Vikan


Vikan - 27.08.1970, Qupperneq 18

Vikan - 27.08.1970, Qupperneq 18
Augu prófessorsins, sem nú er næstum níræður, sindra er hann minnist dýrðardaganna kringum aldamótin. Myndin á veggnum er af afa hans, Frið- riki keisara þriðja, gerð er hann hafði nýlokið há- skólaprófi. Meðal sjúklinga hins heimsfræga svissneska frumufræðings, prófessors Paul Niehans, hafa verið Píus páfi tólfti, Adenauer, Marlene Dietrich og de Gaulle. Furðusögurnar um uppruna hans og líf eru orðnar margar. Þetta er í fyrsta sinn, sem uppgötvari frumu- fræðinnar segir eitthvað frá sjálfum sér. Eftir skamman feril sem liðsforingjaefni ákvað Paul Niehans að verða læknir. Hann svallaði gríðar- lega á stúdentsárunum — þessi mynd af honum sem alvörugefnum námsmanni var tekin upp á grín. 18 VIKAN 35- tw. Prófessor Paul Niehans varð heimsfrægur fyrir að finna upp frumufræðina — aðferð- ina til að yngja fólk upp með því að sprauta í það frumum úr ungum dýrum. Aðferð þessi hefur mjög verið til umræðu meðal lækna í flestum löndum og hafa ekki allir verið á eitt sáttir um ágæti hennar. Og raunar eru það ekki lækningar prófessors þessa einar, sem vakið hafa athygli í sambandi við hann, heldur og persóna hans sjálfs, einkalíf hans og uppruni. Um þetta hafa komizt á kreik margar furðusögur, en engin slær líklega út þá, sem maður skyldi ætla að væri sönn, því að prófessorinn hefur nú nýlega sagt hana sjálfur. Hann segist vera ekkert minna en dóttursonur Friðriks Þýzkalandskeisara þriðja og systursonur Vilhjálms keisara ann- ars, þess er tapaði fyrri heimsstyrjöldinni og dó útlægur í Hollandi. Prófessor Niehans er svissneskur borgari og nú áttatíu og átta ára. Eitt af því, sem bendir til að saga hans sé sönn, er sú stað- reynd að hann er nauðalíkur keisaranum móðurbróður sínum í sjón. Andlitsdráttun- um svipar saman, svo og bláum, hvössum augunum og arnarnefinu. Saga þessi hófst raunar fyrir hundrað og tuttugu árum í Potsdam, þegar Friðrik keis- ari, sem þá var tvítugur að aldri og krón- prins Prússa, varð ástfanginn í ungri og fagurri stúlku. Friðrik, sem síðar dó illum dauða úr krabba í hálsi, var í þá daga kven- hrókur af grófustu sort og neytti valdaað- stöðu sinnar auðvitað takmarkalítið í því sambandi. Gerði hann fjölda kvenna óléttar. I þessu tilfelli er svo að sjá að stúlkan hafi verið af svo sterkri fjölskyldu að ekki hafi þótt vogandi að meðhöndla hana eins og hverja aðra, og enn í dag er Hohenzollern- ættin þögul eins og gröfin um það hver hún var. Þau krónprinsinn gengu í svokallað vinstri- handarhjónaband, en það þýddi að brúðurin Á þessari fjölskyldumynd er Paul Niehans (standandi aftast) milli föður síns, sem var læknir, og móður sinnar, dóttur Friðriks keisara. Hún fékk alla ævi lífeyri frá Hohenzollern-ættinni.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.