Vikan - 29.07.1971, Qupperneq 34
LIFÐU LÍFINU
Framhald aj bls. 19.
— Já, hvað er það sem þú vilt
segja?
Ég vissi mætavel, áður en ég
hóf þessi mótmæli og neikvæða
skoðun á „góðu“ starfi hans, að
hann ætti eftir að reka það of-
an í mig. En samt gat ég ekki
setið á mér.
— Jæja, allt í lagi. Annað-
hvort skilur þú þetta ekki, eða
þátturinn er mjög slæmur.
— Nei, hann var alls ekki
slæmur.
— En það er greinilegt...
— Ó, hlustaðu á mig. Þú ýkir.
Ég sagði ekki neitt.
Hann var daufur og hnugg-
inn; já það er eiginlega ekki
hægt að lýsa því öðruvísi og ég
viðurkenni að það gerði mig
fjúkandi vonda. Ég veit ekki
hvað það var sem gerði þetta
svona sérstakt, eins og hann
væri óþekktarormur í smá-
barnaskóla, sem hefði dregið
snjalla mynd af eiturslöngu, til
að sýna kennaranum tækni sína
og ætti von á miklu hrósi. Þetta
kom mér til að sjá hann i nýju
ljósi, sjá þá hlið, sem mér fannst
raunveruleg þessa stundina,
sjúklegt hugarfar hans. Illu
heilli fór ég að hreyfa við þessu
og datt þá í hug listrænt sjón-
armið, líklega vegna svipmynd-
arinnar úr smábarnaskólanum.
— Heyrðu, sagði ég, — við
skulum hugsa okkur líf Van
Goghs og þá tíma ...
Lucie kom og tilkynnti okk-
ur að maturinn væri tilbúinn
og það hefði átt að koma mér í
skilning um tilgangsleysið í því
að ætla að rökræða við hann
um heiðarleika listamannsins
og heiðarleika yfirleitt. Ég hélt
óhikað áfram, ég hafði nýlega
fengið bók um Van Gogh (Ro-
bert var mikill aðdáandi Van
Goghs fyrir eina tíð). Ég greip
hana, borðaði með annarri
hendinni og fletti bókinni með
hinni. Ég horfði við og við á
Robert og sá á svip hans að
hann varð æ meira undrandi,
já, jafnvel reiður. — Maður má
ekki vera ómóttækilegur fyrir
nýjum tilfinningum, sagði ég í
predikunartón. — Sambandið
milli mannsins og listar hans
kostar oft mikið ...
— Hvað áttu við með þessu?
spurði Robert.
— Andleg og líkamleg hreysti
er ekki alltaf nóg; maður verð-
ur oft að gera meira en skyldu
sína, jafnvel gagnvart lífinu
sjálfu, lifnaðarháttum ...
— Eruð þið búin? það var
Lucie sem truflaði mig aftur og
benti á súpudiskana okkar.
Minn var fullur, en Robert
hafði borðað sína súpu, meðan
ég nöldraði. En þessi spurning
Luciu kom sér vel, sérstaklega
þegar ég endurtók hana. — Er-
um við búin? spurði ég. Hann
forðaðist að líta á mig, eins og
hann hefði ekki heyrt til mín.
Ég leyfði Luciu að taka diskana.
En svo varð ég dálítið vand-
ræðaleg, því það var ég sem
hafði byrjað, — á þessu til-
gangslausa klifri upp hátt fjall,
en það var engin undankomu-
leið, jafnvel þótt ég vissi að ég
þekkti ekki leiðina, vissi ekki
hvar ég átti að tylia fótunum.
— Já, leiðin sem Van Gogh
valdi var erfið og gaf enga
möguleika á nokkurri tilslökun.
Það er út í hött að segja að
hann hefði átt að láta meira
eftir sig liggja, því þessi heiðar-
leiki hans gerði hann vitskert-
an. svo hann var ekki fær um
að mála.
— Hvað ertu eiginlega að
fara?? spurði Robert.
Ég yppti öxlum. — Ja, þegar
hann hafði ekki meira að segja
heiminum, þá sagði hann ekki
neitt. Ég þagnaði andartak. —
Þegar maður hefur ekki meira
að segja, þá lifir maður lífi
annarra manna, — eins og Van
Gogh.
