Vikan


Vikan - 27.08.1970, Qupperneq 33

Vikan - 27.08.1970, Qupperneq 33
ar, sagði hann og laut niður og kyssti mig á munninn, og ég hafði ekkert á móti því. Við gengum út úr tjaldinu, og ég spurði forvitin: — Hvernig fékkstu þá hugmynd, að við skyldu leita að Önnulísu? — Það er eitt af þessum hugboðum, sem maður er vanur að fá uppi í fjöllunum, svar- aði hann. Nú komum við að bílnum, sem ég hafði ekki tekið eftir fyrr, og við settumst inn. Við urðum að aka leiðina til Budapest og skilja bílinn þar eftir meðan við færum yfir landamærin. Ég sagði Crouner, að Rupert hefði ráðgert að leggja af stað daginn eftir, og þar af leiðandi hefðum við nægan tíma. 10. KAFLI Að máltíðinni lokinni tókum við bíl að húsinu, sem Annalísa átti heima í. Á leið- inni talaði Crouner um ýmsar frægar bygg- ingar, serp ég þurfti að sjá. Seinna rann upp fyrir mér, að hann gerði þetta til að láta mig hafa eitthvað til að hugsa um. Fljótlega vorum við komin til ákvörðunar- staðarins. Þetta var fjölbýlishús, og íbúð Önnulísu var á þriðju hæð. Þegar við kom- um að dyrunum, sáum við að lásinn var brotinn. Crouner opnaði, og við gengum inn. Fljótt á litið leit út fyrir, að íbúðin væri ónotuð og ekkert þarna minnti á Önnulísu. Crouner kveikti ljós, og nú sáum við að húsgögnin voru brotin og lágu á víð og dreif um gólfið; jafnvel gluggatjöldin voru rifin í hengla. Þetta var andstyggð að sjá, og hvorugt okkar mælti orð. Við gengum til næsta herbergis, — og þar fundum við Önnulísu. Hún lá í hnipri hún. — Og þeir koma aftur og sækja mig, það veit ég. — Nei, það gera þeir ekki, sagði Crouner, og við að heyra þau orð brosti Annalísa lítil- lega og leyfði honum að strjúka tárin fram- an úr sér. Crouner virti hana betur fyrir sér, lyfti síðu, dökku hárinu og leit gagnrýnisaugum á dökk fötin. — Já. . . . Kannske, tautaði hann við sjálf- an sig. — Magga, ertu með skæri í töskunni þinni? — Bara naglaskæri, svaraði ég forviða. — Dugar það? — Já, það dugar. Ég rétti honum skærin, og hann vatt sér að Önnulísu. — Treystirðu mér? spurði hann og endurtók spurninguna á þýzku, eins og þetta væri mjög mikilvægt. Þegar við komum til Budapest, byrjuðum við á að fá okkur smávegis í gogginn á járn- brautarstöðinni. Svo gengum við frá far- miðanum mínum. Crouner var aðeins með þriðja farrýmis miða, og minn miði gilti með meginlandslestinni. Ferðalagið var óskemmtilegt, þar sem sæt- in í lestinni voru slæm og loftið heitt og þurrt. í klefanum okkar voru rosknir bænd- ur, sem höfðu mikinn farangur meðferðis. Lestin stanzaði á hverri stöð. Við landamærin varð löng bið, sem gerði mig alvarlega smeyka. Af einhverri ástæðu óttaðist ég, að við yrðum kyrrsett, þegar við sýndum hin brezku vegabréf okkar. En það gerðist ekkert, og Crouner skop- aðist af hræðslu minni. Hann kvaðst vilja fá að vita, hvenær Rupert færi venjulega á fætur á morgnana. É'g kvaðst ekki vita það, og það svar þótti honum ekki verra. En raunar hefði ekki verið ófróðlegt að vita, hvenær Rupert kæmist að því, að ég var horfin. —- Hvað heldurðu, að hann verði lengi að ná okkur, Gunn? spurði ég. — Hann veit áreiðanlega, hvert ég er farin. ®g held hann gruni þig ekki um neitt. — Hann verður sjálfsagt mjög hissa, þeg- ar hann finnur okkur bæði saman, svaraði hann. Já, en hvað skyldi það taka hann lang- an tíma.... Æ, Gunn, þú tekur þessu eins og ekkert sé. — Elskan mín, svaraði Crouner. — Það hef ég ekki hugmynd um. Ef hann tekur næturhraðlestina, höfum við hálfsdags fyrir- vara. — Þá er þetta ekki svo slæmt, sagði ég léttari í máli. En samt var ég ekki laus við ugg, enda var þarna um líf og dauða að tefla. Crouner hughreysti mig og kvaðst vera bjartsýnn ó, að okkur tækist að bjarga Önnulísu úr klóm Gestapo-lögreglunnar. Loks sofnaði ég með höfuðið upp að gömlu peysunni hans. Þegar við komum til Vínar, vildi ég þeg- ar í stað t-aka leigubíl til bústaðar Önnu- lísu, en Crouner réði því, að við byrjuðum á að fá okkur að borða og hreyfa okkur undir beru lofti. Þetta var í fyrsta skiptið, sem ég kom til Vínar, og margt var öðruvísi en ég hafði hugsað það vera heima í Englandi. Þórs- hamarsmerkið, flögg nasistanna, héngu víða, og á marga húsveggi voru teiknaðar ljótar myndir af Gyðingum. En samt var augljóst, að Austurríkismenn voru ekki enn búnir að sætta sig við þessa nýju herraþjóð sína. Þeir voru mjög vinsamlegir við okkur. á rúmi og leit ekki upp, hefur sjálfsagt haldið, að þýzka lögreglan væri komin aftur. Þetta herbergi var líka illa útleikið. Eini húsmunurinn, sem heill var, var ljótur, kín- verskur vasi, sem stóð á náttborðinu. Crouner gekk að Önnulísu, tók mjúklega um hana og faðmaði hana að sér. Hræðslu- svipurinn á andliti hennar hvarf þegar í stað. Hún brast í grát og hjúfraði sig upp að Crouner. — Svona, telpa mín, nú er allt orðið gott aftur, sagði hann róandi og strauk hár henn- ar. Ég sá, að Crouner hlaut að hugsa um sína eigin, dánu dóttur; svo var hlýleiki hans mikill. Hann hélt henni út frá sér og horfði framan í hana. Gráturinn var að dvína. — Þeir hafa tekið systur mína, hvíslaði — Já, svaraði telpan og einblíndi undr- andi á hann. - Það er gott, sagði hann. — Nú skul- um við klippa af þér hárið. Þú verður ekki eins falleg á eftir, en ég skal gera þetta eins vel og ég get. Ég skildi ekki, hvað hann ætlaðist til með þessu og leizt ekkert á, en hann beið aðeins eftir svari Önnulísu, og þar sem hún kink- aði kolli til samþykkis, tók hann til með skærin. Þegar ég sá árangurinn, rann upp fyrir mér, hvað var á seyði. Telpan var gjörbreytt að útliti. Svo tók Crouner bakpokann fram og gróf upp vegabréf og rétti mér. — Jæja, Magga, heldurðu nú, að hún geti látizt vera önnur en hún er? Framhald á bls. 50 35. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.