Vikan


Vikan - 27.08.1970, Side 47

Vikan - 27.08.1970, Side 47
FÁIÐ nT^ÓNASTOFAN | SIVRIUPEVSIIR ERU ÞÆGILEGAR OG KLÆÐILEGAR SKYRTUPEYSUR MEÐ FALLEGUM FORMRÉTTUM KRAGA ÞIÐ FRÁ OKKUR hafa að ganga í land, þó með varúð, því að lagís á sjó getur verið duttlungafullur. Eitt sinn var ungt par á leið út í eyna og þóttust þá heyra braka í ísnum undir fótum sér. Þau hugguðu sig við að þetta væri bara skrjáf í pilsinu hennar. Þau komust heilu og höldnu út í eyna, en rétt á eftir var ísinn á höfninni allur kominn í flögur. Á sumrin er þeim mun hlý- legra á Bleikey, og börnin baða sig í sjónum af hjartans lyst, þótt svo að höfnin sé hryllilega menguð, hvað annað. En þau hafa ekki orðið veik af því enn- þá, segir afi gamli. f bænum blasa hvarvetna við augum miniar liðins tíma. Vegg- ir eldhússins eru úr grófum biálkum og í stórustofu er mynd af kommandant Hans Helgesen, einum forfeðra fiölskyldunnar og þeim frægasta af þeim. Hann var uppi í upphafi nítjándu ald- ar, þegar Norðmenn urðu að eefa sig undir vald Svíakonungs. En Helgesen hafði slíka elsku á Danakóngi að hann afsagði að sverja Karii Jóhanni Bernadotte hollustueið, fór til Danmerkur og var settur yfir virkið í Rends- burg. Hlaut hann mikinn frama í þiónustu hjá danskinum. Fjölda annarra gamalla muna á fjöl- skyldan, og hafa söfn höfuð- borgarinnar ágirnd á mörgum þeirra. En öll fiölskyldan er sammála um að allt þetta verði áfram í eigu ættarinnar, og börn- in þó ákveðnust allra. Slíkan skóla þyrfti... Framhald af bls. 13. lendis, hefur þannig verið um hönd höfð í Danmörku í allt að öld. Frumkvöðlar þeirrar hreyf- ingar í skólamálum, sem leiddi til stofnunar þessara skóla eru auðvitað margir, en nefna mætti einna fyrsta frönsku læknana Sequin og Etard. Svissneski upp- eldisfræðingurinn Pestalozzi kom hér einnig mjög við sögu. Síðan koma mehn eins' og Frö- bel, sem stofna leikskóla, og María Montissori, sem var fyrsta konan sem tók læknisfræðipróf úr Rómarháskóla og tók síðan að sér að koma upp barnaheimilum fyrir vanhirt börn í Róm og fleiri. Þessi hreyfing hefur síð- an borizt víða rnn lönd, þar á meðal til Norðurlanda, og standa Danir þar sérstaklega framar- lega í þessum málum. — Hverjar eru algengustu or- sakir þess, að námshæfni barna er skert? — Margt er vitað um orsakir þessarar skerðingar á námshæfni, til dæmis heilaskemmdir vegna blæðinga í eða eftir fæðingu, vegna súrefnisskorts við fæð- ingu, sýkingar í móðurlífi og fleiri ástæðna. f sumum tilfell- um eru orsakir lítt eða ekki kunnar enn. — Þið eruð einnig með barna- heimilisrekstur á sumrin, er ekki svo? Með réttum aðferðum er hægt að ná miklum námsárangri og alhliða þroska. Þetta er bæði gert í skólanum og í samvinnu við heimilin. Eitt af því, sem stuðlar að þessu er umhverfið. Þess vegna höfum við nú komið á sumardvöl fyrir nemendur skólans. Aðventistasöfnuðurinn leigði okkur húsnæði og aðra aðstöðu til þessa starfs í Hlíðar- dalsskóla í Ölfusi nú í sumar. Mig langar til að koma á fram- færi þakklæti til alls starfsfólks Hlíðardalsskóla og einnig þeirra sem unnu að búrekstrinum fyrir sérstaka velvild í garð barnanna. Starfsemi sem þessi kostar mik- ið fé og daggjöld frá aðstandend- um myndu hrökkva skammt til þess að standast straum af þessu, ef annað kæmi ekki til. Fræðslu- stjórinn í Reykjavík, Jónas B. Jónsson, hefur haft mikinn og góðan skilning á þessu staríi, eins og öðru starfi skólans og sá hann um að afla þess fjár til rekstursins sem á vantaði. — Og hvernig er starfsdagur- inn í Hlíðardalsskóla, í fáum orð- um sagt? — Gönguferðir og náttúru- skoðun eru snar þáttur þess starfs sem unnið er á svona stað. Þá er rætt um það, sem fyrir augun ber, svo sem mófuglana, mosa og annan gróður, steina og læki. Við slíkar ferðir eykst hæfni til athugunar á umhverf- inu og einnig orðaforðinn. Þess á milli eru þroskandi leikir og starf, svo sem húsabyggingar, brúarsmíði eða skip er byggt til kappróðra. Allt slíkt er gert undir leiðsögn reynds kennara frá Höfðaskóla. Á kvöldin og á óveðursdögum eru unnin inni- störf. Þá er pappavinna, teikn- ingar og málun, og einnig er byggt úr kubbum. Ævintýri í máli og myndum og aðrar sög- ur, sem skerpa ímyndunarafl og eftirtekt er einn þáttur þessa starfs, og að sjálfsögðu yrði hér of langt upp að telja alla þætti þess. Höfðaskóli er til húsa við Sig- tún í byggingu, sem skólinn hef- ur á leigu, en er þegar orðin mikils til of þröng fyrir starf- semi hans, sem hefur verið i mjög örum vexti þennan tæpa áratug, sem liðinn er frá stofn- un skólans. — Nemendur voru ekki nema fjórir, þegar ég byrj- aði með skólann 1961, sagði Magnús skólastjóri, — en nú eru þeir sem sagt yfir hundrað. Það segir nokkra sögu. Viðvíkjandi kennsluaðferðun- um sagði Magnús að hljóðaað- ferðin væri einkum notuð við kennslu í lestri og réttritun, og við reikningskennslu væru mik- ið hafðar gestaþrautir og annað hliðstætt áhugavekjandi. Sem dæmi um árangur gat skóla- stjóri þess að barn úr skólanum hefði eitt sinn fengið níu í rétt- ritunareinkunn á barnaprófi. Yfirleitt ættu börnin þeim mun auðveldara með námið sem þau kæmu fyrr í skólann. — Eitt það sem mestu máli skiptir er að vekja sjálfstraust barnanna, sagði Magnús að síð- ustu. — Sum þeirra sem koma seint eru kannski þegar orðin á eftir í námi og farin að trúa því að þau geti ekki lært. Þá þurf- um við að byrja á því að vekja í þeim kjarkinn. Þegar það tekst eru allar líkur á því að hitt komi smátt og smátt. Með stofnun Hofðaskóla var hafinn nýr þáttur í sögu is- lenzkra skólamála, þáttur sem sjálfsagður er í skólakerfi hverr- ar menningarþjóðar. Nauðsyn- legt er að þjóðfélagið sýni því göfuga mannúðar- og nytjastarfi, sem í skólanum er unnið, verð- skuldaða athygli og greiði fyrir þeirri framþróun þess sem svo mikil þörf er fyrir. 35. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.