég bíð þangað til hann fer.
Ég smeygi mér inn, en þegar ég
ætla að loka kemur strákur, sem
ég þekki, inn og lokar. Ég ætl-
aði að hraða mér út því mér
sýndist hann ætla að pissa þarna
fyrir augunum á mér, en þá gat
ég ekki opnað. Hann sagði mér
bara að bíða og vera róleg. Ég
sný mér undan á meðan hann
pissar. Svo opnar hann og ég
flýti mér út. Lengri var þessi
draumur ekki.
Með fyrirfram þökk fyrir
ráðninguna.
Þ.Þ.
Þessi draumur gæti einna helzt
veriff fyrir óþægindum, sem þér
kunna aff finnast sérstaklega
ergileg meffan á þeim stendur,
en síffan ætti úr þeim aff rætast
eins og bezt verffur á kosiff. Þá
er ekki ósennilegt aff þú getir
átt von á einhverjum fjárhags-
legum ávinningi.
Að ganga við hækju
Kæri þáttur!
Mig dreymdi um daginn, að ég
væri orðinn bæklaður og þyrfti
að ganga við hækju. Þessi
draumur var óyenju skýr og ég
man ennþá greinilega hversu illa
mér leið að ganga við hækjuna
og hversu erfitt mér þótti það.
Ég geri mér ljóst, að líklega er
þessi draumur fyrir illu fremur
en góðu. Ef svo er, er þér óhætt
að segja mér það undanbragða-
laust.
Með von um skjóta ráðningu.
H.
.Tú, þaff er rétt til getið, aff
draumurinn er ekki fyrir góffu.
Þaff boðar jafnan mikla erfiff-
leika aff dreyma, aff maffur gangi
viff hækju effa sé orffinn bæklaff-
ur á einhvern hátt. Hins vegar
verffur ekki séff um hvers konar
vandræði verður aff ræffa hjá
þér.
Sofðu unga ástin mín
Kæri draumráðandi!
Mér fannst ég vera stödd í
herbergi, sem er mjög svipað
herbergi hérna heima, og var
systir mín þar hjá mér. Ég hélt
á tveimur sveinbörnum, en syst-
ir mín var að búa um rúm og
voru sængurfötin fannhvít og
falleg. Ég stóð á gólfinu rétt við
rúmið og fannst bæði börnin
vera sofnuð. Systir mín átti ann-
að barnið, en mér fannst ég hálf-
vegis eiga hitt, og á meðan ég
stend þarna á gólfinu syng ég
lagið „Sofðu unga ástin mín“,
og fannst mér tveir karlmenn
syngja með mér, án þess þó að
þeir væru í herberginu.
Þá varð mér litið á vegginn,
og þar hékk gítar sem mér
fannst spila sjálfkrafa. Sem ég
var að hugsa hvað hljómurinn
væri fallegur, vaknaði ég.
Ein fyrir norðan.
í þessum draumi togast á öfl
góffs og ills, og er mjög erfitt aff
sjá hvort hann boðar gleði effa
sorg. Þó eru fleiri atriffi sem
vísa á gleffi, gæfu og hamingju,
en hitt, en þó mátt þú (og systir
þín) reikna meff aff óvænt ham-
ingja sem ykkur mun falla í
skaut verffi ekki einhlít.
•
Skoðaði eigin legstein
Kæri draumráðandi!
Ég ætla að biðja þig að ráða
fyrir mig þennan draum sem
mig dreymdi fyrir nokkru síð-
an, og get ekki gleymt.
É'g var stödd í litlum kirkju-
garði, sem var afgirtur og stóð
í brattri brekku. Efst til hægri
var leiðið mitt; ég las nafnið
mitt skýrum stöfum, en ekki
man ég eftir því að ártal væri á
plötunni. Ofan á legsteininn var
steyptur lítill minnisvarði og
voru það tvær dúfur til vinstri,
og sneru þær að nokkrum hest-
um (4 5). Mér fannst að þetta
væri merkið mitt, einhvers kon-
ar nafnspjald sem ég hefði haft
í lifenda lífi.
Ég var mjög undrandi í
draumnum að horfa á nafnið
mitt þarna, því mér fannst að
ég væri ekki dáin.
Ég vona að þú getir ráðið
þennan draum fyrir mig, ef ég
færi nú að hrökkva upp af.
Með kærri kveðju og þakklæti.
H.B.
Svona, svona, vertu róleg, þaff
er engin ástæffa fyrir þig aff
halda að þú sért komin á grafar-
bakkann. Aff dreyma slíkan
draum er nefnilega fyrir lang-
lífi, en þar sem þér hefur láffst
aff geta litar hestanna, er ekki
hægt aff segja til um fyrir hverju
þeir eru. Margir rauffir hestar í
röff effa hóp tákna til dæmis
rigningar effa úrkomudaga, jafn-
marga og hestarnir eru. Dúfurn-
ar boffa þér aftur á móti gróffa,
upphefff eða ástir.
8 VIKAN
35. tbl.