Vikan


Vikan - 27.08.1970, Síða 19

Vikan - 27.08.1970, Síða 19
naut vissra réttinda sem eiginkona, þótt þau réttindi væru mjög takmörkuð. Voru slík hjónabönd algeng hjá konungum, sem tóku niður fyrir sig. — Hamingju ömmu minnar var fórnað á altari evrópsku stórpólitíkurinnar, segir Paul Niehans. — Um þetta leyti, upp úr 1850, héldu menn að tengdir prússnesku konungs- ættarinnar og þeirrar ensku myndu binda þessi ríki saman traustum bróðurböndum. Fyrri heimsstyrjöldin gerði heldur lítið úr þeim vonum. Ástarævintýri prinsins urðu því að fara leynt, svo að Viktoría gamla Englandsdrottn- ing frétti ekki neitt, en það var einmitt elzta dóttir hennar, sem átti að gifta Friðrik. DANSAÐI Á KEISARABÖLLUNUM Barnið, sem fæddist 1853, var þegar eftir fæðinguna flutt suður í Sviss, þar sem kunn- ingjafólk konungsfjölskyldunnar ól það upp. Það var stúlka og var látin heita Anna Franziska Kaufman, en fékk ekki strax að vita hverjir foreldrar hennar voru. En þegar hún seytján ára að aldri giftist ungum skurð- lækni frá Bern, kom ambassador Prússlands til brúðkaupsins með bréf frá föður Önnu krónprinsinum ásamt skríni með skartgrip- um, sem verið höfðu í eign konungsættar- innar, og loforði um árlegan lífeyri. Þetta örlæti gerði að verkum að Önnu Franzisku fór að gruna hið rétta um upp- runa sinn, og þær grunsemdir hrelldu hana Framhald á bls. 43. Niehans bjargaði einu sinni lífi Píusar páfa tólfta og sendi páfi honum þá í þakklætisskyni þessa mynd af sér með eiginhandaráritun. 35. tw. VIRAN 1!)

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.