Vikan - 10.02.1972, Síða 14
STJÖRNUSPÁ FYRIR ALLT ÁRIO
21/3 — 20/4
Viðhorf þín til annars fólks breytast sjálfsagt á
árinu, og þú sýnir manneskju, sem þú stendur
í ástasambandi við, vaxandi alúð og umhyggju.
Sem stendur ertu alltof upptekinn af eigin hugs-
unum og tilfinningum til að geta sett þig í spor
ástarinnar þinnar, en í janúar skeður dálítið,
sem ruskar dálítið við þér. Þú ert leiður á því
hversdagslega og leitar að lífsreynslu, sem gert
geti þér léttara í skapi og fengið þig til að
gleyma, en ef þú lifir af mikilli ákefð og hraða,
verðurðu að reyna að komast í takt við sjálfan
þig ekki seinna en í vor. í febrúar færðu
skemmtilegt verkefni, en starfið kemur til með
að útheimta mikinn sjálfsaga og einbeitingu,
svo að þú færð lítinn tíma til dagdrauma. —
Astarvandamál, sem nú kunna að virðast óleys-
anleg, verða þér aðeins áhyggjuefni í nokkra
mánuði í viðbót. Og í júlí vinnurðu á sjálfum
þér sigur, sem gefur þér hamingju, er þú áttir
ekki von á. í októberlok tekurðu erfiða ákvörð-
un og ferð að skipuleggja framtíðina, en þangað
til verðurðu að þreifa þig áfram skref fyrir skref.
VOGIN
24/9 — 23/10
Þú hlakkar mjög til þess að geta veriö með
elskunni þinni og þarfnast mikillar tilfinninga-
legrar svörunar til að geta verið hamingjusam-
ur í upphafi árs. Þú vilt gjarnan láta annast þig
og hefur gaman af að vera laus við alla ábyrgð.
En þú verður að taka afstöðu til þess, sem kann
að koma fyrir þig undir vorið, og missir af góðu
tækifæri ef þú ert framtakslítill um of. Þú hef-
ur síður en svo háar hugmyndir um sjálfan þig,
en láttu ekki á þv£ bera. Þú ert áreiðanlega
greindari og gáfaðri en þú sjálfur heldur; það
færðu staðfest i október. Tilfinningalíf þitt er
stormasamt; reyndu að ná stjórn á því og bland-
aðu ekki svo mjög geði við aðra að þú týnir
sjálfum þér. Þú ferðast ekki mikið á þessu ári,
en getur aukið reynslu þína á annan hátt. Haust-
ið verður viðburðaríkt. Þú vilt helzt skilja allt,
sem fyrir kemur og hefur góða athyglisgáfu, en
þú mátt ekki vera svona latur. Undir árslok
kynnist þú manneskju, sem þú lærir mikið af og
sem líka gæti reynzt þér góður vinur.
21/4 — 21/5
Þú nýtur nú kannski þegar frjálsræðis sem er
innra með sjálfum þér og gerir ábyrgð þína
léttari og heiminn bjartan og fallegan í augum
þínum. Notaðu vetrarmánuðina vel og haltu fast
við það, sem þú hefur ákveðið. Þú hefur tekizt
á hendur erfitt verkefni og efast kannski stund-
um um getu þína til að leysa það af hendi, sér-
staklega í marz, þegar ýmiss konar vandamál,
einkum efnahagsleg, hlaðast upp. En láttu þau
ekki buga þig, heldur notaðu greind þína og
frumleika til að leysa þau. Þú ert alltaf ívið
sterkari fyrir en þú heldur. Það sem þú þarft er
öruggt frambúðarsamband við aðra manneskju,
en ert hræddur um að missa stjórn á tilfinning-
um þínum. Þess vegna heldurðu honum/henni,
sem þú elskar mest, í nokkurri fjarlægð, eða þá
að þú lætur hann/hana ganga gegnum erfitt
próf. En þú heldur þetta ekki út lengur en fram
í ágúst. Og þegar þú hefur einu sinni tekið þína
ákvörðun, verður henni varla breytt. í haust
færðu tækifæri til ferðalags, þar sem þú getur
öðlazt nýja reynslu er kemur þér vel í starfinu.
