Vikan


Vikan - 29.07.1971, Page 41

Vikan - 29.07.1971, Page 41
ireit hvað hann vill. Ég held að „Ram“ hafi verið unnin á sama hátt og fyrri platan, „Mc- Cartney", nema hvað að við spiluðum fyrir hann. Eins og hún var unnin var okkur ekki gefið neitt frelsi. Okkur var sagt nákvæmlega hvað átti að gera, hann vissi hvernig hann vildi hafa plötuna og notaði okkur bára til að gera það. Hann söng fyrir okkur það sem hann vildi fá út og þannig varð „Ram“ til.' Ég meina að auð- vitað gerðum við tillögur um hlutina en hann notaði ekki okkar hugmyndir nema í mesta lagi tvö skipti af hverj- um tíu og ef hann þá gerði það, breytti hann því þannig að það varð Paul McCartney- stíllinn. Linda gerði ekki mikið í stúdíóinu — nema hvað að hún passaði börnin. Krakkarnir voru þar allan tímann. Öll fjöl- skyldan kom á hverjum morgni og sama hvað lengi við vorum að, kannski til 4 eða 5 á morgn- ana, alltaf sátu þau og biðu eftir Paul. Mér fannst það truflandi á vissan hátt. Það' var kannski þægilegt, en samt truflandi. Linda sat bara og sagði já ef henni fannst það gott og nei ef það vár ekki gott — að henn- ar dómi — en annars veit ég ekki hvað á að halda um hana. Ég veit ekki hvort hún hefur nokkuð vit á músík. Ég veit að hún er ljósmyndari, en núna heldur hún að hún sé „produc- er“. Það stendur á plötuum- slaginu: „Produced by Linda & Paul McCartney“. Ég held að það sé orðið þann- ig að þegar svona kallar eins og Paul ná sér í dömu sem þeir eru vitlausir í, þá reyna þeir að koma henni inn í allt sem þeir eru að gera. Ég trúi ekki á svoleiðis. Mér finnst það hreinlega fáránlegt. Jú, vissu- lega getur Linda sungið, rétt eins og hver sæmilega lagviss stelpa. Paul gaf henni tóninn og sagði: „Hérna, Linda, syngdu þetta og svo syng ég á móti þér í þessari tóntegund". Hún syngur eins og Paul segir henni að syngja og finnst hún á- byggilega skapandi listakona eða eitthvað. En það er allt McCartney — Paul McCartney, meina ég. Paul tekur mikið ofan í það sem áður er búið að taka upp (double-tracks). Við spiluðun) stundum báðir á kontragítara og svo .spilaði hann aftur ofan í það. Denny Seiwell spilaði á trommur óg við Paul á gítara. Stundum spilaði Paul á píanó en ég sá hann aldrei snerta bassa. Hann spilaði hann inn eftir á. Mér fannst það ekki nógu gott, því það hefði verið betra fyrir okkur að spila fyrst inn bassa, gítar og trommur, en svona vildi hann hafa það og við höfðum ekkert að segja í því sambandi. Mér fannst það líka skrítið hjá honum að koma í bæinn og reyna (audition) alla virt- ustu gæjana í bransanum. Ég meina að sumir þessara ná- unga hafa verið í músík í 15 ár og spilað með nær hverj- um sem er og það er ekki einu sinni hægt að bera Bítlana saman við þá — semhljóðfæra- leikara. Það þarf ekkert að reyna þessa náunga, þeir spila hvað sem er. Þá má geta þess, að Paul lét sér ekki nægja að hljóðrita lög- in sem fóru á ,,Ram“, heldur tók hann upp aðra LP-plötu, sem aðeins var gefin út í 1000 eintökum og hefur nú verið dreift á milli útvarpsstöðva í Bandarikjunum. Brezkar út- varpsstöðvar eru að reyna að ná sér í plötuna og gengur víst lítið, en þau hjón ætla að senda frá sér tveggja laga plötu mjög fljótlega. Lögin á henni verða þó ekki af þessári „leyni- plötu“ — og ótrúlegt þykir okkur að Ríkisútvarpið fái sent eintak. LOGAR A COSTA DEL SOL Framhald af bls. 15. við viljum, getum við ráðið okkur sjálfir þar sem okkur sýnist.... bjóðist okkur tæki- færi til þess“. „Þið hafið ekki hugsað ykk- ur að koma við í London á heimleiðinni og taka upp plötu, s-jjipað og Æívintýjri gerði á sínum tíma“? „Þessi margumtalaða plata okkar hefur satt að segja ver- ið söltuð í augnablikinu. Þetta hefur alltaf strandað á fram- kvæmdaleysi og svo höfum við líka verið í hraki með æfinga- húsnæði, þó svo að það sé ekki aðal