Vikan


Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 11

Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 11
„Nemendur voru aSeins fjórir, þegar viS byrjuSum meS skólann 1961, en nú eru þeir hundraS og tíu.“ Vikan ræSir viS Magnús Magnús- son, skólastjóra í HöfSaskóla. 35. tbl. VIK1A.N 11 Hér er heldur knálega róið á bát, sem börnin sjálf byggðu. í hestaleik. Hér er ver- ið að beizla „hestinn“. - Við erum með miklu færri nemendur í hverri deild en aðrir skölar og getum því sinnt hverjum nemanda miklu betur. Við byggjum upp þroska nemandans á allt ann- an hátt en gert er í venjulegum skóia. Við styðjumst mikið við margs konar leikstarf- semi, sem skipulögð er eftir ákveðnu kerfi. Hér er um að ræða þroskandi leiki, til þess ; V'aða að æfa upp ýmsa þætti, svo sem -"irlekt, úthald og formskyn, svo eitt- hvað sé nefnt. Þessir þættir og fleiri eru nauðsynlegir til að barnið geti tileinkað sér bóknám síðar. Eftir því sem ofar kemur í námið og börnin eldast, þeim mun líkara verður námið því sem er í venjulegum skóla, en frábrugðið að því leyti að við erum með færri nemendur og getum því veitt meiri aðstoð. Við leitumst við — meira en aðrir skól- ar, en þar með er ekki sagt að öðrum skól- um væri það ekki líka hollt — að gera námsefnið eins myndrænt og mögulegt er. Og hvernig hefur árangurinn verið? Þetta hefur að okkar áliti gefið mjög góða raun, og hef ég þá í huga samanburð við árangur af hliðstæðri starfsemi erlendis. skóla er og hefur verið frá upphafi Magnús Magnússon, en kennarar við skólann eru alls ellefu. Vikan náði fyrir skömmu tali af Magnúsi skólastjóra og spurði hann nokk- urra spurninga um skólann og starfið þar. Börn og unglingar voru hundrað og tíu í skólanum síðastliðinn vetur, á aldrinum sjö til seytján ára, sagði Magnús. — Skólinn hefur til þessa verið rekinn af Reykjavíkur- borg, en verður tekinn inn í skólakerfi rík- isins á þessu ári. — Að hvaða leyti aðallega er kennslan hjá ykkur frábrugðin því sem er í öðrum skólum? Magnús Magnússon, skólastjóri Höfðaskóla, en því starfi hefur hann gegnt frá stofnun skól- ans 1961. SLÍKAN SKÓLA ÞYRFTI í HVERN LANDSFJÓRÐUNG

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.