Vikan - 29.07.1971, Page 11
kvöld. En sért þú syfjaður, þá
— Heyrðu, sagði Yngvi af-
sakandi. — Ég held, að mig
langi ekkert til að horfa á hana.
Ég er ekkert hrifinn af kvik-
myndum og svo er orðið fram-
orðið þegar myndin er búin,
ef mér skjátlast ekki því meira.
Ég verð að fara mjög snemma
5 verksmiðjuna á morgun, þvi
að nýi verkstjórinn er ekkert
sérlega góður. Hann ætti að
hætta að rífast í strákunum,
því að þeir kunna sitt verk.
Það lítur út fyrir, að þeir kunni
það betur en hann.
— Hvers vegna segirðu hon-
um þá ekki upp?
— Ég veit ekki, hvað ég
á að gera. Ég er orðinn dá-
lítið þreyttur á að halda í
höndina á honum allan dag-
inn. Og það verð ég að gera.
— É'g hef nú orðið vör við
það sagði Anna mæðulega. —
Þú ferð klukkan sjö á morgn-
ana og kemur ekki heim fyrr
en sjö á kvöldin. Ef vel lætur!
Þú komst ekki heim fyrr en
átta í kvöld!
Yngvi svaraði emgu. Hann
strauk yfir ennið og Anna
blygðaðist sín einu sinni enn.
Hvers vegna var hún svona
leiðinleg við hann? Hún hlaut
þó að vita, hvað það var oft
erfitt að eiga að standa í stöð-
unni. Hvað oft hafði hún ekki
þurft að vinna eftirvinnu á
blaðinu, þegar allt var komið
í hundana? Skildi hún það ekki
sem hafði unnið úti, hvernig
allt gat verið? Hvernig áttu
þá aðrar konur að skilja það?
Hún strauk yfir silkimjúkan
kollinn á Golden Girl, en hvolp
urinn vildi sofa og glepsaði í
hana.
Þú líka, hugsaði Anna Þú ert
að verða eins og eigandinn!
Heimskulegt, en mér finnst ég
vera vanrækta eiginkonan. Ég
á mann, sem vinnur hálfan sól-
arhringinn og sefur hinn, með-
an konan hans hvílir við hlið
hans og vildi ekkert frekar, en
hann væri vakandi. Kristján
— ég gat naumast snúið mér
að honum, fyrr en hann — ó,
stundum vildi ég....
En hún hætti þessum hugs-
unum. Þau Kristján voru skil-
in og myndu aldrei hittast aft-
ur. Yngvi var betri, yndislegri.
Ef þau gætu aðeins verið stund-
um saman. Ef hún gæti hætt
að hugsa um Kristján og Krist-
ínu. . . . Kristín hafði ekkert
sagt og hún hafði einskis spurt.
Hún dró andann djúpt og
Hún fór ein til Kristínar - án
Yngva. Hún þoröi ekki að spyrja
hvort Kristjáni væri boðið...
Hún hafði aldrei fyrr komiS ( nýju
íbúðina hans Kristjáns,
en hún leit heldur ekki umhverfis
sig.
Þetta var aðeins staSur, þar sem hann
og hún gátu loksins veriS tvö ein
saman aftur.
Framháld á bls. 44.
30. TBL. VIKAN 1 1