Nú var ég viss um að Robert
fyndi sig knúðan til að koma
með einhverja athugasemd, en
síminn, sá bjargvættur, hjálp-
aði honum, eins og svo oft áð-
ur. Ég fékk sting af afbrýði-
semi, þegar ég sá hann grípa
símann við fyrstu hringingu.
Hann var alltof rólegur, þegar
hann sagði: — Ó, halló Paul!
Samtalið var stutt og mér
fannst eitthvað gruggugt við
það. Ég hafði það á tilfinning-
unni að það hefði eins getað
verið einhver Pauline, örugg-
lega ekki Paul. Robert sneri
sér strax að mér og sagði: —
Þetta var Paul, hann var mjög
hrifinn af þættinum.
Ég gat varla dulið reiðitítr-
inginn í rödd minni, þegar ég
svaraði. — Hann er alltaf á
sama máli og þú. Ef Robert hef-
ur grunað að ég hefði fundið
til afbrýðisemi, þá lét hann það
ekki í ljós. Svo ég hélt áfram.
— Mig langar til að leggja fyrir
þig spurningu.
— Allt í lagi, sagði hann.
— En þú verður að svara mér
sannleikanum samkvæmt.
— Allt í lagi.
— Viltu þá sverja að þú seg-
ir sannleikann?
— Já, auðvitað.
— Hefir þú verið mér ótrúr?
— Nei, vissulega ekki. Ég
hefi aldrei verið þér ótrúr.
— Það gleður mig, tautaði
pp. Auðvitað var það langt frá
að ég væri sannfærð. því ég
vissi betur. — Og hversvegna
ekki? bætti ég við, í von um að
knýja fram einhverja skýringu,
sem gæti leitt sannleikann í
ljós, hver svo sem hann var.
— Vegna þess að ég hefi al-
drei haft löngun til að hlaupa
út undan mér, það er allt og
<=umt .Ég segi að ég hafi ekki
haft neina ástæðu til þess, ekki
þörf heldur... já, þannig er
það. Ég hefi aldrei verið þér
ótrúr.
— En þú hefur orðið fyrir
freistingum?
—Já. Ef þú endilega vilt vita
það, já auðvitað.
— Hvaða meiningu leggur þú
í að vera ótrúr eða hlaupa út
undan sér? spurði ég, eins eðli-
lega og mér var unt, en þráði
að geta snúið á hann.
— Ja, mér finnst það ekki
vera mér ...
Lucíe, fjandinn hafi hana,
truflaði okkur aftur. Spurði
hvort við vildum ekki kaffi.
Það eru óþægindin við að hafa
þjónustufólk, að það truflar
mann alltaf á óhentugum tíma.
En síðar, í rúminu, eftir að
Robert var sofnaður, þá gat ég
ekki annað en hugsað um ein-
manaleik minn, brátt fyrir
innileg atlot hans og blíðu, og
ég hugsaði hve andstyggilegt
þetta væri, ef við værum ekki
þannig stæð að geta veitt okkur
að hafa stúlku. Fyrir utan Jac-
queline, var Lucie eiginlega
eini félagi minn. Vinirnir höfðu
svo margið horfið frá á undan-
förnum árum! Sumir höfðu ekki
þolað hrokann í Robert, þótt
flestum fyndist hann aðlaðandi;
en aðallega var það samt þann-
ig að hann hafði stjakað þeim
frá mér, einum eftir annan, með
því að reyna að draga fram fyr-
ir mér hve einfaldir og leiðin-
legir þeir væru. Hann talaði sí
og æ um það, þangað til ég gat
ekki þolað þá, eða þá að þeir
þoldu mig ekki. Hann var
reyndar grimmur í frekju sinni
og sjálfselsku. Og rétt áður en
hann valt út af hafði hann
hvíslað í eyra mér að hann gæti
ekki farið neitt út með mér
annað kvöld. Það var hnefa-
leikakeppni, sem hann þurfti að
láta taka upp og skrifa lýsingu.
Ég skil vel hversvegna hann
tekur mig aldrei með á slíkar
----------------------------------------KLIPPIÐ HÉR -
Röntunarseðill
Vinsamlegast sendið mér sniðið. sem ég krossa framan við. í því númeri, sem
ég tilgreini. Greiðsla fylgir með í ávísun/póstávísun/frímerkjum (strikið yfir
það sem ekki á við).
. . Nr. 23 (9598) Stærðin á að vera nr. ...
Víkan - s>impiicity
-----------------------------KUPPIÐ HÉR
Nafn
Heimili
34 VIKAN 30. TBL.