Vikan


Vikan - 10.02.1972, Page 48

Vikan - 10.02.1972, Page 48
en sálir þeirra munu finna frið á himnum. Það rann upp fyrir mér að einmitt í dag var 2. september og þegar mér datt það í hug, fannst mér ég heyra daufan klukknahljóm. Mér fannst það hlyti að vera ímyndun, þangað til ég sá drenginn lyfta höfðinu og hlusta. Ég heyrði aftur hljóminn. En þá varð mér ljóst hvað það var. Það var hljóð frá flotbauju, sem gaf frá sér þetta hljóð, við breytta vindátt, eða það gat verið í sambandi við flóð og fjöru. Við héldum áfram og hljóðið frá baujunni fylgdi okkur. Það var dapurlegt að heyra þetta hljóð í þokunni. En svo heyrði ég annað hljóð; það var Querol, sem kallaði á Jacky. • — Querol! öskraði ég. — Ert það þú, Ross? Rétt í því komum við auga hvor á annan. Querol var greni- lega fullur angistar. — Hafið þið orðið varið við nokkuð? spurði Querol og ég hristi höfuðið. — Skýlið hlýtur að vera hér i nágrenninu, sagði hann. — Við erum nú komnir á suðurodda Kananga. Það er tilgangslaust að við dreifum okkur, það er betra að við höldum saman. Það leið ekki á löngu þar til við komum auga á skýlið milli þokubakkanna. Við annan enda þess sáum við leifarnar af gamla vitanum, sem bar við himinn. — Hvað eigum við nú að gera? t.autaði Querol, frekar við sjálfan sig en okkur hina. — Eigum við að halda áfram, eða...? Ef Leigh skyldi nú gruna að við vitum hvar hann er... Það var dauðaþögn og ekkert sem bar þess merki að nokkur maður væri í skýlinu. Querol hikaði. — Ef þau eru í skýlinu, hafa þau heyrt þegar við köll- uðum. Hversvegna svara þaú þá ekki? Hversvegna koma þau ekki út? Við horfðum í angist á hljótt og eyðilegt skýlið. Ég reyndi af alefli að hlusta eftir minnsta hljóði og mér fannst ég heyra eitthvert þrusk. Það var einna iíkast ískri í dyragætt. Ég hafði ekki augun af gættinni og sá að hurðin mjakaðist um hárs- breidd. — Þau eru þar, hvíslaði ég. — Öll þrjú? hvíslaði Querol, — eða Leigh einn? Ef Leigh væri þar einn, þá voru Jacky og Jonathan liklega látin. Það var aðeins ein leiði til að komast að hinu rétta og það vissi Querol líka. Hann beít á vörina. Mér varð hugsað til Jacky, sem var svo grannvaxin og smágerð, hjálparvana ... Og hvað Leigh gæti hafa gert henni. Skyndilega þaut Querol af stað frá runnagróðrinum, sem hafði skýlt okkur og hljóp yfir auða svæðið, sem var á milli okkar og skýlisins. — Jacky! öskraði hann. Það ynr hleypt af skoti frá . gættinní. Það lenti í jörðinni og þeytti upp miklu skýi af sandi og möl, hálfum meter fyrir framan Querol. Var þetta skot til varnaðar? Ég flýtti mér eftir Querol, til að halda aftur af honum, en of seint. Annað skot felldi hann til jarðar. Hann snerist á hæl og greip um. öxl- ina, áður en hann féll. — Hættu þessum leik, djöf- ulsins skepnan þín, öskraði ég. — Hættu, hættu . . Ég fleygði mér niður við hliðina á Querol. Hann !eit upp, eins og hann vildi ekki trúa þessu. — Hann skaut á mig. — Hvar hitti hann þig? — í hægri öxlina. — Ég kem strax aftur! í reiði minni ætlaði ég að halda áfram að skýlinu. En Querol greip í mig. — Ertu brjálaður? Það þýðir ekki að fara að neinu óðs- lega núna! Hann andaði djúpt og stundi af sársauka. Ég lagðist nokkuð treglega á kné við hlið hans. Það komu ekki fleiri skot frá skýlinu. Mooney og drengurinn komu nú varlega í áttina til okkar, frá runnunum, sem áður höfðu veitt okkur skjól. — Ef við reynum að komast