Vikan


Vikan - 27.08.1970, Page 27

Vikan - 27.08.1970, Page 27
Vestur-þýzkir fréttamenn náðu fyrir skömmu fundi Rolfs Steiners djúpt inni í frumskógum Suðui'-Súdans, röbbuðu við hann og tóku myndir. Rétt eftir aramótin hafði súdanska útvarpið í Kartúm, höfuðborg landsins, tilkynnt að hann hefði verið felldur í bardaga. Það var vitaskuld lýgi; Steiner liefur lifað af það sem meira er. Stríð eru líf hans og yndi, og liann hefur af þeim næst- um ævilanga reynslu. Sin fyrstu kynni af hermennsku hlaut hann í Hitlersæskunni á siðustu árum heimsstyrj- aldarinnar síðari (hann er nú þrjátíu og niu ára), og síðan má heita að hann hafi stöðugt legið í hernaði. Hann gekk i Útlendingahersveit- ina frönsku og barðist með henni í Indókína og Alsír. Steiner fyrir utan bú- staS sinn, en þar er líf- vörSur stöSugt til staS- ar. Rolf Steiner, þýzki málalið- inn sem gat sér nokkra frægð í Bíöfruslríðinu, hefur nú skotið upp kollinum í Súdan, þar sem hann þjálf- ar her uppreisnarmanna í suðurhluta landsins. Þar hefur árum saman geisað miskunnarlaust stríð milli múhameðskra Araba í norðurhluta landsins, sem ráða þar mestu, og blökku- manna í suðurhlutanum. Þegar Ibóarnir í Biöfru háðu sína orrahríð, sein kostaði þriðjung eða fjórðung þeirra lifið að talið er, var Rolf Steiner einn af nokkrum lausamönnum af ýmsum uppruna sem sýndu viðleitni til að bjarga leifunum af æru lieimsins með því að taka upp vopn gegn barna- morðingjum þeim sem með völd fara í Lagos, Lundún- um og Moskvu. Frægastur þeirra ævintýramanna varð sænski greifinn von Rosen, annar var Rolf Steiner. Hann var um skeið liægri liönd Ojukwus leiðtoga Bíöfru, en haustið 1968 féll hann i ónáð. Heyrzt hefur að ástæð- an hafi verið sú, að Steiner hafi þá þegar þótzt sjá það, er síðar kom fram, að liern- aðaraðstaða Biöfrumanna væri vonlaus ef þeir héldu 35. tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.