Vikan


Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 6

Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 6
r-IGNiS--, . FRYSTIKISTUR IGINS-djúpfrystirinn gerir yður kleif hagkvæmari matar- innkaup og sparar yður snúninga vegna matarkaupa. Tvöfaldur þéttilisti í loki — hlifðarkantar á hornum — Ijós i loki — færanlegur á hjólum — Ijósaborð með rofa fyrir djúpfrystingu. kuldastilli og 3 leiðbeiningar- Ijósum, „gult djúpfrystíng" — „grænt venjuleg frysting" — „rautt ol lág frysting". — 145 Itr. kr. 16.138.— kr. 17.555.— | út + 5 mán. 190 Itr. kr. 19.938,— kr. 21.530.— jr út + 5 mán. 285 Itr. kr. 24 900,— kr. 26.934 — j út + 6 mán. 385 Itr kr. 29 427 — kr 31800— { út + 6 mán. ™ RAFTORO VIÐ AUSTURVÖLL SI'MI 26660 Fullkomnasta gardínu- uppsetning á markaðnum meö o< fjölbrey litaúrva 3 án kap tt llpi í >pa M ZETfl i Skúlagötu 61 slmar 25440 míWmmmm 25441 Til að borga tapið á menningunni Reykjavík, 7/8 1970. Háttvirti Póstur! Tilefni það er rekur mig til að slá í mína andans truntu, er gagnrýni, það er að segja bréf- korn frá „húsmóður“ og „tán- ingi“. Og með þínu leyfi, Póstur sæll, langar mig til að gapa dá- lítið líka. Þegar sú fregn barst íslenzkri æsku, að von væri á hljómsveit- inni Led Zeppelin til vors ást- kæra lands, voru umræddir snillingar fremur lítt þekktir af fjöldanum. En allt í einu brá svo við að Zeppelin urðu í senn bæði vinsælasta og bezta erlenda hljómsveitin. Plötur þeirra seld- ust upp hvað eftir annað, og ekki var um annað rætt en hina stórkostlegu Led Zeppelin með- al pottorma bæjarins. En hvað gerðist? Tónlist þessara snillinga fór fyrir ofan garð og neðan og neðan hjá flestum, og nokkrir íslenzkir poplistamenn lýstu því yfir að þeir hefðu orðið fyrir miklum vonbrigðum með hljóm- leikana. Enda kom í ljós, að Zeppelin voru illa upplagðir og einnig óánægðir með sína ís- lenzku aðdáendur sem greini- lega höfðu fæstir nokkra „feel- ingu“ fyrir tónlist þeirra. „Húsmóðir“ sú er ykkur skrif- aði, segir meðal annars í sínu stórkostlega bréfi, að „þetta (út af fyrir sig ber orðið ,,þetta“ vott um miður gott uppeldi) framleiði ekkert annað en ein- hvern laglausan hávaða.“ Það er rétt, hávaðinn er mikill. Enda er það liðin tið að dansa eftir einni fiðlu eða harmónikku, eins og vafalaust hefur tíðkazt í æsku húsmóðurinnar. Og hvort tón- list þeirra sé laglaus, ég held ég láta þá fullyrðingu vera einka- mál frúarinnar. „Húsmóðirin“ efast einnig um hreinlæti þeirra, og vafalaust er sú vizka sprott- in af eigin reynslu. En svo var það annar sálmur. Hvernig stóð á því að þeir Zeppe- lin menn voru fengnir hingað? Ég leyfi mér að efast um að þar hafi verið um að ræða skilning eða áhuga á að koma til móts við unga fólkið, eins og yfirlýsingar forráðamanna hátíðarinnar báru vott um. Þar var það gróðasjón- armiðið sem réði. Því þeir vísu menn þóttust vita (eins og reyndar kom í ljós) að halli myndi verða á fyrirtækinu. Því var gripið til þess ráðs að fá hingað hljómsveit fyrir ungling- ana, því öruggt mátti telja, að unglingarnir settu ekki fyrir sig að greiða helmingi hærra verð en aðrir hátíðargestir. Og skyldi svo gróðinn notaður til að minnka tapið á „menningunni". Þetta er gamla reglan, ef eitt- hvað á að bera sig, þá er nauð- synlegt að laða unglingana að, því að á þeim má græða þótt menningarsnobbin hafi enga peninga. Ég hef nú hvolft úr minni and- legu ruslafötu í þetta sinn, og bið ykkur vel að lifa. CHAPLIN. Utanáskrift BBC Vestmannaeyjum, 17/7 1970. Kæri Póstur! Getur þú sagt mér hvert á að skrifa ef maður ætlar sér að senda kveðju í þætti hjá BBC, það er að segja hvaða utaná- skrift maður notar. Að lokum þetta vanalega, hvernig er skriftin? A.B., Vestmannaeyjum. Utanáskriftin er: BBC Publica- tions 35, Marylebone, High Street, London W. 1., England. Skriftin er fremur þokkaleg. Að spá í bolla Mig hefur lengi langað til að skrifa þér en aldrei komið því í verk. Jæja, erindið er að spyrja hvort þið gætuð ekki komið með leiðbeiningar til að spá í kaffi- bolla, spil eða eitthvað svoleiðis. Og svo að síðustu: Hvernig er skriftin og hvað sérðu út úr henni? (Ég er þrettán ára). Tobba. Vikan hefur oft birt efni um ýmiss konar launspeki, og getur vel komiff til greina aff einhvern tíma komi í blaffinu eitthvað um höff. sem hú nefnir. Skriftin er of óráffin til aff hægt sé aff lesa nokkuff ákveffiff út úr henni. Hrútur og Fiskur Viltu segja mér hvernig Fiska- merkið og Hrútsmerkið eiga saman? Og hvernig eiga svo þeir saman sem eru í Hrútsmerkinu? Vona að þú getir svarað mér og helzt enga útúrsnúninga. G.J. Fólk í Hrút og Fiskum á fátt sameiginlegt, og yfirleitt gengur því illa aff vinna og lifa saman. Hrútfólk á hins vegar vel sam- (> VIKAN 35. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.