Vikan


Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 44

Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 44
inn. Hershöfðinginn bauð mér líka að gerast aðstoðarforingi keisarans með tveimur skilyrð- um: að ég skipti um nafn og sleppti öllu sambandi við for- eldra mína. Því tilboði neitaði Paul Nie- hans og hlaut við það aukna virðingu keisarafjölskyldunnar. Hann fékk aðgang að hirðinni og dansaði á öllum stórböllum aldamótaáranna við hirðirnar í Berlín og Vín, en til síðarnefndu borgarinnar fór hann með sér- stök meðmæli frá móðurbróður sínum til Frans Jósefs Austur- ríkiskeisara. —• Það voru dásamlegir tímar, segir Paul Niehans. — Ég kenni í brjósti um alla, sem ekki upp- lifðu þá. En þeir tóku enda. Þegar Paul kom aftur heim til foreldra sinna í Sviss, heimtaði móðir hans að hann yrði prestur, og hún var ekkert lamb að leika við. Tutt- ugu og eins árs að aldri var hálf- bróðir Þýzkalandskeisara farinn að syngja messur í dómkirkjunni í Bern. En hempan tolldi ekki lengi á herðum hans. Hann fór að læra læknisfræði í Ziirich og lifði jafnframt eins ljúfu lífi og hann mögulega gat. Á því tímabili kom Vilhjálmur keisari í opinbera heimsókn til Sviss, og að beiðni hans varð Paul einn fjögurra aðstoðarfor- ingja hans meðan á heimsókn- inni stóð. Að skilnaði gaf móð- urbróðir hans honum hest góð- an. — Mér var ekki nokkur leið, segir Niehans, — að útskýra fyr- ir hinum þremur hvers vegna einmitt ég fékk svo góða gjöf. Fyrstu skurðaðgerð sína gerði þessi frægi læknir í sumarleyfis- ferð. Þá tók hann með borðhníf botnlangann úr barni einu á af- skekktum bóndabæ. STÆKKAÐI DVERGA í Balkanstríðinu fyrra fór Nie- hans til Serbíu sem fyrirliði leið- angurs, sem svissneski Rauði krossinn sendi þangað. í heims- styrjöldinni fyrri fór hann til Lyon til að starfa þar sem skurð- læknir. Einhvern veginn hafði frönsku leyniþjónustunni tekizt að þefa uppi hvert ætterni hans var og grunaði hann um njósn- ir. Sams konar grunur féll á hann síðar í Vín, af því að hann hafði verið í Frakklandi. Nie- hans læknir vann sextán mán- uði í víglínunni, meðhöndlaði fimmtán þúsund særða og sjúka og særðist sjálfur tvívegis. Þegar friður var saminn sett- ist Paul Niehans að í Clarence ofan við Vevey við Genfarvatn. Hann hóf rannsóknir á grund- velli uppgötvana sem líffræð- ingurinn Alexis Carrel hafði gert. Hann hafði komizt að því að hægt var að gefa kjúklingum nýjan kraft í hjörtun með því að setja í þá frumur úr skyldum tegundum. Annar vísindamaður sannaði að frumur í mannslík- amanum dragast að frumum af sömu gerð og þær sjálfar eru. Óþörfum frumum er hrundið á brott. Paul Niehans gekk að eiga enska konu, Coralie Marsh, og tveimur árum síðar framkvæmdi hann sinn fyrsta frumuflutning. Færði hann þá frumur úr kálfi í ungan dverg, sem við þetta lengdist um þrjátíu og tvo senti- metra. — f næsta sinn sem við kom- um til Bandaríkjanna var hótel- ið þar sem við bjuggum um- kringt af dvergum, sem vonuðu að ég gæti hjálpað þeim. Hótel- stjórinn neyddi okkur til að flytja, segir prófessorinn frá. Fyrstu frumuinnspýtinguna framkvæmdi Niehans ekki fyrr en hann var kominn um fimm- tugt. Sá viðburður varð víð- frægur. Þar var um að ræða konu, sem skjaldkirtillinn hafði skaðast í vegna mistaka við upp- skurð. Niehans, sem kallaður var á vettvang til frumuflutnings, malaði í duft kirtil úr nauti, er nota átti við aðgerðina, og sprautaði upplausninni inn í sjúklinginn. — Þessi hugdetta kom yfir mig eins og innblástur, segir Niehans, en nærstaddir starfs- bræður hans voru skelfingu lostnir. Sjúklingurinn lifði í þrjátíu ár til viðbótar. SINNTI CHURCHILL — HIKANDI Frá þeirri stundu var þessi leynikvistur af ættartrénu Ho- henzollern meðal heimsins fræg- ustu manna. Hann var kallaður til Eng- lands að lappa upp á heilsu Ge- orgs konungs sjötta, en aðferðir hans þóttu þar of byltingar- kenndar svo að aldrei kom til þess að hann