Vikan


Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 40

Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 40
ins, gangið þá í suðausturhornið af Main Street og Stutton Aven- ue. Þúsund þakkir fyrir hjálp- ina.“ Bréfið var ekki undirritað, en skriftin var kvenleg. Þegar hann kom á tiltekið horn, stóð hann um stund og starði og skildi um leið, hvers konar lykla hann var með í höndunum. Hann stóð með op- inn munninn á miðri götunni, meðan bílarnir þutu framhjá honum báðum megin og öku- menn hrópuðu ókvæðisorð að honum. Loú heyrði þau ekki. Það var aðeins eitt, sem augu hans sáu: Hvítur og gljáandi og glæsilegur bíll, — rautt sæti og hvítt stýri, sem beið hans.. . . Þetta var Jagúar, hvítur Jagú- ar, módel 1970, — ekki í sýn- ingarglugga, heldur „ljóslifandi“ fyrir framan hann á götunni undir bláum himni, reiðubúinr. til að hlýða herra sínum og meistara. Hann greip andann á lofti og án þess að skeyta um forvitnislegar augnagotur fólks- ins á götunni, tók hann lyklana upp og prófaði þá. Þeir gengu að bílnum, og hann settist inn, sökk djúpt niður í rautt og mjúkt sætið við hvítt stýrið. Hann setti bílinn í gang, án þess að hugsa um, að ökuskírteinið hans var orðið úrelt. — Ó, elskan mín, hvíslaði Lou með tárin í augunum. Hann ók hægt af stað. Honum fannst hann vera kóngur. Með hálflokuð augu naut hann gleð- innar, hamingjunnar, lúxusins. Hann fékk grænt ljós og ók inn á aðalbraut. Hann skalf af gleði yfir því að finna, hvernig hrað- inn jókst því fastar sem hann steig á bensínið. Hann hló og söng og var hamingjusamasti maður á jarðríki. Hann steig fastar á bensínið og vindurinn suðaði fyrir eyrum hans. Hann ók hraðar og hraðar. Hann var hugfanginn af þessum dásamlega hraða. Hann leit á hraðamælinn: 120 — 130 — 140. .. . Fyrir framan sig sá hann flutningabíl koma frá hliðargötu. Hann steig á hemlana. Ekkert gerðist. Hann steig aftur á hemlana. Ekkert gerðist. Hann rak upp angistaróp yfir því að hemlarnir virkuðu ekki; yfir þvi að hafa verið svikinn; yfir þeim örlögum, sem biðu hans á næsta leiti, fyrir framan hann — hundrað metra ■— fimm- tíu metra — tíu metra.... Heyra má Framhald af bls. 31. að gefa út, sérprentaða í skrautriti, hið bráðasta. Upptaka Péturs Stein- grímssonar er þokkaleg, og plötu- umslagið er (í rokokkó-stíl) það skásta af þeim þremur sem S.G.- hljómplötur sendu frá sér í júlí. Persónulega finnst mér platan vel þess virði að kaupa hana. Ríó-tríó Það heitir sennilega að bera í bakkafullan laskinn, að ég fari líka að skrifa um hljómplötur Ríó-tríós- ins. Þó er það meiningin, og ástæð- an er sú að nýlega kom út þriðja plata tríósins, og sú fyrsta sem Agúst Atlason tekur þátt í að vinna. Þrátt fyrir að allir meðlimir tríós- ins geti sett saman dágóð lög, eru bæði lögin á þessari plötu erlend, hið fyrra upprunnið í Paraguay, en hitt er eftir bandaríska snillinginn Tom Paxton. „ViS viljum lifa'' er aðallag plöt- unnar, með texta eftir Helga Péturs- son. í honum felst einföld lífsspeki, sem ku samt vera orðið töluvert erfitt að framfylgja: „Við viljum lifa á því sem að í lífi voru býr . . ." Helgi vinur minn Pétursson verð- ur seint talinn í hópi þjóðskálda, en mikið vatn og gruggugt hefur runn- ið til sjávar síðan hann samdi „Ég sá þig snemma dags" (ágúst á þúst). „Við viljum lifa" er gott lag og auð- lært, en flutningur tríósins er full- daufur. Harmónikkuleikur Grettis Björnssonar lyftir því þó mjög upp, enda nafn hans eitt trygging fyrir gæðum. Hinum megin er lag Paxton's við texta Jónasar Friðriks, „Tár í tómið", og er sá texti með þeim betri sem settir hafa verið á íslenzka hljóm- plötu; sagt er hlutlaust frá raunum aðstandenda eiturlyfjaneytandans. Þarna tekst þremenningunum betur upp, en lagið hefði notið sín betur hefði strengjahljóðfærum og léttum blásturshljóðfærum verið bætt inn á. Það er Olafur Þórðarson sem syng- ur, og að öllum öðrum ólöstuðum, hefur hann skemmtilegustu og beztu rödd sem ég hlusta á. Músíklega er ekkert að ske á þessari plötu, enda hefur aldrei ver- ið um neitt slíkt að ræða hjá Ríó — sem eru fyrst og fremst skemmti- kraftar. Platan nær hinsvegar til- gangi sínum og hefur þegar gert það. Upptaka er þolanleg og press- un sömuleiðis, en útgefandi er Fálk- inn. Umslag er sennilega það vandað- asta sem sett hefur verið um tveggja laga plötu (þrátt fyrir allt) en klausa sem er aftan á er alveg ferlega hall- ærisleg. Myndirnar tók Sigurgeir Sigurjónsson. Póló og Bjarki Það stóð lengi á því að þessi plata kæmi á markaðinn, og munu það hafa verið tæknilegir örðuq- leikar sem stóðu í vegi fyrir „mark- aðssetningu" hennar. Hljómsveitin Póló hætti leik sínum fyrir tæpu ári síðan, og þá fór söngvari hlióm- sveitarinnar, Bjarki Tryggvason, yfir í hljómsveit Ingimars Eydal á Akur- eyri, en þaðan var Póló. 40 VIKAN 35- tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.