Vikan - 27.08.1970, Síða 20
EFTIRIIÍPUS
Varla fer milli mála, hver
sé mestur óeirðaseggur í hópi
íslenzkra stjórnmálamanna
nú á dögum. Hannihal Valdi-
marsson ynni tvímælalaust
skoðanakönnun um þá nafn-
gift. Ilann héfur tvisvar sinn-
um hrotið allar brýr að baki
sér i þjóðmálaumsvifunum,
en situr þó enn keikur á al-
þingi. Það hefur ekki annar
leikið siðan núverandi
flokkaskipun komst á hér-
lendis. Hannibal er þannxg
ósmeykur að breyta tii,
skijxla um skoðun og leila
sér nýrrar staðfestu. Honum
mun slíkt ástriða, enda telur
hann köllun sina að vekja
storma og stríð. Hannibal
hefur lengi ])reytt hernað,
eins og nafni hans í mann-
kvnssögunni. Hann er um-
deildur af samherjum, enda
einþykkur og ráðríkur, en
andstæðingum stendur af
honum mikill heygur. Hanni-
hal rekst illa í flokki, en hon-
um tekst að safna um sig
fylgi á skammri stundu, þó
að liann standi einn á ber-
svæði. Því veldur einkum sú
forvitnilega athygli, sem
hann vekur hverju sinni,
þegar í odda skerst, en einn-
ig traust og liltrú verkalýðs-
hreyfingarinnar á honuin.
Hannihal nýtur þess að
þykja svo stoltur, að honum
verði aldrei mútað.
Fullu nafni heitir hann
Hannibal Gísli og fæddist lö.
janúar 1903 að Fremri-Arn-
ardal við Skutulsfjörð í
No rðu r-ísafj arðarsýslu, son-
ur Valdimars Jónssonar
bónda þar og konu hans,
Elinar Hannibalsdóttur.
Hannibal missti föður sinn
ungur, en fluttist á ferming-
araldri með móður sinni og
systkinum til Hnífsdals og
þaðan til ísafjarðar. Hann
stundaði gagnfræðanám á
Akureyri tvo vetur og lauk
prófi ])ar 1922, en sigldi ári
síðar til Danmerkur og afl-
aði sér kennaramenntunar i
Jonstrup á Sjálandi 1024—
1927. Heimkominn rak
Hannibal smábarnaskóla á
Isafirði 1927—1928, en
fékkst næsta vetur við
kennslu á Akranesi og varð
1929 skólastjóri i Súðavík.
Hann fluttist lil ísafjarðar á
ný 1931 og starfaði þar sem
skrifstofumaður, ritstjóri og
stundakennari, unz hann tók
við stjórn gagnfræðaskóla
kaupstaðarins haustið 1938.
Af því embætli lét hann
1954, enda þá selztur að í
höfuðborginni og harla önn-
um kafinn.
Hannihal Valdimarsson
kom mjög við sögu verka-
lýðshreyfingarinnar á Vesl-
fjörðum. Hann var formað-
ur Verkalýðsfélags Álftfirð-
inga skólastjóratíð sina í
Súðavík og kosinn formaður
verkalýðsfélagsins Baldurs
strax og hann fluttist þaðan
lil Isafjarðar. Hafði hann
formennsku þess á hendi til
1938, en var forseti Al])ýðu-
sambands Vestfjarða frá
1934 til 1953. Stofnaði liann
verkalýðsfélög í mörgum
kauptúnunum á Vestfjörðum
og fékk brátt orð á sig sem
vaskasti fulltrúi þeirra í sókn
og vörn, sætti harðri mót-
stöðu og jafnvel ofríki and-
stæðinga, hirti ekki um að
sjá hagsmunum sínum borg-
ið á veraldarvísu, en missti
aldrei móðinn og vann hvern
sigurinn öðrum glæsilegri.
Jafnframt lagði Hannibal
allmikla stund á blaða-
mennsku og var um hríð rit-
sljóri og síðar eigandi Skut-
uls. ísfirðingar kusu hann í
bæjarstjórn 1933, og átti
Hannibal þar sæti óslitið til
1949. Þótti hann mjög kapp-
samur jafnaðarmaður á
þeim árum, en sýndist ætla
að láta sér nægja verkalýðs-
forustuna og bæjarstjórnar-
störfin á Isafirði. Eldaði
hann oft grátt silfur við
kommúnista um þær mund-
ir og átti drjúgan þátt i að
hnekkja völdum þeirra í Al-
þýðusambandi Islands.
Hannibal Valdimarssyni
virtist þingmennska ekkert
keppikefji framan af árum.
Hann bauð sig fyrst fram til
alþingis 1946 og gekk snarp-
lega fram gegn Sigurði
Bjarnasyni frá Vigur í Norð-
ur-Isafjarðarsýslu, jók fylgi
Alþýðuflokksins að mun og
varð landskjörinn. Sama
saga endurtók sig í alþingis-
kosningunum 1949, þegar
Hannibal varð landskjörinn
öðru sinni. Sumarið 1952
kom svo til aukakosningar á
ísafirði að Finni Jónssyni
látnum. Alþýðuflokknum var
ærinn vandi á liöndum um
val frambjóðanda, þar eð
mjóu munaði, að hann ta])-
aði kjördæminu 1949, er
Finnur Jónsson sigraði
20 VIKAN 35- tbi.