Vikan


Vikan - 10.02.1972, Qupperneq 4

Vikan - 10.02.1972, Qupperneq 4
f------------V MIÐÆPRENTUN Takiö upp hina nýju aöferö og látið prenta alls konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, til- kynningar, kvittanir o.fl. á rúllupappír. Höf- um fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmis konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLÝSINGA HILNIRhf Skipholti 33 - Sími 35320 V------------------------J PéSTURINN Leikskóli Elsku Póstur minn! Nú verð ég að leita á náðir þln- ar eins og svo margur hefur gert og fengið greinargóð svör. Ég er 20 ára ólofuð sveitastúlka og mig langar í leikskóla. Mér finnst vera tími til kominn að fara að hugsa um framtíðina, en ég veit ekki hvert ég á að snúa mér, þó ég hafi augastað á Leik- félagi Reykjavíkur. Viltu svara fyrir mig eftirfarandi spurning- um: 1. Hvert á ég að snúa mér? 2. Hvað er námið langt? 3. Er heegt að komast á kvöld- skóla? 4. Hverjar eru námsgreinar? 5. Hvaða próf eru nauðsynleg til innritunar? Með fyrirfram þakklæti. María. Eins og þú hefur áreiðanlega lesið í blöðum, þá lagði Leikfé- lag Reykjavikur niður skóla sinn fyrir nokkrum árum til að reka á eftir ríkisleiklistarskóla og skóli Þjóðleikhússins hefur ekki tekði inn nemendur í nokkur ár heldur, þótt forráðamenn Þjóð- leikhússins hafi látið að þvi liggja nýlega að það gæti breytzt áður en langt um líður. Allavega skaltu vera vel á varð- bergi og fylgjast með fréttum af þessu í blöðum og öðrum fjöl- miðlum. Nám í þessum tveimur skólum hefur verið 3 ár og í flestum tilfellum hefur gagn- fræðapróf nægt til inngöngu. Þá hafa nokkrir aðilar, til dæmis Ævar R. Kvaran, rekið einka- skóla sem hefur verið vel sóttur og er öruggt mál, að gott væri fyrir þig. að hafa farið á slíkt námskeið áður en þú ferð í raunverulegan skóla. Eins hefur Leikfélag Akureyrar verið með námskeið og ættir þú því að byrja á að skrifa þeim~og biðja um upplýsingar. Svo óskum við þér góðs gengisl Einum of erfiður Kæri Póstur! Ég er ein af þeim stúlkum sem eru i vanda. Ég er meS strák sem viS skulum kalla X,. hann er seytján ára en ég er fimmtán. Ég er svaka skotin í X, en á erf- itt meS aS hemja hann. Hann er einkabarn, sem hefur alltaf fengiS allt sem hann vill. Þegar viS förum í bíó, vill hann alltaf vera úti í horni en ekki hjá krökkunum. Ég vil ekki láta undan, er ég gamaldags? HvaS kostar Vikan í áskrift? HvaS á ég aS gera, elsku Póstur? Arna. P.S. HvaS lestu úr skriftinni? Er ekkert athugavert við hann annað en það, að hann vill sitje út af fyrir sig, þegar þið farið í bíó? Ef það er ekki fleira, eig- um við nú erfitt með að sjá að vandamálið sé alvarlegt. Nú er það svo að fjöldi fólks, einkum þess yngra, virðist fara í bió fremur til að vera í félagsskap heldur en að horfa á myndina; kvikmyndagagnrýnandi eins höf- uðborgardagblaðsins kallaði bí- óin fyrir skömmu samkomustað unglinganna. Ekki erum við að lasta það, einhvers staðar verða þessir aumingja rollingar að koma saman, ekki sízt núna eft- ir að Glaumbær er brunninn, hvað þá á stöðum úti um land, þar sem aldrei hefur verið neinn Glaumbær. Hins vegar gæti þetta hátterni vinar þíns bent til þess að hann væri með greindari og athugulli mönnum og hefði til dæmis áhuga á og bæri skyn á kvikmyndalist. Sé svo, er ekki nema eðlilegt að hann vilji sitja í friði úti í horni, þar sem hann getur notið myndarinnar ótrufl- aður, í stað þess að vera í arga- þrasinu f miðjum sal. Svo eru menn auðvitað misjafnlega fé- lagslyndir, og auðvitað hvorki betri né verri fyrir það. Nú, svo getur Ifka verið að þetta séu einhverjir stælar í drengn- um, ef honum hefur verið spillt með eftirlæti, eins og þú gefur í skyn. Málið veltur í heild á þvi, hversu vænt þér þykir um hann og hvað þú treystir þér til að þola honum. Að reyna að breyta honum að ráði er hæpið, enda gætu tilraunlr i þá átt flokkast undir frekju og yfir- ráðaffkn af þinni hálfu. Þú ert ekkert gamaldags þótt þú látir ekki undan, og ekki heldur þótt þú gerir það. Áskriftargjaldið fyrir Vikuna er tvö þúsund ofl tvö hundruð krónur á iri, ein* 4 VIKAN 6. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.