Vikan


Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 25

Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 25
Anne-Marie lítur yfir lexíurnar á leiðinni í skólann, en þangað fer hún á bát. sem sér um samgöngur milli lands og smáeyjanna í firðinum. 0 Gamalt stýrishús af bát, sem börnin hafa nú til að leika sér I. Slíkir fornlegir leikstaðir eru margir á eynni. O Afi Gulbrandsen í dyrum elztu stofnunar á bæn- um, sem er frá því á seytjándu öld. Á veggnum uppyfir hangir skammbyssa, nokkuð öruggt vopn að vísu, en galli var hve langan tíma þurfti til að hlaða hana. O Börnin þrjú á Bleikey, Anne-Marie, Hanne-Christin og Ole-Christian. Þau vilja alveg ákveðið hvergi annars staðar búa. Solveig í „kóngskápunni“, eins og þau kalla þessa flík, sem hefur verið á bænum í marga ættliði. Hún er úr ekta hermilíni og dökkrauðu silki. Enginn á bænum kann frá því að segja hvernig kápan komst þangað. O Þessi miðaldalcgi sveitabær kemur fyrir sjónir sem sannkölluð paradísarvin með vörugeymslurnar á Sjursöya í baksýn. O Christian Gulbrandsen að ditta að bát, en báta- smíðar og bátaviðgerðir hafa jafnan verið aðalat- vinnuvegur fjölskyldunnar. gengið þar í skóla í nokkur ár. En bróðir þeirra Ole-Christian er enn ekki nema sex ára og ekki farinn að ganga í skóla. Hann hefur því ennþá næsta litla reynslu af líf- inu á „meginlandinu". Hann er staðráðinn í að verða bátasmiður þegar hann verður stór, en sú hefur verið aðalatvinna Bleikeyjar- bænda í ótal ættliði. Þar að auki hafa þeir ræktað eitthvað af matjurtum fyrir heimil- ið og haft svín og fleiri húsdýr. Hænsni hef- ur fjölskyldan gefizt upp á að hafa, því að þegar höfnina leggur að vetrarlagi læðist refurinn út í eyjuna og nemur þau á brott. Hann lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna, hann rebbi, eða Mikkel, eins og norsararnir kalla hann, að sækja til fanga næstum því inn að hjarta höfuðborgarinnar. Að vísu smíða Bleikeyjarbændur ekki báta lengur; fyrir þau viðskipti tók eftir stríðið. En hins vegar er fjölda báta lagt þar yfir veturinn til viðgerða, og við það er enn nóg að gera. Þeir feðgarnir eru líka að mestu hættir að fiska, því að of dýrt er að fá að- stoðarmenn til þess. Áður voru þeir stund- um vanir að skjóta sér sjófugla eins og álk- ur í matinn, en nú hefur verið bannað að brúka skotvopn innan hafnarsvæðisins. En þeir eiga ennþá mikið af byssum, nýjum og gömlum. Þær hanga flestar í elztu stofu bæj- arins, sem er frá því á seytjándu öld, og þurfa nútímamenn að beygja sig í keng til að komast inn um dyrnar. Afi Ole, sem er um áttrætt, sefur þar inni ásamt konu sinni Framhald á bls. 46 35. tbi. VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.