SPORÐDREKINN
24/10 — 23/11
Árið hefst með meiriháttar breytingu í lífi
þínu; þú þarft að aðlagast nýjum kringumstæð-
um og þýðir ekkert að streitast gegn því. Hversu
vel sem þú kannt við þínar gömlu venjur og
hugsunarmáta verðurðu að láta þetta lönd og
leið, og í vor færðu þetta launað með sterkri
frelsiskennd. Þú sérð og skilur ástæður annarra
og gortar gjarnan af skarpskyggni þínu, en hvað
þínar eigin ástæður snertir áttu mikið eftir
ólært, og það getur elskan þín kennt þér. Ferða-
lag í júní verður þér til góðs, og kannski kanntu
betur að meta góða vini eftir að hafa verið einn
um nokkurt skeið. Þér líkar ekki að nokkurs sé
krafizt af þér, en gerir sjálfur miklar kröfur til
annarra og vænti þér mikils af þeim. Þetta er
auðvitað ekki sanngjarnt, en það skilurðu ekki
fyrr en í haust, þegar þú kemst í þá aðstöðu að
eiga völina og kvölina. Þú getur bætt efnahag
þinn, en fjárfestu ekkert nema að vel athuguðu
máli. Vertu varkár í októberbyrjun, sérstaklega
ef reynir á sjálfstraust þitt. Þú verður virðingar
aðnjótandi í árslok, en úr allt annarri átt en þú
hefur búizt við.
22/5 — 21/6
Ákveðin lífsreynsla gerir þig sterkari fyrir og
kannski ívið alvörugefnari í upphafi árs, en
láttu það ekki villa þér sýri og vertu þögull um
það takmark, er þú hefur sett þér. í apríl skaltu
komast hjá ónauðsynlegum rökræðum og halda
aftur af kímnigáfunni. Þú gætir misst góðan vin,
sem ekkert vill frekar en hjálpa þér. Þig dreym-
ir rómantískt um hvernig tvær manneskjur eigi
að lifa saman, en hætt er við að blákaldur raun-
veruleikinn reynist eitthvað á annan veg. Eigin-
lega ertu talsvert heimtufrekur, en ef þú getur
slegið af kröfunum og vonunum og reynir að
lifa í núinu verður samlíf þitt hamingjuríkara.
Þú ert óþolinmóður og eirðarlaus og alls ekki
eins auðvelt að lynda við þig og þú heldur, en
þú þarfnast trúnaðarmanns. í sumar gætirðu
fengið nýtt starf, sem gæfi meiri möguleika en
það sem þú gegnir nú, en þá verðurðu að læra
að tjá þig. Og í september verðurðu kannski bú-
inn að öðlast það þrek, sem þarf til að sætta sig
við eigin veikleika. Umheimurinn gæti þér þá
virzt vinsamlegri en fyrr.
BOGMAÐURINN
24/11 —21/12
Þú berð þig óskaplega illa í ársbyrjun og sérð
hvorki Ijósan punkt á vinum þinum né elskunni
þinni. En þú þarfnast þeirra og verður að lok-
um að viðurkenna að þú ert ekki sú stolta og
sjálfstæða persóna sem þú reynir að vera. Þvert
á móti, annað fólk er þér mjög mikilvægt og þú
lærir dálítið, sem aðeins lærist í samfélagi við
aðra, og það breytir þér. Þú gerir þér það ljóst
eftir dálítið stormasamt tímabil i marz. í sumar
færðu tíma til að ljúka áríðandi verkefni, og
áreynslan verður þér holl. Þú þarfnast útrásar
fyrir orku þína og hefur gaman af að fást við
erfið verkefni, sem fljótlega gefa eitthvað i aðra
hönd. En peningar eru ekki nóg til að gera þig
ánægðan. Þú gleðst af því að hjálpa öðrum. í
október verða ástir þínar í góðu gengi og þú
sérð sjálfan þig i nýju ljósi. Kringumstæður
þínar breytast ekki á ytra borði, en i árslok
sérðu þær í allt öðru ljósi en þú gerir nú.
14 VIKAN 6. TBL.