Vikan


Vikan - 29.07.1971, Síða 12

Vikan - 29.07.1971, Síða 12
Þjóðvegurinn var eins og plægður akur. Einu sinni hafði hann verið góður bílvegur milli Dijon og Besancon, en sprengj- ur og skriðdrekar höfðu í byrj- un stríðsins eyðilagt hann. Nóttin var niðdimm, en rauð- um bjarma sló á himininn við sjóndeildarhringinn; Dijon var að brenna. Það var steypiregn, en ekkert syndaflóð megnaðiað slökkva eldinn. Jarðvegurinn var eins og forað hvert sem lit- ið var. Mannfjöldinn dró fæturna upp úr leirnum, steig eitt skref áfram, og sökk aftur í leðjuna. Hægt og hægt mjakaðist hann þannig áfram eins og hraun- um ekki tekið alla með ........ Hann rýndi stöðugt í myrkrið en sá varla hvort hann ók á veginum eða ekki, enda mátti það víst einu gilda. Hann hafði verið umferðarsali og þekkti vel leiðina. Hann hafði áður komizt í hann krappann og lent í ýmsu en þetta.... hann heyrði konu sína segja: — Það er einhver að gráta. Hann svaraði ekki og þótti þetta raunar kynleg spurning. Hvað heyrðu þau svo sem í kringum sig annað en grát, blót og bænir. Þá uppgötvaði hann hvaðan gráturinn barst. Ljós bifreiðarinnar beindust að barni, sem sat beint fyrir fram- Þá ríkti undarleg þögn, þrung- in gleði meðal fólksins í bif- reiðinni. Sprengjuárásirnar í Frakklandi heyrðust ekki fram ar. Lífi þeirra var borgið. Búð- ir Rauða krossins voru paradís á jörðu í augum þessa fólks. Hún fékk að fara í bað og hún fékk hreint rúm að hvílast í. Hún fékk mat eins og hún gat í sig látið, og hvarvetna var fólk vingjarnlegt við hana. Og hér var ekkert stríð. Hún sagð- ist vera tólf ára gömul og heita Denise Gaillard. Það var þeg- ar í stað farið að leita uppi fjölskyldu hennar. En hún fannst hvergi. Allir hennar nánustu voru horfnir í hið Madame Villefrance var mjög glöð yfir því að hafa fengið barnið, en jafnframt hrædd um að fæla það frá sér. Hún hafði verið nær viti sínu fjær af einmanaleik, og fyrstu nótt- ina sem Denise svaf í húsinu, stóð hún fyrir utan herbergið sem hún hafði svo umhyggju- samlega útbúið fyrir hina nýju dóttur sína og hlustaði á létt- an andardrátt hennar. Hann veitti húsinu fyllingu og gerði það byggilegt. Það var nú aft- ur orðið lifandi og fagurt. Og Denise varð fljótt vör við við- kvæmni og góðvild þessarar einmana konu. Þær áttu margt sameiginlegt og lærðu æ betur Smásaga eftir Karen Brasen MEÐ TVÆR HENDUR TÓMAR Nú er hún tuttugu ára, sagði konan. - Hún getur áreiðanlega fengið skrifstofuvinnu, og þá getur orðið fínt hjá henni með tímanum ... straumur. Alls kyns vagnar með rúmfötum, húsgögnum og öðr*u dóti, sigu hægt áfram. Það heyrðust allt í senn: þung- ar stunur, blót og bænir. Fólk- ið fálmaði áfram í blindni, týndi hvort öðru, hrópaði út í nóttina, en fékk aldrei rétt svar og aldrei svar frá þeim, sem hrópað var til. Þetta var flótti án nokkurs takmarks í niðamyrkri og for- arleðju — flótti frá brennandi stað. Öðru hverju steypti flugvél sér lágt yfir, tók síðan stefnuna beint upp í loftið og var horf- in. Forarleðja þeyttist hátt í loft upp og fólkið kastaðist 1 allar áttir og fæst af því hittist aftur. Bifreið kom öslandi í leðj- unni. Hún var hlaðin fólki, sem hún hafði tínt upp á leiðinni. Fjölskylda eiganda bifreiðar- innar sat í framsætinu, svo þétt, að óskiljanlegt var, hvern- ig bílstjórinn gat hreyft stýrið. — Ekki fleiri, sagði hann og bandaði með hendinni. Við get- an bílinn. Átti hann að aka á- fram? Hann hafði ekið yfir svo margt, sem var mjúkt eins og jörðin, en fyrst hann hafði séð barnið.. . . Hann beygði hjá og konan hans dró það inn í bíl- inn. — Það er stúlka, sagði hún. Hún skaut barninu aftur fyrir sig meðal rúmfata og fólks. Síðan sagði hún sjálfkrafa eins og hún hafði svo oft sagt áður þennan dag: — Gráttu ekki. Við reynum að komast til Besancon og það- an til Sviss. Og hún bætti við í huganum: Þar er ekkert strið. Minningarnar um hinn hræði- lega flótta dofnuðu. Hún sá fyrir sér í órafjarlægð mann- fjöldann, sem þumlungaði sig áfram í forarleðjunni skref fyrir skref og hvernig hún var dregin upp úr foraðinu og mýrkrinu og fleygt inn í skít- ugan bíl. Hún minntist einnig þess dásamlega andartáks, þeg- ar bíllinn fór yfir landamærin. stóra EKKERT, sem stríðið kastar mönnum miskunnar- laust í, rétt eins og þeir séu einskis virði og engum til gagns.^ — Eg held, að þezt væri, að madame Villefrance fái Denise sagði forstöðukonan. — Hún hefur misst mann sinn og tvo syni og hún hefur beðið um að fá að taka að sér litla stúlku. Denise mun líða vel hjá henni. Madame Villefrance býr í Montpellier. Hún á þar sitt eigið hús. f byrjun gekk hún um stein- þegjandi. En hún var samt ekki óhamingjusöm. Þrátt fyrir góð- an aðbúnað í Rauðakrossbúð- unum, þá hafði hún þráð að eignast heimili og hana hafði einmitt alltaf dreymt um að búa í húsi eins og þessu. En ef til vill vonaði hún enn þá, að foreldrar hennar fyndust. Hún kom frá verkamannsheimili í Dijon og var því vön erfiðum kjörum. Stóra húsið, sem nú átti að vera heimili hennar, var henni ofurlítið framandi. að meta hvor aðra því lengur sem þær voru saman. Dag nokkurn kallaði Denise hana mömmu, og þá var allt eins og madame Villefrance hafði frekast óskað sér. Denise dáðist að heimili sínu og umhverfi þess, sem var hátt yfir Miðjarðarhafinu meðal fjallanna, þar sem Frakkland er hvað fegurst. Þetta var gam- all og sérkennilegur háskóla- bær. Denise óx upp og dafnaði. Hún var gædd góðum náms- gáfum og var tekin til við há- skólanám. Velgengni hennar og vellíðan gerði það að verkum, að hún gleymdi smátt og smátt uppruna sínum og fyrri heim- kynnum. Madame Villefrance var hamingjusöm. Kvíðinn og óttinn, sem hún hafði alið í brjósti allt frá þvi er hún missti mann sinn og syni, hvarf hægt og hægt. Fólkið sem hafði bjargazt á þjóðveginum milli Dijon og Besancon dreifðist um Frakk- Framhald á bls. 31. 12 VIKAN 30. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.