þangað, sagði Querol með erf- iðismunum og benti i áttina að skýlinu, — þá reynir hann að murka okkur niður, hvern af öðrum. Hann getur svo sem gert það núna. Drengurinn titraði, ekki af kulda, heldur af hræðslu. Moon- ey, sem ekki var ljóst hvað skeð hafði, spurði aftur og aftur; — Hvað er að þér, Hektor? Meiddirðu þig? Hvað er að? En hann grunaði líklega fleira en honum var fyllilega ljóst. Augu hans voru full af tárum. Querol hvíslaði að mér: — Við verðum að koma okkur í skjól. Við getum ekkert annað gert eins og stendur. Við verð- um ... Hann þagnaði vegna þess að það ískraði aftur í dyragættinni. Ég leit þangað. Það var Jona- than sem kom fram í gættina. Jonathan? En ég sá strax að Leigh var á bak við hann og ýtti honum fram. — Querol skipstjóri! Heyrið þér til mín? Jonathan reyndi að tala hátt og skýrt, en rödd hans titraði af hræðslu. — Já, stundi Querol, en ég tók undir og sagði ákafur: — Já, já! — Við erum ómeidd, sagði Jonathan. — En við verðum að láta Leigh í friði. Hann þarf að ætla sér tíma. Ef þið komið nær, skýtur hann mig. Og Jacky lika. Það segir hann að minnsta kosti. En svo missti Jonathan stjórn á sér. — Flýtið ykkur í burtu, öskraði hann í örvæntingu sinni. — í guðsbænum, flýtið ykkur burt! Leigh þreif þá til hans og dró hann inn í skýlið. Dyrunum var lokað, en samt var 6kilin eftir rifa, ég sá að hún var háefilég fyflr byssuhlaup. Querol reis með erfiðismun- um upp á hné. — Hjálpið mér, stundi hann, — við verðum að láta hann sjá að við förum eftir skipunum hans. Flýtið ykkur áður en hann fer aftur að skjóta! Ég gat hjálpað honum á fæt- urur og lagði arm hans yfir öxl mína. Mooney studdi hann hin- um megin. Við skjögruðum svo að runnagróðrinum, þar sem við vorum líka nokkuð vel fald- ir í þokunni. Það dimmdi æ meir og það var ekki dimm- viðrið, heldur var farið að halla degi. — Þokunni er að létta, sagði Mooney og það var vonarneisti í rödd hans. En hverju breytti það? Ég lét drenginn styðja Querol og gekk á undan þeim. — Hvert ertu að fara, Ross? kallaði Querol á eftir mér. — Við getum leitað skjóls í kapellunni. — verið þar í nótt, sagði ég. — Kapellunni? Fannstu hana? — Já, sagði ég. Ég leit upp í dimman him- inninn, en rétt í því klauf eld- ing skýjaþykknið og lýsti allt í kringum okkur, en hvarf svo strax aftur. í nokkur augnablik, en kom svo fram á ný. Þá vissi ég hvað þetta var, það var ekki elding, heldur vitinn á Kumul. — Hamingjan sanna, hvílík heppni, sagði Mooney. Og í skininu frá vitanum, sem lýsti okkur eins og himneskur kynd- ill, komumst við klakklaust til kapellunnar. En þegar líða tók á nóttu varð ég vondaufur. Þarna var kalt og rakt og nóttin virtist óend- anleg. Við höfðum lagt Querol á fúnu plankana og vafið mottu- ræksninu saman til að stinga undir höfuð hans. Hann vildi ekki láta mig hreyfa við sárinu. — Það er hætt að blæða, sagði hann ,— og þú getur ekkert gert við kúluna. Láttu það bara vera! Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti ekki að sækja sjó, til að þvo sárið úr, en þarna var ekki nokkurt ílát, enda var það líka sjálfsmorðstilraun að reyna að komast fram af klettabrún- inni i þessu myrkri. Það var ljóst að Querol var með hita, en hann reyndi samt að gera áætlun fyrir næsta dag. — Við verðum að komast að því hvort bátur Jonathans ligg- ur ekki í einhverri víkinni, 48 VIKAN 6. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.