Vikan


Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 5

Vikan - 27.08.1970, Blaðsíða 5
Betty baby Því hefur verið haldið fram að fáar þjóðir hafi jafn mikið um- burðarlyndi til að bera og Hol- lendingar, og þar má vafalaust finna á ástæðuna fyrir því, að þær raddir hollenzkar sem krefj- ast afnáms konungsdæmis, eru bæði fáar og hjáróma. Þessi mynd af Beatrix prinsessu var tdkin nýlega er hún opnaði blómasýningu í Utrecht, og voru henni afhent blóm í því tilefni. En ekki fáum við nú betur sé en að þau séu bæði mögur og visin. Þarna er hann ... Þessi mynd þarfnast í rauninni ekki skýringar við, en hún er tekinn í Regent’s Park í Lundún- um, og sýnir unga stúlku horfa á eftir storkinum. Úr svip hennar má lesa: — Ja, sá var ekki lengi! eða: — Þarna ertu, bölvaður! Sjáðu hvað þú hefur gert! Bobby hlær Brezkir lögregluþjónar hafa löngum verið þekktir fyrir að sýna stillingu og álvöru á við- eigandi augnablikum. Fyrir utan Downingstræti númer 10 í Lon- don er venjulega lögregluvörður, því þar býr forsætisráðherra Elísabetu drottningar. Auðvitað ber viðkomandi ,,bobby“ að vera með iarðarfararsvip, en um dag- inn brást einum bogalistin. Ung- ur maður gekk hiá með venju- legan poka í hendinni, en þegar hann sá alvörusvipinn á lögreglu- þjóninum fiktaði hann eitthvað í pokanum sem rak upp hiátur svo mikinn og ægilegan að póli- tíið skellti upp úr. Pokinn ku annars vera það nýjasta í Evrópu, nokkurskonar segulbandstæki, sem hefur þann hæfileika að hlæja svona smit- andi. • vísur vikunnar Sízt í fyrstu eg frúna leit með frygðargreinum, eg varð gripinn af grimmdarmeinum. Leizt mér þessi laukaþöll sú listug kvinna, þar fyrir gekk mín gervöll sinna. Hárið rétt á hringþöll er sem hrannarglóðin eðr sem logandi linnaslóðin. Brúnalandið glóar því líkt sem geislar renna, sjálf náttúran setti þenna. Indriði kópi. Tígrisbúrin gleymdust Þess er skemmst að minnast að hálfur heimurinn fór á annan endann þegar fréttist um „tígris- búrin“ svonefndu í Con Son fangelsinu á Djöflaeyju í S-Viet Nam. Nú hefur bandaríski þing- maðurinn frá Michigan, John Conyers, látið upp, að hann hafi gefið skýrslu um þessar ömur- legu búðir fyrir ári síðan, eða í júní 1969, og því hefði heilt ár farið í vaskinn — einfaldlega vegna þess að forsetinn gat ekki fundið sér hentugan tíma til að hitta Vonyers. Þvi fór sem fór, að málinu var stungið undir stól unz aðrir þingmenn brugðu sér til Con Son og kynntu sér hluta þessarar djöfullegu refskákar. Gengisfellingu í S-Vietnam Um langt skeið hefur stjórn Bandaríkjanna lagt hart að lepp- stjórn sinni í Saigon að lækka gengið þar í landi, en krónan ku heita „piaster" í alríki Thieus. Þó fékkst hann ekki til að lækka gengið jafn mikið ig Nixon fór fi’am á en nú er hægt að selja dollarann á 235 píastra. Áður kostaði dollarinn um það bil 360 á svörtum markaði, sem er nær allsráðandi, en opinbert verð var 118 píastrar. Á hverju ári senda Bandaríkin hershöfðingjunum í Suður Viet Nam 500 milljónir dollara, en það eru 44 billjónir íslenzkra króna. ☆ 35. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.