framkvæmdi neina aðgerð á konungi. Hann fór til Indlands og stundaði maharaja nokkurn, sem hélt honum föngn- um í höll sinni unz ljóst var að aðgerðin hafði heppnazt. í Sviss var hann umsetinn af film- stjörnum, stjórnmálamönnum og milljónerum, en margir starfs- bræður hans fullyrtu að kenn- ingar hans væru röfl eitt. Hann var almennt kallaður „yngingar- læknirinn". Ef dæma má af honum sjálf- um — því að Niehans hefur oft notað sjálfan sig í staðinn fyrir tilraunakanínu — virðast að- ferðir hans ekki áhrifalausar. Kona hans, ein af fáum konum sem viðurkenna að hafa notið yngingarmeðferðar, lítur lika áberandi unglega út. Heimili þeirra er fullt af dýr- mætum gjöfum frá þakklátum sjúklingum með fræg nöfn. Charlie Chaplin, de Gaulle og Churchill hafa allir verið meðal sjúklinga Niehans. Hvað Chur- chill snertir er að vísu fullyrt að prófessorinn hafi aldrei gefið sjúklingnum inn nema þurrkað- ar frumur. Niehans er nefnilega nógu ættrækinn til að bera þungan hug til Churchills vegna þess þáttar sem hann átti í að búta Þýzkaland niður. Aðrir vísa öllum slíkum orðrómi á bug og segja að aðgerðin á hinum enska járnkarli hafi mistekizt einfaldlega vegna þess, að hann hafi ekki látið sér detta í hug að hlýða ráði læknisins að snerta ekki konjak og vindla í þrjá mánuði, sem hefði verið frum- skilyrði þess að allt gengi vel. Paul Niehans var líka kallað- ur á fund Páls páfa tólfta, þeg- ar sá höfðingi lá fyrir dauðan- um af magasári. HEIMILI HANS ER SAFN Nú er frumufræðinni beitt við lækningar um allan heim, en prófessorinn hefur fengið öðrum í hendur stjórn sjúkrahælis síns og einbeitir sér sjálfur að krabba- rannsóknum. Hann er ennþá jafn herskár og fyrrum. Honum er brennandi áhugamál að sannfæra fólk um að kenningar hans séu réttar. — Ég vil hjálpa fólki, segir hann. — Þegar allt kemur tii alls var Semmelweis, sem vann bug á barnsfarasóttinni, sagður geggjaður, og sjálfur Pasteur var talinn allt að því glæpamaður. í samanburði við þá hef ég ver- ið heppinn. Ferskar frumur eru nú notaðar við lækningar í flest- um löndum. Ég hef að minnsta kosti vísað veginn. Heimili Niehans er nánast safn og stígurinn heim að því liggur á meðal hárra kýpurvið- artrjáa. Þar er meðal annars að finna það sverð Friðriks þriðja keisara, afa læknisins, sem hann bar við hersýningar. Þar er líka mynd af keisarafjölskyldunni, vínglas sem Friðrik mikli átti, testell í gulli og silfri frá ev- rópckum þjóðhöfðingjaættum, málverk eftir van Dyke og hús- gögn eftir Búhl. Þar er ennfrem- ur einstakt safn muna úr eigu þeirra heiðurshjónanna Napóle- ons og Jósefínu. Slík heimili eiga ekki margir borsaralegir læknar, en í vinnu- herberginu eru hrúgur af bréf- um, læknatímaritum og rann- sóknaskýrslum. Þar vinnur Paul Niehans morgun hvern, og hann rís árla. Augu gamla læknisins sindra er hann talar um ættingja sína af ættinni Hohenzollern, sem hann sýnir fulla virðingu og hollustu. Á hverju ári fara þau hjónin í veizlu, sem haldin er í hinum forna kastala ættarinnar, og mæta þar þá allir þeir með- limir hennar sem heimangengt eiga. Niehans segir að stundirn- ar þar séu þær „hamingjuríkustu á árinu“r Þá ber Coralie Niehans skart- gripina sem tengdamóðir henn- ar fékk að gjöf í brúðkaupi sínu — keisaralegt skraut sem tekur fram flestu því, er aðrar konur af ættinni geta prjálað með nú orðið. ☆ ÞREVTTIR FJETUR Hver þekkir ekki viðstöðulausa þreytu í fótum við erfið störf? — Bi-sjúkrasokkamir eru í mörgum tilvikum ráðið. Þeir eru fallegir og sterkir, en umfram allt: þeir hvíla fæturna. — Við getum boðið yður þessa úrvals- sokka í 3 litum. □ Jasmin, kr. 483,00. □ Melon, kr. 483,00. □ Saba, kr. 483,00. □ Saba, þykkri gerð, kr. 603,00. Vinsamlega merkið við þá tegund, sem þér óskið eftir. Sendið nafn og heimilisfang. — Við póstsendum. Doraus Medice, sími 18519, Reykjavík. 44 \RKAN 35- tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.