Vikan


Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 38

Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 38
brún á einni nóttu með QT... Q.T. gerir yður eðlilega sólbrún, meðan þér sofið. Notið Q.T. inni sem úti, í regni sem sól og á 3 til 5 tímum verðið þér eðlilega sólbrún. Q.T. er framleitt af COPPERTONE. Heildsöl ubirgðir: HEILDVERZLUNIN YMIR S.F. sími 14191 og HARALDUR ÁRNASON HEILDVERZLUN H.F. Hamarshúsinu, sími 15583. óhapp skyldi koma fyrir. En málarinn okkar, Hoffmann, mjög gáfaður, ungur maður, sem hef- ur gert myndir af mörgum fræg- um persónum, var rétt búinn að ljúka við þessa mynd, þegar við fréttum um hið sorglega slys. Við vissum ekki í fyrstu hvað við ættum að gera, en síðan kom okkur saman um, að ef til vill vilduð þér fá að sjá hana. Og ef yður geðjast að henni, þá gætuð þér. . . . — Keypt hana, skaut frú Ot- well inn í og lyfti brúnum. Lou leit á hana. Það voru eng- in merki sorgar að sjá á andliti hennar. Undir dökkum augn- skuggum voru græn augu henn- ar og það vottaði ekki einu sinni fyrir tárum. Munnur hennar var herptur og kuldalegur. Hann byrjaði að verða tauga- óstyrkur. Samt hélt hann áfram að taka utan af málverkinu, tók það upp og bar það við ljósið. Það var ennþá verra hér en 1 vinnustofu Hoffmanns. Litimir voru æpandi. Hann hélt því samt virðulega, rétt eins og það væri eftir sjálfan van Gogh. Hún kom nær. Það var sterk ilmvatnslykt af henni. Hún beygði sig fram til að sjá myndina og um leið snerti mjúkt hár hennar fingur hans. Svo hló hún. — 3£g skil ekki, stamaði Lou. — Ef yður geðjast ekki að mynd- inni.... — Ég hef yfirleitt ekkert vit á málaralist, sagði hún. — í rauninni sýnist mér hún vera mjög góð. Jerry er eins og film- stjarna á henni. Hann var nú ekki svona fallegur, skal ég segja yður. En ef þér haldið, að ég ætli að kaupa hana, herra Richardsson.... Hún mætti augum hans og brosti. — Komið hingað, herra Ric- hardsson. Ég ætla að sýna yður dálítið. Hann lagði myndina frá sér og fór á eftir henni í næsta her- bergi. Það var borðstofan. Hún stanzaði fyrir framan mynd, sem hékk fyrir ofan lítið borð. Hann starði á hana. Þetta var málverk eftir Ger- ald T. Otwell, — ekkert fúsk, heldur verulega listræn og góð mynd. Otwell hélt á bók í hend- inni og leit út eins og hæsta- réttarlögmaður. — Maðurinn minn gaf mér þetta litla meistaraverk fyrir tveimur árum. Ef satt skal segja, þá er yðar mynd skemmtilegri, herra Richardsson. En ef þér haldið, að ég gangi beint í gildru yðar, þá skjátlast yður. Fyrst var hann að hugsa um að hlaupa út, en hætti við það. Hann fann hvernig hann varð kafrjóður í framan, hann tví- steig, en gekk síðan aftur inn í stofuna. Hann fann hvernig hún virti hann fyrir sér á meðan hann gekk. Illgirnislegt bros lék um varir hennar. Hann var að setja utan um mjmdina, þegar hún kom aftur í stofuna. — Biðið andartak. Hvað sögð- uzt þér heita? — Richardsson. — En hvað er yðar rétta nafn? Hann sneri sér við og starði á hana. Hún var spotzk á svip og hann sá, að þetta var gagnslaust lengur. Hann reyndi