Vikan


Vikan - 27.08.1970, Page 35

Vikan - 27.08.1970, Page 35
56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill) Klukka með Timer. Heimkeyrsla 03 Rafha ábyrgð VIÐ OÐINSTORG - SlMI 10322 Savalle Framhald af bls. 23. ennþá með hárið uppsett, kjóll- inn var hvítur og fleginn og í eyrunum hafði hún gamla eyrna- lokka og hálsmen í sama stíl. Hún var í sólskinsskapi og augu henn- ar ljómuðu, þegar hún kveikti á kertunum á borðinu. Frú Mede var í svörtum knipp- lingakjól með demantsskartgripi, en það var greinilegt að hún var taugaóstyrk. Nicholas var kulda- legur, hann vissi að það þýddi ekki annað en að láta Savalle ráða. Mér skildist að John Cros- bie væri endurskoðandi og að konan hans hafði verið leikkovr- Savalle stóð við hlið Nicholas, þegar hún tók á móti gestunum. — Anne og John, en hve það var gaman að þið skylduð geta komið! Og þarna höfum við Stu- art — handa Serenu. Hún hló og leit glettnislega á mig. Nicholas var kurteis, en hann virtist sér- staklega fjarrænn, vegna þess hve konan hans var kát. Hún var í svo góðu skapi að gestirnir hrifust ósíálfrátt með. Stuart mændi á hana mjóum augum og ég fann smásting fyrir hiartanu. Eftir matinn spilaði Savalle á píanóið í dagstofunni, — það gerði hún líka liómandi vel. — Er hún ekki stórkostleg? sagði Anne Crosbie við mig og það kenndi öfundar í röddinni. — Mér finnst að maðurinn henn- ar gæti sýnt svolítið meiri áhuga, finnst yður það ekki? Hann er alltof stífur og leiðinlegur fyrir hana. Eftir því sem Savalle drakk meira, því kátari varð hún. Nic- holas sagði eitthvað við hana í lágum hljóðum og hún skellti lófanum á hljómborðið svo það drundi i, stökk upp og vafði örm- unum um háls hans og sagði, hárri rödd: — En ástin mín, þetta er brúðkaupsdagurinn okkar! Ég er bara svo hamingjusöm. Hún dró höfuð hans til sín og kyssti hann, á munninn, kinnina, þar sem rauða rispan eftir neglur hennar var ennþá sýnileg. Sg sá að Nicholas varð stjarfur, sá hvernig vöðvarnir í andliti hans stríkkuðu. John Crosbie varð svolítið vandræðalegur, Anna brosti. Stu- art gleypti Savalle með augun- um, gat sýnilega ekki fengið nóg af að horfa á þessa opinberun. Frú Mede gleymdi sinni venju- legu rósemi og hatrið skein úr auimm hennar. Ég var fegin, þegar þessu sam- kvæmi var lokið. Þegar gestirn- ir voru farnir, fór Savalle allt í einu að hlæja ofsalega. Hún gekk að blómavasa, greip rósirnar úr honum og fleygði þeim í fangið á Nicholas. — Til hamingju með daginn! Hún slagaði svolítið og sendi honum fingurkoss. — Þú hefðir átt að muna eftir því að senda mér rósir. — Það hefði verið fals, sagði hann rólega. — Þú átt ekki að vera svona smásmugulegur. Þú ættir að taka Stuart þér til fyrirmyndar. Hann kann að skemmta sér. Fyrirgef- ið, Serena litla! Augu hennar voru eins og kattaraugu. — Ég býð ykkur öllum góða nótt, ég held ég fari að leggja mig! Hún gekk hægt út úr herberginum, ennþá mjúk í hreyfingum, þótt hún slagaði svolítið. En þetta var ekki það síðasta, sem ég sá af Savalle þennan dag- inn. Þegar ég kom upp á gang- inn, nokkru síðar, kallaði hún til mín og bað mig að hiálpa sér með rennilásinn á kjólnum sín- um. Þegar ég var búin að því og ætlaði að fara, bað hún mig að vera kyrr svolitla stund og tala við sig, meðan hún væri að hátta. Ég sneri baki í hana, og rétt fyrir framan mig, í gluggakist- unni, lá brúða. Þetta var reglu- lega falleg brúða, eins og tuttugu centimetrar á lengd, í svörtum kjól, með blúndukappa á höfð- inu. Hún stóð í plastöskju. sem var með silkidúsk á lokinu, og þar stóð að þetta væri brúða frá sérstöku héraði í Frakklandi. Ég tók hana upp og skoðaði hana vel. — Ég vissi ekki að þér söfnuðuð brúðum, sagði ég, en sá þá að önnur, mjög lík, stóð á snyrtiborðinu. — Joel kemur með þær frá Frakklandi, svaraði hún. — Þær eru skemmtilegar, finnst yður það ekki? Hún hló lágt, eins og hún skemmti sér vel yfir ein- hverju. — Ef ég á ekki að gera neitt fleira, þá er ég að hugsa um að koma mér í rúmið, sagði ég. — Jæja, farið þá, sagði hún kuldalega, — farið að sofa! Það var eitthvað í rödd henn- ar, sem kom mér til að snúa mér við. Hún var komin í svartan sundbol, sem fór mjög vel við ljóst hörundið; hún hafði líka losað síða, svarta hárið. Hún náði í peysu og regnkápu. — Ég ætla að fá mér kvöldbað, sagði hún með leyndardómsfullu brosi. — Ætlið þér að fara að synda alein, um þetta leyti sólarhrings, sagði ég, skelfingu lostin. — Nei, Stuart kemur með mér, sagði hún ismeygilega. — Hann bíður mín fyrir utan hliðið. Og svo ætlum við að vekja Joel og fá hann til að hita kaffi fyrir okkur. Það er kominn tími til að þér farið að hátta, Serena litla! 35. tbi. VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.