Vikan


Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 42

Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 42
t CADIZ er eldfast postulín CADIZ er allt selt í stykkjatali CADIZ er gæSavara frá Luxemburg CADIZ fæst aðeins í Verzluninni Hamborg HAMBORG, Bankastræti 11 HAMBORG, Hafnarstræti 1 HAMBORG, Klapparstíg ATHUGIÐ Ef þú ert að byggja eða þarft að bæta og jafnvel ef þú vilt breyta, þá teljum við það hagkvæmt að líta við hjá okkur, því að sjón er sögu ríkari gagnvart vöruúrvali. Gott verð. LITAVER eSVEQ 2Z—24 30280-322GZ STJÖRNUSPfl^^ Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Þú verður fyrir óhappi en sleppur furðanlega vel út úr því þrátt fyrir slæmt útlit og getur prísað þig sælan þótt þú á hinn bóginn hafir óneitanlega orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni. Happatala er þrír. Wf Nautsmerkið (21. apríl -- 21. maí): Þú leitar ráða hjá vinum þinum í sambandi við mál sem er mjög ofarlega í huga þér. Þú færð kær- komna heimsókn, miklu fyrr en þú áttir von á henni. Þú færð langaðkomnar fréttir eða sendingu. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þú færð óvænt einhverja smá fjárupphæð, annað- hvort þóknun eða greiðslu sem þú varst hættur að reikna með. Þú kemst að einhverju dularfullu í sambandi við fyrirrennara þinn í starfi. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Þú hefur spillt dálitið fyrir þér vegna yfirlýsingar þinnar á ákveðnu máli. Þú gerir kunningja þínum greiða, en hætt er við að þú verðir nokkuð þreyttur á honum áður en lýkur. Helgin tilvalin til ferðalaga. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Gættu þess að það sé ekki einskær þvermóðska sem ræður gerðum þínum í mikilsverðu máli. Þú verður áhorfandi að óþægilegum atburði sem þó gæti orðið þér lærdómsríkur. Hafðu endaskipti á óhófslífinu. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Einn ættingi þinn ætlast til nokkuð mikils af þér og verður nokkuð þreytandi, en til að halda frið- inn skaltu gera það sem í þínu valdi stendur fyrir hann. Vikan verður fremur daufleg og annasöm. Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þér áskotnast vel borgað verkefni sem þú hefur mikla ánægju af og áhuga á að leysa. Það verða nokkrar tafir á framkvæmdum þínum að sinni, eigi að síður geturðu hagnýtt þér tímann bærilega. Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þú hefur mjög lítil samskipti við kunningja þína af ýmsum sökum og lætur þér fremur leiðast en hitt. Reyndu að komast í félagsskap einhverra sem hafa ánægju af að ferðast; þá fyndirðu sjálfan þig. Bogamannsmerkið (23. nóvember -- 21. des.): Þú ert dálítið ergilegur út í þina nánustu og finnst þeir slá slöku við. En ef þú ert aðgætnari sérðu að nokkurrar sakar er að leita í eigin barmi. Kunn- ingi þinn tekur ákvörðun sem snertir þig nokkuð. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar); Þú ert að leita fyrir þér og ert yfirleitt mjög hik- andi 1 öllum framkvæmdum. Léttu þér eitthvað upp, til dæmis ættirðu að eyða nokkrum kvöldum hjá kunningjunum, eða fara eitthvað út að skemmta þér. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Ákveðin persóna sækir mjög eftir félagsskap þín- um og er það vel, þvi þú gætir haft mikil not af kunningsskap við hana. Vinur þinn lætur standa á sér með að framkvæma ákveðna bón þína. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Það er hætt við að þú megir teljast sekur um að fylgjast ekki nógu vel með. Þú ættir að lesa blöðin betur og spyrjast fyrir um líðan ýmissa kunningja þinna; þá kemstu að ýmsu sem þér áður var hulið. 42 VIKAN 35 tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.