Vikan


Vikan - 09.12.1971, Page 37

Vikan - 09.12.1971, Page 37
Jóns Sigurðssonar: Eigi víkja. Fyrir neðan stjörnuna: 17. júní 1944. “ Eins og sjá má af ofanskráðu eru augljós tengsli þessa æðsta heiðursmerkis okkar við ridd- arareglur miðaldanna, og næg- ir að benda á orðustigin í því sambandi. Það kemur óneitan- lega dálítið ankannalega fyrir sjónir, því að á íslandi tíðkað- ist aldrei riddaraskapur. En það sem á að gefa orðunni ekta íslenzkan svip er fálkinn, ill- fygli það er við höfðum um hríð í skjaldarmerki okkar og Heimdellingar hafa enn til sama brúks. f „Forsetabréfi um starfs- háttu orðunefndar“, útgefnu þrítugasta og fyrsta desember 1945, er klausa sem enn frekar bendir á skyldleikann við regl- ur miðalda. f fjórða kafla stend- ur: „Orðunefnd getur, í sam- ráði við stórmeistara, kvatt orðubræður saman við hátíð- leg tækifæri eða þegar merki- legt mál, sem orðubræður varð- ar, er á döfinni. — Ef henta þykir, setur stórmeistari slík- um fundum og samkomum regl- ur, í samráði við orðunefnd." Hér er að heyra að þeir, sem sæmdir eru fálkaorðunni, séu þar með inngengnir í sérstakt bræðralag, líkt og forverar þeirra í krossferðunum. Næsti kafli í þætti Ríkishand- bókarinnar um fálkaorðuna er „leiðbeiningar um, hvernig bera skuli heiðursmerki." Þar segir svo: „Heiðursmerki eru að jafnaði ekki borin, nema er menn klæð- ast hátíðabúningi (kjólfötum, hátíðaeinkennisbúningi eða hempu). I. íslenzk heiðursmerki. A. Riddarakross fálkaorðunn- ar og önnur opinber heiðurs- merki skal bera á brjóstinu vinstra megin (í hnappagati á kjóljakka eða á móts við það). Séu merkin fleiri en eitt, skal bera þau samhliða, raðað frá hægri til vinstri í þessari röð: riddarakross fálkaorðunnar, al- þingishátíðarpeningur (1930), lýðveldishátíðarpeningur (1944), heiðurspeningur til minningar um Svein Björnsson forseta, afreksmerki hins ís- lenzka lýðveldis, heiðursmerki Rauða kross fslands." Ennfremur segir: „Það er aldrei ótilhlýðilegt að bera heiðursmerki í fullri stærð, en ekkert er því til fyr- irstöðu að bera smámerki (miniature) við allflest tæki- færi. það allra nýjasta frá Candy BRAVA 8/4 UPPÞVOnA- VÉLIN Skólavörðustíg, sími 13725 Farseðlar ti! / vetur Só/arfri i skammdeginu Allar nánari upþlýsingar veitir: FERDASKRIFSTOFAN URVAL PÓSTHÚSSTRÆTI 2, REYKJAVÍK SÍMI 2 69 00 49. TBL. VIKAN 37

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.