vandamálið. Einhverntíma töluðum við jú um að gera þetta svona, að taka plötuna upp um leið og við færum, en svo erum við rétt nýlega búnir að fá samn- ingana í hendurnar, þannig að það verður ekkert af því að við tökum upp plötuna í þetta skipti“. „En komið þið eitthvað til með að leika á „meginlandinu" áður en þið farið út“? „Það er ekki fráleitt, en enn sem komið er hefur það ekki verið ákveðið. Við vorum nú á Hvoli fyrr í sumar og gekk mjög vel, og eins gekk okkur vel þegar við vorum í Glaum- bæ í fyrrahaúst, þannig að ég held að það væri nægur grund- völlur fyrir því að við kæmum og spiluðum í bænum, en — eins og ég segi — þá er það óráðið ennþá. Við ættum þó að geta það, því við verðum ekkert á Þjóðhátíðinni hér“. „Allt í lagi, Guðlaugur, þakka þér fyrir upplýsingarnar, góða ferð og góða skemmtun“. „Takk. . . Salud“! PÖSTHÖLF 533 Framhald af bls. 14. þegar við mamma erum tvær að skúra eftir ball — um miðja nótt — að það vanti nokkra vit- lausraspítala í þetta fagra land okkar. Einu sinni fann ég tvo stóla útí horni. Af öðrum hafði verið jöguð af löppin, en hinn leit út eins og kálfur sem er kiðfættur á öllum fótum. Ég hugsaði nú bara með mér ... já, hvað hugs- aði ég aftur ...? Ja, hvað getur maður haldið um mann sem sit- ur og misþyrmir stólum eða þá einn labbakúturinn sem trítlaði með eitt klósettið út á mitt for- stofugólf og setti það þar pent niður. Ef þeim þykir gaman að þessu þá er mér sama, en ég held nú samt að ég fari að lúlla mér, því ég þarf að byrja snemma á morgun. En úr því að bú varst svo elskulegur að birta þetta lítil- ræði um MÁNA, þá ætla ég að gefa þér gott ráð. Þeear þú þarft að þvo hjá þér gólfið næst, þá skaltu fá þér tvær fötur. fylla þær af vatni, setia Þrif í aðra og Þvottabón í hina. Svo gólftusku í sitthvora fötu og þvo fyrst með Þrifinu og þurrka með vel undnum tuskunum upp úr þvottabónsvatninu. Þá get- ur þú notað gólfið fyrir rak- spegil næst. Jæja, elskan, mér dettur ekki í hug að fara að afsaka skrift- ina því ég skrifa svona, og svo er ég á móti „y“, en það er mitt en ekki þitt. Segðu mér eitt: Trúir þú á Guð? Bið að heilsa! þín Brynhildur. P.S. Ég er 16 ára og trúi á Guð, les Faðirvorið og tala við Guð á hverju kvöldi. Ég reyki — Síðan viö fengum þessa nýju fóthvílu, fer enginn án þess að kaupa skó og borga. ekki og þori ekki að drekka vin, því þá verð ég vitlausari en ég er og því má ég bara ekki við. Elsku kellingin! Þakka þér innilega fyrir bréf- ið, heillin og Ijómandi þótti mér nú vœnt um að hafa gert þér til hœfis. Til þess er ég. Svo vil ég þakka þér hjartanlega fyrir uppskriftina að speglinum og nú er ég búinn að skrifa hana hjá mér og giftist ekki stúlku sem ekki vðurkennir þessa upp- skrift. Já, ég trúi á Guð, ábyggilega þann sama Guð og þú trúir á, þótt við gerum okkur sjálfsagt öll mismunandi myndir af Hon- um. Bið að heilsa. Þinn Ómar. TILHNEIGING TIL AÐ GERA HLUTINA... Framhald af bls. 26. bezta aðferðin til að koma í veg fyrir kommúnisma. Þró- unin í sænsku þjóðfélagi er öll í þá átt að jafna muninn. Mað- ur sér þetta svo víða, til dæm- is í húsgagnaiðnaðinum, þar sem ég þekki bezt til. Fín og dýr húsgögn voru stöðutákn. En það er sem óðast að hverfa. Þá keypti fólk húsgögn fyrir lífið, en nú hefur þetta breytzt. Nú kaupir fólk miklu ódýrari húsgögn, sem ef til vill hafa takmarkaðan endingartíma. Þau eru mjög einföld og ódýr, en þægileg". „Er þetta breyting á gildis- mati, sem tekur yfir fleira af því sem fólk hefur í kringum sig“? „Ég held að svo sé. Bílar verða til dæmis sífellt áhrifa- minni sem stöðutákn og sama má segja um hús. Það er jafn- vel snobbað fyrir því að búa fremur þröngt, að lifa einföldu lífi og hafa ekki dýra hluti í kringum sig“ „Já, ég hef séð bergmál af 30. TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.