að brosa, en það gekk erfiðlega. — Við skulum setjast og fá okkur glas og rabba örlítið sam- an, sagði hún. — Tala um hvað? — Allt mögulegt. Hún hringdi eftir vinnukonu. Hún blandaði sjálf í há glös, gin og grape. Síðan settist hún í sóf- ann, krosslagði fæturna og sagði: — Akið þér bíl, herra Ric- hardsson? — Það er kerran mín, sem stendur hérna fyrir utan. Hún leit út um gluggann og hann varð kafrjóður í framan, ■ þegar hún sá, hvernig hún horfði á skrjóðinn. Honum fannst eins og hann væri nakinn. Hann er ekki nýr af nál- inni, sagði hann afsakandi. — Listamenn berjast í bökkum fjárhagslega. Hann reyndi að brosa og fékk sér síðan vænan sopa. Honum hitnaði niður í tær. — Þetta er alls ekki svo slæm mynd, sagði hún. — Setjum svo, að ég bjóði yður 25.000 dollara fyrir hana. — Hvað? — 25.000 dollara, sagði hún hlæjandi og kastaði aftur hár- inu. — Eg var þrátt fyrir allt mjög hrifin af Jerry. Við vorum aðeins gift í fjögur ár. Hvers vegna skyldi ég ekki eiga tvö málverk af honum. En auðvitað fylgir greiðslunni skilyrði.... — Já, það grunaði mig. Hvern á ég að drepa? — Svo slæmt er það nú ekki. Ég vil aðeins, að þér segðuð, að þér hafið drepið manninn minn. Það er ekki til of mikils mælzt. Þetta er ósköp einfalt mál: Þér farið til lögreglunnar og segið, að þér hafið ekið ókunna bíln- um. Þér ókuð yfir Gerald, svo urðuð þér hræddur og ókuð burtu. Slíkt kemur fyrir daglega. Þeir dæma yður ekki hart. — Þér getið ekki verið með fullu viti, sagði Lou. — Ég var ekki einu sinni nálægt White Plains, þegar þetta gerðist. Ég var á leiðinni til Long Beach? — Einn? — Já. — Vissi nokkur, hvar þér vor- uð? Gátuð þér hafa verið í Schardale, þegar Jerry var drep- inn? — Já, það gæti ég, en ég var þar ekki. Og ég fer ekki að taka á mig slíkt afbrot, jafnvel ekki fyrir 25.000 dollara. Og ef þér viljið hafa mig afsakaðan. Hann stóð á fætur og skalf örlítið, því að hann vissi, að hann mundi ekki sleppa svona auð- veldlega. — Þetta er mikið fé, sagði frú Otwell og hrærði í glasinu sínu. — Og það fyrir jafn lítinn greiða og þetta er. Dómurinn verður mildur. Þeir eru það alltaf í slíkum málum. Hafið þér lent í klónum á lögreglunni áður? — Nei, aldrei. Ekki einu sinni fyrir brot á umferðarreglum. — Því betra. Skiljið þér ekki: Ef þér segið heiðarlega frá þvi, að þér hafið orðið hræddur, fengið snert af taugaáfalli og ekið burtu, — hvað geta þeir þá gert? — Læst mig inni, sagði Lou. — Ég fæ fangelsisdóm. — Ekki langan. Og þér fáið 25.000 dollara bara fyrir að sitja í þægilegum klefa í nokkra mán- uði. En ef þér hafið ekki áhuga á þessu, þá.... — Bíðið við, sagði hann og beit á vörina. — Hver er til- gangur yðar með þessu? Hvers vegna á hinn seki að sleppa? — Hugsið ekki um það. Viljið þér gera þetta eða ekki? — Hafið þér kannski ekkert á móti því að vera ekkja? — jfig hef gert yður tilboð. Segið annaðhvort já eða nei. Getið þér kannski ekki notað 25.000 dollara? Eftir síðustu setningu hennar, rann upp ljós fyrir Lou. Hann 38 VIKAN 35. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.